Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2012, Qupperneq 14

Skessuhorn - 11.07.2012, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ Handverk og list á Vesturlandi Umsjón/Sverrir Norland Elz bieta Krystyna El ís son, jafn an köll uð Ela, hef ur um nokk urra ára skeið rek ið skart gripa gerð ina eXeS gall erý í Grund ar firði. Hún er pólsk að upp runa, en hef ur nú búið á Ís landi í 21 ár. „Ég kom hér upp­ runa lega til að vinna í eitt ár," seg­ ir hún og því ljóst að að eins hef ur teygst á dvöl henn ar. Hún var gift Pétri El ís syni, vél stjóra, og sam an bjuggu þau í Grund ar firði, þar sem Ela býr enn á samt tveim ur son um þeirra. Við skart gripa gerð sína not ar Ela sér staka að ferð, macramé, þar sem hún hnýt ir band eft ir vissri for­ skrift. Skart grip ina skreyt ir hún með ýms um stein um, með al ann ars hraun mol um, auk þess sem fisk ur­ inn er al gengt form hjá henni. „Ég geri þetta til að hafa gam­ an af þessu," seg ir hún. „Og hver ein asti hlut ur er öðru vísi en hin­ ir. Ég gæti fram leitt eins hluti, en mér finnst sú til hugs un ekki spenn­ andi." Tækni mann eskja sem vill eng ar ó þarfa orð leng ing ar Á með an Ela hell ir upp á ilm andi cappuccino blaða manni til auk­ inn ar munn vatns fram leiðslu rek ur hún að eins ofan af for tíð sinni, seg­ ir hon um með al ann ars frá því þeg­ ar hún vann sjálf við blaða mennsku, með fram há skóla námi, þeg ar hún lærði véla verk fræði úti í Pól landi. „En ég er tækni mann eskja og vil bara segja hreint út hvern ig hlut irn­ ir eru. Ef augu eru blá, eru þau blá, og ekk ert fleira um það að segja. En blaða mað ur þarf alltaf að geta sagt eitt hvað fleira, stund um bull að," seg ir hún og bros ir í kamp inn. Henni hraus því hug ur við því að taka við töl, og stóð raun ar ekki lengi við í fótspor um blaða manns­ ins. „Eft ir há skóla fór ég að kenna, því að í Pól landi vildi eng in ráða véla verk fræð ing sem var kona til vinnu. Ég bjó síð an í Þýska landi í tæp tvö ár, og þeg ar ég kom aft ur til Pól lands vann ég um tíma í trygg­ inga fyr ir tæki. Og síð an lá leið in til Ís lands." Tvö föld kenn ara laun í Pól landi nægðu ekki Ela sett ist að á Ís landi árið 1991, var með al allra fyrstu Pól verj­ anna sem héldu til Grund ar fjarð ar í leit að vinnu. „Við kom um hing­ að fimm stelp ur, og erum hér enn þrjár. Aðra þeirra hitti ég reglu lega, þá sem býr enn í Grund ar firði." Á stæð una fyr ir því að Ela hélt til Ís lands seg ir hún ein falda: „Ég var að vinna sem kenn ari á tveim­ ur stöð um, tvö falda vinnu, og það var ekki hægt að lifa á því, hvað þá spara, svo að ég nýtti fyrsta tæki fær­ ið til að fara til út landa. Ég byrj aði í Þýska landi, en síð an bauðst mér að fara til Ís lands, þar sem laun in áttu að vera góð og líka að fylgja ýms­ ar trygg ing ar. Ég kom hing að til að vinna í fiski, enda ekk ert ann að í boði. Strax rúm lega hálfu ári eft­ ir að ég kom varð síð an slys, skip frá fyr ir tæk inu sem ég vann fyr­ ir sökk, og þá var mik il ó vissa með það hvort við fengj um á fram vinnu eða hvort við yrð um send heim." Kynnt ist eig in mann in- um á Ís landi Fljót lega eft ir að Ela kom til Ís­ lands kynnt ist hún eig in manni sín­ um, Pétri El ís syni en hann lést árið 2008. „Hann var sá eini sem gat tal að við mig á ensku," seg ir Ela, er þó greini lega að gant ast. „Með hon­ um fór ég reglu lega í ýms ar ut an­ lands ferð ir, líka stund um til Pól­ lands. Þang að fer ég enn einu sinni á ári, þótt ég hugsi að ég fari ekki þetta árið." Mik ill mun ur á ís lenskri og pól skri menn ingu Hún kveð ur vera tals verð an mun á menn ing unni á Ís landi og Pól landi og tel ur það með al ann ars hljót ast af land fræði leg um á stæð um. „Ís­ land var nátt úr lega mjög ein angr að mjög lengi auk þess sem lífskil yrði hér voru allt önn ur áður. Þeg ar ég kom hing að var enn ver ið að senda tólf ára börn til að vinna í fiski tólf tíma á sól ar hring. Í Pól landi tíðk­ að ist svo leið is ekki, svo að það var skrít ið fyr ir mig að sjá þetta." Eins og gef ur að skilja tal aði hún held ur enga ís lensku þeg ar hún kom fyrst til lands ins. „Ég lærði rúss­ nesku í skóla, sem var skylda í Pól­ landi á þeim tíma, eins og danska er hér. Svo bjó ég í Þýska landi í tæp tvö ár, og lærði þar þýsku, sem var ekk ert mál, og tal aði auk þess smá ensku. En ís lensk an...!" Hún rang­ hvolf ir aug un um. „Hún var ólík öllu sem ég hafði lært. Mað ur inn minn kunni eitt hvað í þýsku, not aði líka ensku og stund um smá pólsku, svo að þetta var svona hræri graut ur hjá okk ur fyrst." Starf aði lengi sem þýð andi og túlk ur Eft ir nokk urra ára bú setu á Ís landi hætti Ela að vinna í fiski og sneri sér að túlk un og ýms um þýð ing ar störf­ um. „ Fyrsta stóra verk efn ið mitt var þýð ing á fisk vinnslu nám skeiði á veg um sjáv ar út vegs ráðu neyt is ins. Það var árið 1998. Eft ir það þýddi ég svo tvo kjara samn inga úr ís­ lensku yfir á pólsku og það var stór sprauta til að læra ís lensku," seg ir hún og hlær. „Ég þekkti sam bæri­ leg ar regl ur frá Pól landi, um ör yggi á vinnu stað og fleira, og orða söfn­ in voru til stað ar, en vanda mál ið var að skilja rétta ís lensku, sem var ekki alltaf auð velt." Allt hafð ist þetta þó og Ela vann á fram við túlk un og þýð ing­ ar, til dæm is fyr ir Heil brigð is stofn­ un Vest ur lands og lög regl una. Árið 2000 bauðst henni síð an að kenna í Grunn skóla Grund ar fjarð ar, sem hún gerði þar til að hún lét af störf­ um fyr ir nokkrum árum. Við grunn­ skól ann kenndi hún eðl is fræði, og þá kom verk fræði mennt un in frá Pól landi að góð um not um. Þetta kann ég! Þeg ar Ela hætti að vinna tók hún til við að hanna skart grip ina. „ Þetta var hobbý hjá mér fyr ir löngu, þeg­ ar ég var í grunn skóla. Macramé er að ferð sem kom in er frá Arabalönd­ un um. Fyr ir mörg um árum hafði ég meiri á huga á því að gera textíl, ýmsa stærri hluti, en það kost aði glás af pen ing um, og svo þeg ar ég sá banda ríska mynd um skart gripa­ gerð hugs aði ég: Þetta kann ég! Og þá fór ég að prófa. Ég gerði nokkra hluti áður en ég opn aði form lega gall er í ið mitt árið 2009. Sama ár tók ég þátt í hand­ verks­ og hönn un ar sýn ingu í Ráð­ hús inu í Reykja vík, sem var í fyrsta og ­ því mið ur ­ síð asta skipt ið sem ég tók þátt í því. En hver veit? Kannski geri ég það aft ur á næstu árum." Skart grip ir Elu eru til sölu í búð henn ar við Fella brekku 3 í Grund­ ar firði, þar sem hún býr, og einnig á hand verks mark aðn um í bæn um, á Nes vegi 5. sn Véla verk fræð ing ur og þýð andi ger ir skart gripi eft ir ar ab ískri for skrift Skart gripa hönn uð ur inn á svöl um heim il is síns, þar sem hún rek ur einnig eXeS gall erý. Ela El ís son í verslun sinni eXeS í Grund ar firði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.