Skessuhorn - 09.01.2013, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Vélstjóri
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Faxaflóahafnir sf óska að ráða til starfa vélstjóra frá og með
2. apríl 2013. Starfið felst aðallega í vélstjórn og
viðhaldsverkefnum á dráttarbátum Faxaflóahafna sf.,
móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum.
Nauðsynlegt er að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði:
Hafi vélstjóraréttindi - VF III•
Hafi sótt námskeið í Slysavarnarskóla sjómanna•
Hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku•
Hafi góða tölvukunnáttu•
Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi, á
Grundartanga og í Borgarnesi og sinna starfsmenn Faxaflóahafna sf.
verkefnum á þeim stöðum. Unnið er alla virka daga 07:00 –17:00.
Umsóknir sendist Faxaflóahöfnum sf. Tryggvagötu 17, 121 Reykjavík
merkt VÉLSTÓRI fyrir 1. febrúar n.k. Þar sem í gildi eru ákvæði laga
um hafnavernd þá er óskað eftir að umsókn fylgi sakavottorð.
Nánari upplýsingar gefur yfirhafnsögumaður í síma 525-8900.
Verðbólgan er versti
óvinur launafólks!
Hver er staðan varðandi endurskoðun kjarasamninga?
Forsendur eru brostnar - en hvað á að gera, þegar
bæði stjórnvaldið og atvinnulífið segir pass!
Stéttarfélag Vesturlands boðar félagsmenn sína til
áríðandi fundar fimmtudaginn 10. janúar kl. 20:00
í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a í Borgarnesi.
Trúnaðarráð félagsins og trúnaðarmenn á vinnustöðum
eru sérstaklega boðaðir á fundinn en hann er jafnframt
ætlaður almennum félagsmönnum.
Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ mætir á
fundinn, fer yfir stöðuna og hugsanleg viðbrögð.
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands þarf að hafa
ákveðið fyrir kl. 16:00 þann 21. janúar hvort núgildandi
kjarasamningum, sem byggja á endurskoðunarákvæði,
verður sagt upp.
Hvað vilja félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands?
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og láta skoðanir
sínar í ljós!
Stéttarfélag Vesturlands
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða
stuðningsfulltrúa í 50% starf inn á starfsbraut á vorönn
2013.
Starfið felst í aðstoð við að sinna nemendum á starfsbraut
og vinna undir leiðsögn kennara að ýmsum verkefnum.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur:
Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki.
Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari.
Umsóknarfrestur er til 18. janúar og skal senda umsóknir til
Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes eða
á netfangið kolfinna@menntaborg.is
Stuðningsfulltrúi óskast
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Snorrastofa í Reykholti
Fyrirlestrar í héraði
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti
Sími: 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Þriðjudaginn 15. janúar 2013 kl. 20:30
Borgfirskar sagnakonur
„Hefði botnlanginn verið lengri, þá hefði sagan
orðið lengri“
Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknarlektor við
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum flytur.
Fyrirlesturinn fjallar um borgfirskar sagnakonur
og ævintýrin þeirra.
Sagt verður frá konunum sjálfum, hvaða
ævintýri þær segja, af hverjum þær lærðu
þau og hvernig þær gera þau að sínum eigin
sögum.
Umræður og kaffiveitingar
Aðgangur kr. 500
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Lýsing á tillögu að deiliskipulagi
í Borgarbyggð
Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir fólkvanginn í Einkunnum í landi
Hamars í Borgarbyggð sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsáformin eru í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 og voru þau samþykkt á
90. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 13.09.2012.
Fyrirhuguð deiliskipulagstillaga nær m.a. til 272 hektara svæðis sem var friðlýst af umhverfisráðherra
árið 2006 en í aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 er svæðið skilgreint sem náttúruverndarsvæði
og landbúnaðarsvæði. Markmið skipulagsins er m.a. að lagfæra aðkomuveg, útbúa bílastæði, fjölga
gönguleiðum, breyta reiðleiðakerfi á svæðinu, byggja upp áningastað fyrir hestamenn, skilgreina lóðir
og byggingarreiti ofl.
Skipulagslýsingin er til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi
Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá 14. – 28. janúar 2013 á skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eigi síðar en
28. janúar 2013 og skulu þær vera skriflegar.
Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagstillöguna og hún kynnt samkvæmt
skipulagslögum nr. 123/2010.
Borgarbyggð í janúar 2013
Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi