Skessuhorn


Skessuhorn - 16.01.2013, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.01.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2013 Lengi býr að fyrstu gerð, er oft sagt, og víst að það eru orð að sönnu. Krist inn Sveins son bygg inga meist­ ari fædd ist í Dag verð ar nes seli í Klofn ings hreppi fyr ir tæp um 90 árum. Krist inn á að baki ein stak an fer il í sinni iðn grein. Auk þess var hann með al braut ryðj enda í svína­ rækt á Ís landi, en hann starf rækti um nokk urt skeið eitt af stærri svína bú­ um lands ins og byggði full kom ið grísa slát ur hús í Reykja vík. Krist inn byggði og hafði um sjón með bygg­ ingu fjölda húsa, margra af stærri gerð inni. Þetta varð úr strákn um sem 12 ára gam all grét yfir mold­ um föð ur síns. En Krist inn var ekki að stæra sig af af rek um sín um þeg ar blaða mað ur Skessu horns átti spjall við hann að Hóla stekk í Breið holti þar sem hann býr enn þá á samt eig­ in konu sinni Mar gréti Jör unds dótt­ ur úr Hrís ey. Krist inn seg ist alla tíð hafa starf að í anda þess sem for eldr­ arn ir kenndu hon um, að vera dug­ leg ur og heið ar leg ur. Það hafi orð­ ið til þess að hann öðl að ist mik­ ið traust sam ferð ar manna sinna og sam starfs manna sem hafa ver ið ó fá­ ir um tíð ina, en 43 eru lær ling arn ir sem Krist inn kenndi réttu hand tök­ in við smíð arn ar. Þá seg ir hann að það sem ekki síst skipti máli, væri að hafa góða og trausta konu sér við hlið, en hann og Mar grét eiga fjög­ ur börn auk þess sem Krist inn átti fyr ir einn son. Það sem þú vilt að aðr ir geri þér... „Að eiga svona góða konu var for­ send an fyr ir því að ég gat helg að mig vinn unni og því sem ég hef starf­ að við. Börn in eru mjög mann væn­ leg og m.a. starf aði Frið geir son ur minn á skrif stof unni hjá mér í 27 ár. Kon an sinnti því oft áður en far­ sím arn ir komu að taka til mín skila­ boð. Sem dæmi get ég nefnt að eitt kvöld þeg ar ég var heima að passa börn in með an hún fór í sauma­ klúbb, að þá hringdi sím inn 37 sinn um hjá mér það kvöld ið, mest­ megn is vegna verk efna sem ég var þá að vinna að eða voru framund an. Ég lærði snemma þá gullnu reglu, að það sem þú vilt að aðr ir geri þér, það skalt þú og þeim gera. Ég hef reynt að lifa eft ir þessu. Ég sagði alltaf við mína starfs menn að ef þeir sýndu dugn að og trú mennsku þá skyldi ég reyn ast þeim vel. Ef þeim fynd ist eitt hvað að finnslu­ vert þá skyldu þeir ræða það við mig fyrst áður en þeir færu að tala um það við aðra. Ég man ekki eft­ ir öðru en að málin væru alltaf leyst í frið semd og aldrei var rif ist, þótt starfs menn irn ir færu upp í 85 þeg ar mest var. Kannski var þetta lyk ill inn að því að mér hélst vel á mönn um og gekk vel að fá smiði þeg ar mik­ ið var að gera og öðr um verk tök um gekk ekk ert að fá iðn að ar menn. Ég þakka mitt far sæla lífs hlaup með­ al ann ars því sem ég fékk í vega­ nesti úr gamla Klofn ings hreppi. Ég á enn þá bú stað á mín um bernsku­ slóð um. Þar er kyrrð in oft mik il og fal legt að horfa yfir Breiða fjörð inn, ekki síst þeg ar kom ið er upp á fjall­ ið. Þá hugs ar mað ur hvað sé hægt að hugsa sér dýr legra í þess ari ver­ öld." Missti föð ur sinn 12 ára gam all Krist inn fædd ist eins og áður seg ir í Dag verð ar nes seli í Klofn ings hreppi 17. októ ber 1924, en það an eru ein­ ung is um tvær bæj ar leið ir norð ur á Klofn ing, sem skil ur að Fells strönd og Skarðs strönd. Krist inn öðl að­ ist sína barna skóla mennt un í far­ skóla eins og þá var títt, kennt var til skipt is úti í eyj um, Pur kn ey og Arn ey, og á bæj un um Lang eyj ar­ nesi, Kven hóli og í Dag verð ar­ nes seli. For eldr ar Krist ins, Sveinn Hall gríms son og Sal ome Krist­ jáns dótt ir, fluttu frá Seli í Kven hól 1932. Þau byggðu ný býl ið Sveins­ staði í landi Kven hóls og voru ný­ flutt í