Skessuhorn - 09.03.2011, Page 25
25MIÐVIKUDAGUR 9. MARS
Leik hóp ur Ung menna fé
lags Reyk dæla frum sýndi leik
rit ið „Með víf ið í lúk un um“ eft
ir breska leik skáld ið Ray Coo n
ey í Loga landi í Reyk holts dal sl.
föstu dag. Á horf end ur létu í ljós
á nægju sína með grín og glens og
mátti heyra hlátra sköll in út um
all an sal þeg ar mest gekk á uppi á
svið inu. Þar túlk uðu leik end ur lit
rík an farsa sem snýst um að greiða
úr lyga flækj um að al sögu hetj unn
ar John Smith, sem starfar sem
leigu bíl stjóri í London. Hann lif ir
tvö földu lífi og það get ur haft sín
ar ó þægi legu af leið ing ar.
Leik end ur eru átta tals ins og
leik stjóri er Þröst ur Guð bjarts
son sem oft áður hef ur leik stýrt
hjá borg firsk um á huga leik fé lög
um. Það er Jón Pét urs son sem
leik ur hlut verk hins út smogna en
ó heppna John Smith. Aðr ir leik
ar ar eru Katrín Eiðs dótt ir, Þór
hild ur Krist ins dótt ir, Narfi Jóns
son, Haf steinn Þór is son, Ár
mann Bjarna son, Þór Þor steins
son og Kristrún Snorra dótt ir.
Ung menna fé lag Reyk dæla hef
ur ver ið mjög virkt í leik starf semi
og því er þar mik il reynsla sam
an kom in. All ir leik end ur stóðu
sig með mik illi prýði og Þór Þor
steins son var senu þjóf ur kvölds
ins í hlut verki ná grann ans Bobby.
Bún ing ar voru í um sjón Stein
unn ar Garð ars dótt ur og Þór dís ar
Sig ur björns dótt ur og und ir strik
uðu þeir hlut verk in vel. Sviðs
mynd in er gerð af Þor valdi Jóns
syni og smíð uð þannig að hægt er
að fylgja sögu þræð in um á tveim
ur stöð um sam tím is enda full þörf
á í eins flókn um sögu þræði og hér
um ræð ir.
Næstu sýn ing ar í Loga landi
verða á morg un, fimmtu dag inn
10. mars, föstu dag inn 11. mars
og laug ar dag inn 12. mars. All
ar sýn ing ar hefj ast klukk an 20:30.
Miða pant an ir eru í síma 6625189
og 6911182.
Blóm legt leik starf
í hér aði
Leik starf ung menna fé lag anna
er mik ill menn ing ar auki í Borg
ar firði sem ann ars stað ar og ber
að þakka það þrótt mikla starf sem
nán ast allt er unn ið í sjálf boða
vinnu. Meira er á leið á fjal irn ar
á næst unni því þann 11. mars n.k.
frum sýn ir leik deild Skalla gríms
leik rit ið Ferð in á heimsenda í
Lyng brekku. Fyr ir ára mót in sýndi
Ung menna fé lag ið Ís lend ing ur
verk ið Með fullri reisn við góð
ar und ir tekt ir. Ung menna fé lag
ið Dag renn ing á 100 ára af mæli á
þessu ári og að dá end ur leik hóps
ins leyfa sér að vona að því fylgi
að eitt hvað verði sett á fjal ir með
haustinu eft ir langt hlé. Leik deild
Ung menna fé lags Staf holtstungna
setti síð ast upp metn að ar fulla
sýn ingu í Þing hamri fyr ir fjór um
árum. Góð leik list er sem vítamín
fyr ir and ann í skamm degi og
kreppu er því ekki ann að að gera
en að hvetja fólk til að bregða sér í
leik hús á heima slóð og sýna þakk
læti sitt í verki.
Guð rún Jóns dótt ir.
Með víf ið í lúk un um í Loga landi
Ár marnn Bjarna son, Jón Pét urs son og Þór hild ur Krist ins dótt ir.
Leik hóp ur inn.
Katrín Eiðs dótt ir og Narfi Jóns son í
at riði í leik rit inu.
Al þjóð lega stutt mynda há tíð
in Northern Wave var hald in um
síð ustu helgi í Grund ar firði, fjórða
árið í röð. Í sam tali við Dögg Mós
es dótt ur fram kvæmda stjóra há tíð
ar inn ar kom fram að um tvö hund
ruð manns hefðu mætt á há tíð
ina að þessu sinni, þar af um tutt
ugu er lend ir gest ir. „Há tíð in hef
ur stækk að ár frá ári og í hvert sinn
bæt um við ein hverju nýju við. Í ár
voru til dæm is í fyrsta sinn veitt sér
stök verð laun fyr ir bestu ís lensku
stutt mynd ina og besta ís lenska tón
list ar mynd band ið. Að þessu sinni
fjöll uðu flest ar al þjóð legu stutt
mynd irn ar um um hverf is og inn
flytj enda mál, eða því mál efni sem
mest brenn ur á í hverju landi. Á
há tíð inni gafst á horf end um tæki
færi á að fá inn sýn í líf og menn
ingu tutt ugu landa á ein um klukku
tíma,“ sagði Dögg. Hún seg ir að
al lega hafi kom ið öðr um á ó vart
hversu vel hef ur tek ist með há tíð
ina en hún fékk að heyra marg
ar nei kvæð ar radd ir þeg ar hún var
að byrja. „Það hef ur hing að til ekki
ver ið mik ill kúltúr fyr ir stutt mynd
um á Ís landi og auð vit að var djarft
að byggja upp há tíð á fyr ir bæri sem
nán ast eng inn þekkti.“
Með an á sam tali blaða manns og
Dagg ar stóð kom El ísa bet Har alds
dótt ir menn ing ar full trúi Vest ur
lands og færði Dögg um slag. Í því
var veg leg styrk veit ing til næsta árs
og því ljóst að há tíð in verð ur hald
in aft ur að ári.
