Alþýðublaðið - 27.11.1919, Side 1

Alþýðublaðið - 27.11.1919, Side 1
1919 Slys. Síðastliðinn mánudag stóð í blöðunum, að holsteinagafl í htísi, sem er í smíðum hér í bænum, hefði hrunið ofan á einn stein- shiiðinn og hann beðið bana af. Hann var aldraður maður, og ttlUa ekki hafá látið eftir sig úttiegð, en þetta slys beinir ósjálf- rátt hugum manna að kjörum verkamanna hér á landi. Þó að slys eins og þetta séu sjaldgæf, l’á eru margvísleg slys við vinnu meðal iðnaðarmanna, sjó- ^anna, eyrarmanna og annara, S0m stunda líkamlega vinnu. tfaður spyr ósjálfrátt, hvað verði uhi konur og börn manna, sem ^eyja eða verða farlama af slík- hm slysum. Yerða þau auk sorg- arinnar við missi heimilisföðursins G'ttnig að standa hjálparvana eftir ttieð sveitina beint fram undan? ^aeri það heppilegt og réttlátt? Hugsum okkur að öll verk þjóð- ai'innar eru í raun réttri sam- Vjnna fyrir þjóðarbtíið, og hver ttiaður ætti að geta lifað sæmi- legu lífi af hlutdeild í arði þess. það réttlátt eða líklegt til góðrar samvinnu í þjóðarbúskapn- ttm, að ef maður fellur frá af %si við vinnu fyrir búið, eftir mfllangt starf í þjónustu þess, þá skuli heimili hans sett tít á gadd- inn? Ef þjóðfélagið réði í samein- Jogu um framkvæmdirnar og fengi hagnaðinn af þjóðarbtískapnum, í’á ætti það auðvitað líka í sam- ^’oingu að ala önn fyrir konum börnum þeirra manna, sem ^kluðust eða dæju af slysförum 1 þjónustu þess. Slysin éru eins °9 hver önnur áhœtta við at- Vlnnurekstur, sem sá verður að bera peningalega, sem lœtur lrömkvœma hann. Þar sem þjóð- arbúskapnum er ntí þannig hátt- að það er að jafnaði ekki í’jóðfélagið í heild sinni, heldur fimtudaginn 27. nóvember einstakir menn, atvinnurekend- urnir, sem ráða um framkvæmd- irnar og fá ágóðann, þá eiga þeir lika að réltu að bera áhœttuna við slysin og greiða skaðabœtur fyrir þau. En er þessu þannig varið hér á landi? Um þetta efni eru lög frá 1917. Samkvæmt þeim eru svo að segja aliir sjómenn trygðir gegn slys- förum í slysatryggingarsjóði sjó- manna, en þeir eru ætíð skyldir að bera helminginn af tryggingar- kostnaðinum sjálfir. Sumir at- vinnurekendurnir eru aftur á móti styrktir tír landssjóði um hluta af tryggingarkostnaði sínum. Ein- kennilegt er einnig að lesa í lög- um þessum, hvers virði löggjaf- arnir álíta líf og heilsu sjómanna. Hæstu skaðabætur, sem greiddar verða manni, sem er alveg far- lama og ófær til allrar vinnu, eru 2000 krónur í eitt skifti fyrir öll, en deyi maðurinn, fær ekkjan að eins 1500 krónur, auk 100 króna fyrir hveit barn, líka í eitt skifti fyrir öll. Ofan á þetta bætist, að maðurinn fær engar skaðabætur, nema vinnukraftur hans skerð- ist um að minsta kosti r/s hluta. Háseti, sem fengi 19 krónum minna mánaðarkaup en áður af hverjum hundrað krónum, fengi engar skaðabætur. Lögin eru þess vegna átakanlega ranglát, þar sem sjómenn bœði . verða að greiða fyrir alvinnurekendurna helming af tryggingarkostnaði og fá aulc þess sáralitlar skaða- bœtur. Ofurlítil viðbót við þessar skaða- bætur fæst væntanlega tír 100 þtísund króna sjóðnum, sem tít- gerðarmönnum var gert að skyldu, að greiða alþýðu þessa bæjar fyrir atvinnumissi, er þeir seldu togar- ana til Frakklands 1917. Alþýðu- sambandið íæður yfir sjóðnum, og á að verja tekjum hans til skaðabóta handa mönnum, sem verða fyrir slysum og eru með- limir í félögum í Reykjavík, sem eru í sambandinu. Má sama segja 26. tölubl. um þenna sjóð, eins og sjómanna- trygginguna. Atvinnurekendurnir eru látnir komast hjá því, að greiða skaðabætur fyrir slys, með því að láta Aiþýðusambandið nota sinn eiginn sjóð til þess. Auk þess er sjáanlegt, að þó að allar árstekjur sjóðsins, sem mundu í sparisjóði verða 4500 krónur, væru notaðar til að bæta slysfarir, þá mundu þær hrökkva skamt til allra nauðsynlega skaðabóta vegna slysa. Umfram þetta fæst enginn um þótt menn slasist, heldur eru þeir, sem íyrir því verða, látnir eiga sig. Sjómenn eru lágt trygðir, þó að þeir kosti sjálfir til, eyrar- menn og iðnaðarmenn öldurfgis ótrygðir fyrir hverskonar stysum, sem þeir verða fyrir i þjónustu annara. Svo mikið er hugsað um velferð verkamanna. Erlendis, meðal allra menningar- þjóða, er þessu öðruvísi varið. Þar er viðurkent, að allir atvinnu- rekendur eigi að bera peningalega ábyrgð af slysum, sem verkamenn þeirra verða fyrir, og er þetta skoðað eins og hver önnur áhætta við atvinnureksturinn. Eru at- vinnurekendur skyldaðir til þess með lögum, og til þess að víst sé að skaðabæturnar fáist, greidd- ar, og áhættan jafnist meðal at- vinnurekenda, er þeim skylt að tryggja verkamenn í þjónustu sinni í landslysatryggingárfélagi og bera allan kostnað af. Hver verka- maður, sem þar verður fyrir slysi, fær ókeypis læknishjálp, meðul, daglaun (t. d. 2/a af venjulegum daglaunum), bæklist hann um meira en 5 af hundraði af vinnu- krafti sínum, fær hann skaðabæt- ur (t. d.150—12000 krónur), ogdeyi hann, fær ekkja hans og börn töluverða skaðabótaupphæð (t. d. 3000—6000 kr.) og endurgreiddan títfararkostnað hans. Stórt skref vantar til þess, að Island megi teljast menningarland, meðan það er svo langt á eftir í tryggingarmálunum. Að kippa

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.