Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2011, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.09.2011, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER Fyr ir ríf lega öld flutti fram sýnn mað ur í Borg ar firði inn er lenda veiði menn til að stunda stang veið­ ar í borg firsk um lax veiðiám. Þetta þótti fá heyrð heimska til að byrja með en all ir vita nú hvern ig lands­ lag ið er í þeim mál um. Þessi mað­ ur var Andr és Andr és son Fjeld sted, bóndi á Hvít ár völl um og Ferju­ koti. Andr és var slyng ur veiði mað­ ur og hef ur veiði manna blóð runn­ ið í æðum af kom enda hans fram á þenn an dag. Andr és reisti veiði­ hús við Grímsá á sín um tíma um alda mót in 1900. Áin og um hverfi henn ar varð hluti af til veru fólks­ ins í Ferju koti, af kom enda Andr és­ ar. Þótt nýtt hús hafi ver ið reist og hið gamla nýtt að hluta í hest hús á Hvann eyri tengj ast Ferju kots menn Grímsánni enn. Sig urð ur Fjeld­ sted, af kom andi Andr és ar, hef ur veitt og leið sagt veiði mönn um við Grímsá og víða um land í marga ára tugi. Hann er al inn upp á bökk­ um Hvít ár og seg ist ekki hafa feng­ ið veiði bakt er íu held ur vera fædd ur með hana í blóð inu. Sig urð ur hef ur fyllt sjö tugi ára og hef ur frá mörgu að segja er kem ur að líf inu við ár­ bakk ann. Pabbi þekkti alla veiði menn „Ég er fædd ur og upp al in í Ferju koti og man ekki eft ir öðru en að líf ið snérist um veiði. Skipti þar engu hvort um var að ræða vet­ ur, sum ar, vor eða haust. Veið arn­ ar voru mis mun andi eft ir árs tím­ um en það var alltaf ver ið að veiða eitt hvað,“ seg ir Sig urð ur Fjeld sted veiði­ og leið sögu mað ur í upp­ hafi sam tals ins. „Ég fór í skóla hjá ömmu, Guð rúnu Berg þórs dótt­ ur í Borg ar nesi, síð an í Reyk holt og á Bif röst að því loknu. Tók svo kúrsa í London en hef síð an ver­ ið á flakki, bæði hér lend is og er­ lend is. Heima í Ferju koti var oft mik ið fjör og gíf ur lega gest kvæmt. Pabbi, Krist ján Fjeld sted, þekkti alla veiði menn sem voru á svæð­ inu, bæði ís lenska og er lenda. Þetta var bara svona. Hefð in var til stað­ ar. Langafi minn, Andr és Fjeld sted var mik ill veiði mað ur, flutti inn er­ lenda veiði menn svo ég býst við að son ur hafi bara tek ið við af föð ur, mann fram af manni, þótt breyt­ ing hafi orð ið á með okk ur bræð­ ur,“ en Sig urð ur er eldri bróð ir Þor kels Fjeld sted sem býr í Ferju­ koti og marg ir kann ast við. „Ég var ekki gam all þeg ar ég fór að fylgja mönn um inn í Strauma eða upp í Grímsá í gamla veiði hús ið. Þess ir karl ar sem komu heim voru oft við skál en ég man þó ekki eft ir nein­ um vand ræð um þess vegna. Stang­ veiði var held ri manna veiði og ég hef kynnst of boðs lega mörgu fólki í gegn um hana, bæði þá og nú. Svo var far ið á gæs og rjúpu haust og snemma vetr ar, labb að var inn ísa á vet urna til að veiða í gegn um vök og síð an rennt fyr ir sjó birt ing á vor in. Svo þú sérð, það var alltaf ver ið að veiða. Ég hef lík lega ver­ ið sjö til átta ára þeg ar ég fór fyrst á rjúpu. Það þótti ekk ert til töku­ mál.“ All ir eins þeg ar í vöðl urn ar er kom ið Afi og pabbi leið sögðu veiði­ mönn um og því var ekk ert ó eðli­ legt að Sig urð ur yngri fet aði sömu slóð, úr því að bakt er í an var í blóð­ inu. „Það hef ur lík lega ver ið árið 1954 sem ég fer fyrst sem leið­ sögu mað ur inn í Strauma en það er svæð ið þar sem Norð urá og Grímsá neð ar koma í Hvítá. Þar er oft mik il veiði. Svo var ég einnig við Langá og var að keyra menn á milli, próf laus þarna á milli 1955 og 60 á flott um bíl um. Það var nú ekki ver ið að spá mik ið í slíkt. Ég man eft ir að með al ann arra kom til veiða hers höfð ingi sem var yfir Atl­ ants hafs flota Nato. Það þurfti svo marg ar