Að spurð um þátt töku heima
manna seg ir Dögg þá vera að taka
við sér. „Eft ir að við fór um að
vera með fiski súpu keppni á síð asta
ári varð þátt taka Grund firð inga
meiri, þeir kynnt ust há tíð inni bet
ur og fóru að taka þátt. Það skipt
ir mig miklu máli að Grund firð ing
ar hafi gam an af þessu líka og hef ég
reynt að fá þá til liðs við mig. Há
tíð in á ekki að virka eins og inn rás á
heima menn.“
Súpu keppni og
hand verks mark að ur
Fjöl mörg verð laun voru veitt á
há tíð inni en þó ekki að eins fyr
ir stutt mynd ir. Á laug ar dags kvöld
ið var hald in í ann að sinn hin vin
sæla fiski súpu keppni há tíð ar inn ar í
húsi Djúpa kletts við Grund ar fjarð
ar höfn. Hátt í 300 manns mættu,
bæði gest ir og bæj ar bú ar, og átta
súpulið kepptu um bestu fiski súp
una. Í ár var bætt við hand verks
mark aði, bæði á súpu keppn inni
og á kvik mynda sýn ing un um sjálf
um. Hrefna Rósa Sætr an lands
liðskokk ur dæmdi í súpu keppn
inni og veitti þrjár við ur kenn ing
ar og ein verð laun fyr ir bestu súp
una. Fyrstu verð laun fékk sauma
klúbb ur inn Sam heldni með þing
mann in um Lilju Mós es dótt ir í far
ar broddi á samt níu skóla systr um úr
Verzl un ar skól an um, en Lilja er eini
Grund firð ing ur inn í hópn um.
Þjóð verj ar með bestu
al þjóð legu stutt mynd ina
Árni Ó laf ur Ás geirs son, Krist ín
Jó hann es dótt ir og Rom a in Gavr
as sátu í dóm nefnd í stutt mynda
og tón list ar mynd banda keppn inni.
Rom a in Gavr as stóð fyr ir frá bær um
fyr ir lestri sem Vera Sölva dótt ir og
Logi Hilm ars son stýrðu á laug ar
deg in um. Rom a in sýndi úr tón list
ar mynd bönd um sín um og nýj ustu
mynd sinni „Our day will come“
við mik inn fögn uð á horf enda.
Verð launa af hend ing há tíð ar inn
ar fór svo fram á sunnu deg in um,
þar sem veitt voru þrenn verð laun.
Veitt voru verð laun fyr ir bestu al
þjóð legu stutt mynd ina að upp hæð
80.000 kr., bestu ís lensku stutt
mynd ina einnig að upp hæð 80.000
kr. og besta ís lenska tón list ar mynd
band ið, en gogoyoko.com gaf 100
evra inn eign á heima síðu þeirra
í verð laun og há tíð in gaf 40.000
króna verð laun.
Besta al þjóð lega mynd in að
mati dóm nefnd ar var þýska mynd
in „Mein Sascha“ eft ir Markus
Kaatsch. Besta ís lenska mynd
in var stutt mynd in „Cle an“ eft ir
Ísold Ugga dótt ur og besta ís lenska
tón list ar mynd band ið var við lag ið
„ Young Boy“ eft ir tón list ar mann
inn Bernd sen, leik stýrt af Helga Jó
hanns syni.
ákj
Ríf lega 200 gest ir á kvik mynda há tíð í Grund ar firði
Dögg Mós es dótt ir.
Dögg Mós es dótt ir á samt for eldr um sín um, Dóru Har alds dótt ur og Móses Geir
munds syni. Ljósm.sk
Á mynd inni eru Auð ur Árna dótt ir, Jó hanna Ingv ars dótt ir, Linda Þór is dótt ir, Ragn
heið ur Hall, Sig ríð ur Hanna Sig urð ar dótt ir, Svein björg Páls dótt ir, Unn dís Ó lafs
dótt ir, Þor gerð ur Þrá ins dótt ir, Þórey Þór anna Þór ar ins dótt ir, Þur íð ur Hjart ar dótt
ir og Lilja Mós es dótt ir sig ur veg ar ar í fiski súpu keppn inni. Ljósm.sk
Gætt sér á fiski súpu á laug ar deg in um.
Ljósm.sk