Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2011, Qupperneq 21

Skessuhorn - 09.11.2011, Qupperneq 21
21MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER Laug ar dag inn 5. nóv em ber sl. var mik ið um dýrð ir í Reyk holti í Borg ar firði þar sem efnt var til af mæl is sam komu í til efni þess að 80 ár voru lið in frá stofn un Reyk­ holts skóla sem starf rækt ur var á ár un um 1931­1997. Að við burð­ in um stóðu Snorra stofa og rit­ nefnd um sögu Reyk holts skóla. Mættu yfir 200 manns til sam kom­ unn ar sem ein kennd ist af ein læg­ um á vörp um, fróð leg um er ind­ um og söng ­ en á hersla á söng var einmitt eitt af höf uð ein kenn um skóla halds í Reyk holti. Saga skól ans kem ur út á næsta ári Sam kom unni stjórn aði af mik illi lip urð Ei rík ur Jóns son, for mað ur Kenn ara sam bands Ís lands til langs tíma, en Ei rík ur er son ur Jóns Þór­ is son ar sem kenndi við Reyk holts­ skóla í hart nær 40 ár og jafn framt barna barn Þór is Stein þórs son ar sem var skóla stjóri Hér aðs skól ans á ár un um 1941­1965. Dav íð Pét­ urs son frá Grund í Skorra dal var fyrsti ræðu mað ur dags ins og fór hann yfir störf rit nefnd ar um sögu Reyk holts skóla og að drag and ann sem lá að baki þess frum kvæð­ is. Greindi Dav íð frá því að bók­ in væri á frá gangs stigi, er rit uð af Lýði Björns syni sagn fræð ingi og að rit nefnd in á ætli að bók in komi út á nýju ári. Fé lagi Dav íðs í rit nefnd inni, Pét ur Bjarna son fyrr um fræðslu­ stjóri á Vest fjörð um, hélt næst ur tölu og deildi með sam kom unni minn ing ar brot um frá náms ár­ um sín um í Reyk holti. Var gerð ur góð ur róm ur að minni Pét urs sem þótti al huga mjög í frá sögn sinni. Með Dav íð og Pétri sitja í rit nefnd þeir Reyn ir Ingi bjarts son, Guð­ mund ur Ein ars son og loks Berg­ ur Þor geirs son fyr ir hönd Snorra­ stofu. Lengsta saga ó slit ins skóla halds á Ís landi Guð mund ur Ein ars son, son­ ur séra Ein ars Guðna son ar og frú Önnu Bjarna dótt ur, hélt svo á huga verða tölu um her bergja­ skip an og skipu lag skóla húss ins í Reyk holti og studd ist við upp­ drætti sem hann sjálf ur hafði teikn­ að og var þeim varp að á tjald gest­ um til glöggv un ar. Að loknu er indi Guð mund ar átti Reyk holtskór inn svið ið og söng und ir stjórn Við ars Guð munds son þrjú sönglög með mikl um sóma en alls urðu svo lög­ in sex áður en dag skrá var öll. Snorri Þor steins son, fyrr um fræðslu stjóri, hélt er indi sem hann kall aði „Reyk holts skóla sam fé lag­ ið,“ þar sem hann fór með al ann­ ars yfir sögu leg an bak grunn skól­ ans. Snorri rakti tengsl skól ans við Al þýðu skól ann á Hvít ár bakka sem byggð ur var upp að fyr ir mynd lýð­ há skól anna dönsku og starf aði und­ ir sterk um á hrif um frá hug mynda­ fræði ung menna fé lags hreyf ing ar­ inn ar. Minnti Snorra á heyr end ur á að Borg ar fjörð ur hef ur, þrátt fyr ir ýmis skakka föll, lengstu sögu ó slit­ ins skóla halds á Ís landi og hér aðs­ menn gætu því bor ið höf uð ið hátt hvað það varð ar. Bóka safn Reyk holts­ skóla varð veitt Berg ur Þor geirs son, rit nefnd ar­ mað ur og for stöðu mað ur Snorra­ stofu, flutti er indi er bar yf ir skrift­ ina „Þrá in eft ir sam hengi“ og fjall aði um tengsl skól ans, arf