Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2010, Qupperneq 15

Skessuhorn - 01.12.2010, Qupperneq 15
15MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER Helstu markmið þessa samráðsfundar eru að fá fram upplýsingar sem nýtast vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011 en jafnframt sem hluti af langtímasýn bæjarstjórnar. Á fundinum geta íbúar á Akranesi komið sjónarmiðum sínum á framfæri til að styrkja starf og áherslur bæjarstjórnar. Fundurinn er í samræmi við þá sýn og áherslur sem endurspeglast í stefnu allra stjórnmálaflokka á Akranesi að auka samráð bæjarstjórnar við íbúana í bænum. Á fundinum verður leitast við að fá fram sýn íbúa á mikilvægustu lífsgæðin og forgangsverkefni í samfélaginu á Akranesi. Auk þess verður kallað eftir afmarkaðri skilaboðum og sjónum beint að einstökum viðfangsefnum sveitarstjórnar og íbúanna sjálfra, til skemmri tíma. Þar er t.d. um að ræða viðfangsefni sem snúa að fjölskyldu- og samfélagsmálum, umhverfis- og skipulagsmálum og atvinnumálum og nýsköpun. Með fundinum er skapaður vettvangur þar sem íbúar hafa tækifæri til að koma sínum hugmyndum og ábendingum á framfæri. Fundinum er markvisst hagað þannig að allir geti tekið þátt með auðveldum hætti og að sjónarmið allra komi fram. Hér þarf enginn að halda ræður! Fundarformið ýtir undir umræðu og skoðanaskipti þátttakenda. Boðið verður upp á barnagæslu á staðnum, kaffiveitingar og léttan hádegisverð. Umsjón með íbúafundinum og úrvinnsla úr niðurstöðum hans er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta. Skilaboð fundarins munu birtast á sérstökum vef, akranes.alta.is , sem er opinn öllum. Bæjarstjórn mun síðan nýta upp- lýsingarnar sem safnast um hugmyndir og viðhorf bæjarbúa við áætlanagerð. Á íbúafund eiga allir erindi og fundurinn er opinn öllum. Mikilvægt er að sem flest sjónarmið heyrist og eru íbúar á Akranesi hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um lífsgæði og sameiginleg hagsmunamál bæjarbúa. Áætlað er að fundurinn taki í heildina um 3 klst. og honum ljúki kl. 13.30. Allar nánari upplýsingar veitir Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu, tomas.gudmundsson@akranes.is, sími 433 1000. Fylgist með frekari upplýsingum á vefnum www.akranes.is. Íbúasamráð Bæjarstjórn Akraness efnir til íbúasamráðs og býður til fundar í Grundaskóla laugardaginn 4. desember n.k. kl. 10.30-13.30. Opið virka daga 10-18. Laugardaga 11-13. Skólabraut 25 • Akranesi • Sími 431 1619 • sjonglerid@simnet.is Í tilefni 20 ára afmælis okkar verður 20% afsláttur af öllum glerjum og umgjörðum fram til jóla. 1990 2010 Afslátturinn gildir líka í eftirfarandi ferðum sem við förum samhliða heimsóknum augnlæknis á neðangreinda staði: Grundarfjörður: Fimmtudaginn 2. desember, Ólafsvík: Föstudaginn 3. desember, Búðardalur: Fimmtudaginn 9. desember S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Í bú ar í rað hús inu á horni Faxa­ braut ar og Jað ars braut ar á Akra nesi fagna því vænt an lega að þessa dag­ ana er unnið að úr bót um við þessi gatna mót. Þær eru gerð ar í þeim til gangi að beina akst urs stefnu bif­ reiða bet ur á fram upp Faxa braut­ ina og þannig draga úr um ferð ar vá vegna hraða akst urs á Faxa braut. Í að minnsta kosti þrí gang hef ur ver­ ið ekið á hús ið eða bíla sem stað ið hafa á bíla stæð inu við horn rað hús­ ið við Jað ars braut ina og jafn vel á skjól veggi við hús ið eða ljósa staur, með til heyr andi tjóni. Eins og sjá má á mynd inni verð ur gang stétt in færð til vest urs og kem ur til færsla henn ar til með að breyta akst urs­ stefn unni neð an frá Faxa braut. þá Segja má að hann hafi hent­ að mjög vel tak mark aðri fram­ kvæmda getu rík is sjóðs, báru járns­ klæddi skúr inn sem byggð ur var við hús næði Fjöliðj unn ar við Dal­ braut á Akra nesi í sum ar. Skúr­ inn, sem byggð ur var utan um vél­ ina sem brýt ur gler flösk ur sem til iðj unn ar ber ast, er að eins 11,2 fer­ metr ar að stærð. Hann var meira að segja ekki byggð ur al far ið fyr ir op­ in bert fé, held ur var hluti hans fjár­ magn að ur með gjafa fé. þá Lít il op in ber fram kvæmd Unn ið að lag fær ing um við gatna mót Faxa braut ar og Jað ars braut ar. Um ferð ar vá bægt frá húsi á Akra nesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.