þyrl ur til að flytja karl inn og hans fylgd ar lið að ég held svei mér þá að kýrn ar í Borg ar firði hafi ver ið fjóra daga á ná upp nyt inni aft ur. Á með an karl inn var að veiða beið bara flot inn fyr ir utan. Þeir gátu þetta þessi karl ar. Hins veg­ ar var eng inn hroki í hon um frek ar en flest um þeim sem ég hef kynnst á þess um langa tíma. Þessi til tekni mað ur var gríð ar lega stór og mætti til veið anna í full um skrúða, þótt hann skipti auð vit að um föt. Ég man þeg ar hann setti á mig ein­ kenn is húf una sína að hún var svo stór að haus inn á mér hvarf. Þeg­ ar þess ir karl ar voru komn ir í vöðl­ urn ar voru þeir bara eins og við, þú og ég. Þar var og er eng inn mun ur á. Það er hins veg ar göm ul saga og ný hversu mik ið þess ir veiði menn kunna að veiða. Ég man eft ir ein um sem bara vildi veiða á flugu. Hann kunni ekk ert með flugu stöng ina að fara, hafði ekki veitt neitt og tím­ inn var að verða bú inn. Ég laum­ aði þá pínu litl um maðk á flug una hjá hon um. Karl inn fékk einn titt og var gíf ur lega á nægð ur. Svip að var einu sinni uppi á teng ing um í Langá. Þá var mik ið af fiski en eng­ in taka. Ég sett þá maðk á flug una og viti menn, veiði mað ur inn sem var kona, fékk 17 laxa. Fimm þeirra tók hún með sér heim en hina fékk ég. Kon an sagði eig in manni sín­ um frá þessu, er heim var kom ið. Karl inn var ekk ert gíf ur lega glað­ ur. Þetta fólk varð hins veg ar vin ir mín ir og ég heim sótti þau síð ar.“ Keyptu bæði lax og gæs Auð vit að hef ur margt breyst í ár anna rás. Þeg ar Sig urð ur rifj­ ar upp lið inn tíma við árn ar kem ur margt skemmti legt upp á yf ir borð­ ið. „Stund um feng um við veiði­ menn sem ekk ert voru komn ir til að veiða. Þeir voru með gíf ur lega mik ið magn af víni og fóru aldrei út úr húsi. Ég man eft ir því að Sig­ urð ur Guð brands son mjólk ur bús­ stjóri sem leigði út Straumana fór stund um upp eft ir og rak karl ana út sem voru bara inni í húsi að þjóra. Svona var á fleiri stöð um og þess­ ir veiði menn gjarn an kall að ir Sov ét sem þýddi Sofa­Éta veiði menn. Þá var ferð in bara fyll er ís ferð og síð­ an kom ið við í Ferju koti og keypt­ ir lax ar til að sýna heima. Svip að gat ver ið uppi á ten ingn um þeg ar far ið var á gæs. Þá var kannski hald ið til í ein hverju veiði hús inu. Ekk ert veitt held ur ein hver feng inn til að skjóta gæs irn ar og hon um greitt vel fyr­ ir. En karl arn ir voru auð vit að eins mis jafn ir og þeir voru marg ir. Sum­ ir þeirra voru gíf ur lega mik il nátt­ úru börn þótt þeir störf uðu við allt ann að. En það sem ein kenndi þá flesta sem komu til veiða hér áður fyrr var að þeir voru yf ir leitt vell­ auð ug ir og oft valda mikl ir líka.“ Her mann og Jó hann es minn is stæð ir Sig urð ur seg ir að af valda mönn­ um fyrri ára hafi Her mann Jón­ as son ver ið einna minn is stæð ast­ ur og seg ist Siggi hafa lært mik­ ið af hon um. „Her mann var bæði góð ur vin ur og skemmti leg ur. Hann var einn af þeim sem veiddi í Grímsá og dvaldi þá í gamla hús­ inu. Það var eig in lega bara eitt her­ bergi og úti kam ar við hús ið sem þá var barn síns tíma. Með hon­ um var yf ir leitt hóp ur vina sem all­ ir áttu það sam eig in legt að hafa gíf­ ur lega gam an af því að spila, á samt veiði skapn um. Það var ekk ert ver ið að æsa sig út í birt ingu. Þeir sváfu oft fram eft ir, átu morg un mat inn seint, sett ust að eins að spil um og fóru svo að veiða. Þeir voru kannski við ána í þetta 3­4 tíma svo ekki var nú veiði á lag ið mik ið. Á þess­ um tíma var ekki boð ið upp á fæði í veiði hús inu held ur komu veiði­ menn með hrá efni til mat ar gerð ar. Sama kon an vann í hús inu ár eft ir ár og varð hún að mat reiða úr því sem karl arn ir komu með. Auð vit­ að var það eins mis jafnt og menn­ irn ir voru marg ir. Þannig var þetta þá. En minn is stæð asti veiði mað ur­ inn er án efa Jó hann es kennd ur við Borg. Ég fór oft með pabba að hitta hann við Hít ará og hann kom iðu­ lega í Ferju kot. Hann var stór brot­ inn per sónu leiki. Mér finnst það hafi breyst und an far in ár. Marg ir þess ir karl ar og kon ur sem komu til veiða hér áður fyrr voru svo mikl ir karakt er ar. Nú er þetta meira eins­ kon ar miðju moð enda allt orð ið svo flatt mið að við sem var.