hús ið, í sept em ber 1936, þeg ar Sveinn fað ir Krist ins lést 26. nóv em ber. Krist inn var þá að eins 12 ára gam all. „ Pabbi var bú inn að vera veik ur um tíma og hafði feng ið töfl ur hjá Stef áni Guðn a syni lækni í Búð ar dal. Hon um var svo vís að í ap ó tek í Stykk is hólmi til að fá töfl­ ur til við bót ar. Þeg ar hann var ný­ bú inn að taka fyrstu töfl urn ar úr þeim skammti fann hann strax fyr­ ir ó not um. Hann sagði þá við bróð­ ur minn sem var að eins eldri en ég: „ Farðu Nonni minn í fjár hús ið fyr ir mig, ég ætla að leggja mig að eins en kem svo eft ir svona 20 mín út ur." Sá tími var ekki lið inn þeg ar pabbi var dá inn," seg ir Krist inn. Hann seg ir að vita skuld hafi það ver ið gríð ar­ legt á fall að missa góð an föð ur, sem með al ann ar tók á móti átta af tíu börn um sín um, en Krist inn er sá fimmti í röð inni ofan frá. „ Mamma sýndi ó trú leg an dugn að með okk­ ur börn in. Við vor um sjö systk in in enn heima og mesti ótt inn var við að hópn um yrði sundrað. Við vor­ um öll á kveð in í því að vera dug­ leg og hjálpa mömmu. Eldri bróð­ ir okk ar, sem þenn an vet ur var í vinnu mennsku á bæ í Mos fells sveit, fékk sig laus an og kom heim til að ann ast búið með mömmu." Litli grís inn Ein skærasta æskuminn ing Krist ins teng ist litl um grís sem fjöl skyld an fékk gef ins vor ið eft ir að heim il is­ fað ir inn dó. „Bróð ir mömmu kom þá í heim sókn til að sjá hvern ig fjöl­ skyld unni reiddi af. Hann sagði við mömmu að það væri ó mögu legt fyr ir okkur að hafa ekki út varps­ tæki. Hann gaf okk ur lít inn grís til að ala yfir sum ar ið og svo gæt um við keypt út varps tæki fyr ir and virði gríss ins um haust ið þeg ar hon um yrði slátr að. Ég tók að mér að sjá um grís inn, gefa hon um og fóstra um sum ar ið. Hann tók miklu ást­ fóstri við mig og ég við hann. Ég færði hon um stund um bita af mín­ um mat og grís inn elti mig um allt eins og hund ur. Það voru þung spor fyr ir mig um haust ið þeg ar grís inn var flutt ur til slátr un ar. Ég hjálp aði við að bera hann upp á hest vagn inn, en að því loknu laum að ist ég upp fyr ir hlöð una og grét, al veg bug að­ ur af sorg yfir að hafa misst grís inn. Það voru síð an mjög blendn ar til­ finn ing ar þeg ar út varps tæk ið kom. Þótt oft væri gam an að hlusta á það, kom alltaf upp hjá mér að ég sakn­ aði gríss ins litla og fannst ég standa í skuld við hann, sér stak lega af því ég hjálp aði til við að færa hann til slátr un ar." Í vetr ar mennsku Sext án ára gam all réði Krist inn sig í vetr ar mennsku á bæ inn Efra­Hvol í Mos fells sveit. „Ég þekkti fólk ið þar ekki neitt, en var af skap lega hepp­ inn. Þetta var á kaf lega gott fólk sem reynd ist mér mjög vel, bæði hús­ ráð end ur og börn in þeirra. Ég var svo heima að sumr inu til að hjálpa til við bú skap inn. Vet ur inn eft ir, þeg ar ég var 17 ára var breta vinn­ an byrj uð. Þar á með al var mik ið að gera í Mos fells sveit inni og ég réði mig í vinnu til Karls Sæ munds son­ ar bygg inga meist ara. Fað ir minn var á kaf lega hand lag inn mað ur og á þess um tíma var mik ið af svoköll­ uð um „gervi smið um," sem gáfu sig oft upp þótt ó lærð ir væru sem full­ gild ir smið ir, en voru mis jafn lega hand lagn ir og vand virk ir. Þeg ar For eldr ar mín ir kenndu mér að vera dug leg ur og heið ar leg ur Krist inn Sveins son á að baki ein stak an fer il í bygg inga starf semi og svína rækt Krist inn Sveins son bygg inga meist ari get ur á sínu 90. ald ursári lit ið stolt ur yfir far inn veg. Krist inn með við ur kenn ing una sem hann fékk frá stjórn Svína rækt ar fé lags Ís­ lands, fyr ir starf sitt að mál efn um grein ar inn ar, en hann var for mað ur fé lags ins fyrstu sex árin. Krist inn og kona hans Mar grét Jör unds dótt ir á góðri stund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.