leið Snorra Sturlu son ar og stofn sögu Snorra stofu. Sýndi Berg ur fram á að upp haf Snorra stofu megi rekja til hug mynda Krist ins Stef áns son­ ar fyrsta skóla stjóra Reyk holts­ skóla um svo kall að Snorra safn sem Krist inn viðr aði í ræðu við stofn un Reyk holt skóla 7. nóv em ber 1931. Minnti Berg ur til að mynda á að merki leg uppi staða í bóka kosti Snorra stofu eru rit sem varð veitt voru í bóka safni Reyk holts skóla. Fræða setr ið Snorra stofa er því viss frjó angi af skól an um fyrr ver andi. Boð aði Berg ur að þess ari merki­ legu sögu verði gerð ít ar legri skil í riti á næst unni. Per sónu leg ur brag ur var ein kenni skól ans Þór unn Reyk dal kenn ari og síð­ asti skóla stjóri Reyk holts skól ans hélt fróð lega tölu um starf skól ans síð ustu starfs ár in. Sér staka á herslu lagði hún í máli sínu á það sjón ar­ mið sitt að sér staða skól ans hafi ver­ ið fólg in í þeim per sónu lega brag sem ein kenndi skóla hald ið. Þar hafi spil að inn í smæð Reyk holts skóla, en fyr ir marga nem end ur hafi slíkt virk að sem fá dæma hvatn ing fyr­ ir mörg lífs ins störf. Taldi Þór unn að þessi þátt ur sé mik ið til á und an­ haldi í þeirri sam þjöpp un sem ein­ kennt hafi þró un mennta kerf is ins á Ís landi á of an verðri síð ustu öld. Óli H. Þórð ar son, fyrr ver andi for mað ur Um ferð ar ráðs, sem jafn­ framt ólst upp í Reyk holti, hélt er­ indi um söng kennsl una í Reyk­ holts skóla og helg aði er indi sitt hinu merki lega og hóg væra kenn­ ara og sálma skáldi Birni Jak obs syni frá Varma læk. Á eft ir Óla steig Kristrún Heim­ is dótt ir, að stoð ar mað ur ráð herra, á stokk og flutti inni legt minni um ömmu sína og afa er kenndu við Reyk holts skóla í fjölda ára, þau frú Önnu Bjarna dótt ur og séra Ein­ ar Guðna son pró fast í Reyk holti. Að end ingu flutti séra Geir Waage sam kom unni snjallt á varp og sleit henni loks fyr ir hönd skipu leggj­ enda. Holl vina fé lag Reyk holts Ljóst er af degi þess um að „Reyk hylt ing ar“ ­ fyrr um nem­ end ur og kenn ar ar við Reyk holts­ skóla ­ munu halda í heiðri minn­ ing unni um þessa merku stofn­ un um ó komna tíð. Öfl ugt sann­ inda merki þess er frum kvæð ið að rit un sögu skól ans svo og stofn un nýrra sam taka sem kynnt voru við upp haf sam kom unn ar: Holl vina­ fé lag Reyk holts. Þetta nýja fé lag hef ur það að meg in mark miði að styðja við bak ið á á fram hald andi upp bygg ingu í Reyk holti til dæm­ is með þró un hús næð is Reyk holts­ skóla, gerð skrúð garðs og stofn­ un högg mynda garðs, eins og seg­ ir í bæk lingi sem fé lag ið hef ur gef­ ið út. Fram tíð ar horf ur Reyk holts eru því sann ast sagna afar bjart ar nú um stund ir. hlh Af mæl is há tíð Reyk holts skóla Hús Hér aðs skól ans í Reyk holti með styttu Snorra vest an við hús ið. Ljósm. Frið þjóf ur Helga son. Gest ir skrá sig fyr ir ein taki af sögu Reyk holts skóla. Ljósm. Berg ur Þor geirs son. Gest ir á af mæl is há tíð. Ljósm. Berg ur Þor geirs son. Guð mund ur Ein ars son lýs ir her bergja skip an í Reyk holts skóla. Ljósm. bhs Berg ur Þor geirs son fjall ar um Snorra og hér aðs skól ann. Ljósm. bhs Óli H. Þórð ar son fjall aði um söng kennsl una. Ljósm. bhs

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.