“ Leið sögu mað ur inn þarf að vera góð ur veiði mað ur Blaða mað ur er ekki mjög fróð ur um starf leið sögu manna við veiði­ ár. Ef vera skyldi að fleiri væru eins fá fróð ir er kannski vert að út skýra í hverju starf leið sögu manns ins felst. Það er ekki bara að ganga með ein­ hverj um veiði manni með fram ár­ bakka og bera fyr ir hann dót ið. Það er æði margt ann að sem felst í þessu starfi. Leið sögu mað ur inn þarf að þekkja ána sem hann vinn­ ur við vel. Vita hvar á að standa á hverj um veiði stað fyr ir sig til að eiga von um töku. Hvaða agn hent­ ar og hvenær hver veiði stað ur er lík leg ur til að gefa eitt hvað, í miklu eða litlu vatni. Leið sögu mað ur þarf að vera til bú in að svara spurn­ ing um af ýms um toga auk þess að keyra veiði mann inn og létta hon­ um líf ið á alla lund. Það er líka oft hlut verk leið sögu manns ins að sjá til þess að veiði mað ur inn komi ekki heim með öng ul inn í rass in um, því ekki er leng ur mögu leiki á að kaupa neta veidd an lax í Ferju koti, til að bjarga túrn um. Hann þarf sem sagt að vera góð ur veiði mað­ ur sjálf ur, þekkja ána vel og vita t.d. að maðk ur inn á aldrei að vera á leið nið ur, ef veiða á lax. „Þú get ur ekki í mynd að þér spurn ing arn ar sem mað ur get ur feng ið,“ seg ir Sig urð­ ur kím inn þeg ar tal að er um hversu mis mun andi veiði menn geta ver ið. „Ég fékk einu sinni afar heimsku­ lega spurn ingu frá þýskri konu sem ég var að leið segja. Hún spurði um tvo tjalda sem voru að spranga rétt hjá ánni. Henni fannst það skrýt­ ið og spurði hvað fugl inn væri eig­ in lega að gera þarna. Ég vissi það auð vit að ekki neitt og svar aði jafn gáfu lega að þetta fugla par væri með of næmi fyr ir ostr um. Kon an horf ið á mig smá stund áður en kvikn aði á smá týru og hún spyr hvort ein­ hverj ar ostr ur séu hér? Nei, sagði ég að bragði, einmitt þess vegna er þetta par hér. Mað ur þarf stund um að vera fljót ur að svara,“ seg ir Sig­ urð ur með skelmis brosi. Margt er und ar legt í kýr hausn um Sinn er sið ur í landi hverju og menn eru mis jafn ir eins og þeir eru marg ir. Sum ir þeirra auð manna sem komu hing að til lands eft­ ir miðja síð ustu öld voru skemmti­ lega að halds sam ir að mati Sig urð­ ar og eins héldu þeir að sami sið­ ur væri hér og í þeirra heima landi. „Það er margt sem kem ur uppá. Bret arn ir voru hér í eina tíð á ber­ „Þú færð ekki bakt er íu sem þeg ar er í þér“ Seg ir Sig urð ur Fjeld sted veiði mað ur og leið sögu mað ur til margra ára Sig urð ur Fjeld sted frá Ferju koti. Fjórði ætt lið ur inn sem stund ar leið sögn og veið ar á lax fisk um og geng ur alltaf með hatt eða húfu. Mynd sem mál uð var af Sig urði á ung­ lings ár un um og auð vit að með bolta fiska úr Mið fjarð ará, hvað ann að. Sig urð ur hef ur stund að all ar gerð ir af veiði. Hér var hann að koma úr góð um túr með rjúp ur í jólamat inn fyr ir mörg­ um árum. Fólk inu sem ætt að er frá Ferju koti hef ur löng um fylgt að hafa gam an af veið um. Hér eru frænd ur á ferð, sá yngri er Guð laug ur Þor steins son Fjeld sted með frænda sín um við veið ar í Norð urá. Guð laug ur er að sögn frænda síns slyng ur veiði mað ur í dag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.