Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2013, Page 31

Skessuhorn - 20.03.2013, Page 31
31MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2013 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Erf ið ir leik ir biðu Snæ fells í loka­ um ferð um Dom in os deild ar karla í körfu bolta í lið inni viku. Fyrri leik­ ur liðs ins var sl. fimmtu dag þeg ar Þórs ar ar frá Þor láks höfn voru sótt ir heim. Um mik inn spennu leik var að ræða. Snæ fell byrj aði leik inn mun bet ur en heima menn og voru komn­ ir níu stig um yfir um miðj an fyrsta leik hluta. Heima menn minnk uðu mun inn áður en leik hlut an um lauk og var stað an að hon um lokn um 18:22 fyr ir Hólmara. Stað an í hálf­ leik var síð an 48:43 fyr ir Þór. Lið­ in skipt ust á um að hafa for ystu í þriðja leik hluta og hafði Snæ fell yfir að hon um lokn um 67:70. Leik ur­ inn var í járn um í loka leik hlut an um. Þórs ar ar náðu þó góðri rispu sem tryggði þeim sjö stiga for skot sem Hólmar ar náðu ekki að brúa þrátt fyr ir mikla bar áttu á síð ustu and­ ar tök um leiks ins. Sig ur inn féll því Þórs meg in og var loka stað an 95:92. Hinn stóri og stæði legi Ryan Amaroso var at kvæða mest ur Hólmara í leikn um með 28 stig og 21 frá kast. Jay Threatt kom næst ur með 22 stig og þá skor aði Sig urð­ ur Þor valds son 14 stig. Jón Ó laf ur Jóns son var með 9 stig, Pálmi Freyr Sig ur geirs son 8, Haf þór Ingi Gunn­ ars son 8, Stef án Kar el Torfa son 2 og Ó laf ur Torfa son 1. Hólmar ar mættu loks spræku liði Njarð vík inga í Stykk is hólmi í loka­ um ferð inni á sunnu dag inn. Njarð­ vík ing ar voru betri í upp hafi leiks en jafn fræði var með lið un um eft ir því sem leið á hálf leik inn. Stað an í hálf leik 44:43. Njarð vík ing ar mættu grimm ir til leiks í seinni hálf eik og náðu góðri for ystu þeg ar þriðja leik­ hluta lauk 65:57. Fjórði leik hluti var hins veg ar eign heima manna sem gáfu sig all an í leik inn með mik illi bar áttu. Frammi stað an skóp fjög­ urra stiga sig ur að lok um 83:79 sem tryggði Hólm ur um þriðja sæti Dom in os deild ar inn ar. Sig urð ur Þor valds son var stiga­ hæst ur í liði Snæ fells í leikn um með 22 stig. Ryan Amaroso kom næstu með 21 stig, Jay Threatt var með 10, Sveinn Arn ar Dav íðs son 9, Jón Ó laf ur Jóns son 9, Pálmi Freyr Sig­ ur geirs son 8 og Stef án Karl Torfa­ son 4. Þar sem Njarð vík hafn aði í sjötta sæti mæta Hólmar ar þeim á nýj an leik í átta liða úr slit um. Þar má bú­ ast við hörku viður eign eins og leik­ ur sunnu dags ins sýndi. Fyrsti leik­ ur lið anna fer fram í Stykk is hólmi á föstu dag inn en ann ar leik ur inn í Njarð vík á mánu dag inn. Komi til odda leiks fer hann fram í Stykk is­ hólmi á skír dag. hlh/ Ljósm. Sum ar liði. Kvenna lið Snæ fells tap aði fyr ir topp liði Kefla vík ur 71:64 sl. mið viku dags kvöld þeg ar heil um ferð fór fram í Dom in os deild inni. Lið in skipt ust á að hafa for ystu í upp­ hafi leiks ins en fljót lega skut ust Snæ fells kon ur fram úr með góð­ um leik og höfðu þær yfir 23:15 að lokn um fyrsta leik hluta. Snæ­ fell hélt á fram for yst unni í öðr um leik hluta og voru yfir þeg ar geng­ ið var til hálf leiks 39:34. Kefla­ vík snéri leikn um sér í hag í upp­ hafi þriðja leik hluta og komst yfir. Snæ fell var ekki langt und an Kefl­ vík ing um sem þó leiddu að lokn­ um þriðja leik hluta með þrem ur stig um 51:48. Í loka leik hlut an­ um réði Kefla vík hins veg ar ferð­ inni og náðu Hólmar ar ekki að kom ast yfir á nýj an leik. Kefla­ vík ur kon ur upp skáru því sig ur að end ingu og tryggðu sér þar með deild ar meist ara tit il inn í Dom in­ os deild inni. Hild ur Sig urð ar dótt ir var stiga­ hæst í liði Snæ fells að þessu sinni með 23 stig, Ki eraah Mar low kom næst með 16 stig og þá skor­ aði Hild ur Björg Kjart ans dótt­ ir 12 stig. Einnig skor uðu þær Berg lind Gunn ars dótt ir 8 stig, Helga Hjör dís Björg vins dótt ir 3 og Rósa Ind riða dótt ir 2. Snæ­ fell verm ir ann að sæti Dom in os deild ar þrátt fyr ir tap ið og hef­ ur 38 stig. Lið ið er ör uggt með sæti í úr slita keppn inni en það á ein ung is eft ir tvo leiki í deild ar­ keppn inni. Næsti leik ur Snæ fells fer fram í kvöld, 20. mars í Stykk­ is hólmi, þeg ar lið ið fær Njarð vík í heim sókn. hlh Meist ara flokk ur Grund ar fjarð ar í blaki karla mætti kol leg um sín um frá Hvera gerði er UMFG og Ham­ ar átt ust við í annarri deild suð­ ur í blaki fimmtu dag inn 14. mars síð ast lið inn. Þetta var úr slita leik­ ur um hvort lið ið myndi lenda í neðsta sæti í deild inni en fyr ir leik­ inn voru Ham ars menn á botn in um með 5 stig en UMFG í næst neðsta sæti með 6 stig. Gest irn ir byrj uðu viður eign ina mun bet ur og sigr uðu fyrstu hrin una 25­20 og komust með því í 1­0 for ystu. Í annarri hr­ inu mættu gest irn ir enn grimmari til leiks og voru með yf ir burða for­ ystu fram an af en UMFG náði að­ eins að komst inn í leik inn en þó dugði það ekki til því Ham ar sigr­ aði þá hr inu einnig 25­19 og komst í 2­0 og virt ust vera að sigla þessu heim. En í þriðju hrin unni mættu heima menn á kveðn ari og ætl uðu að selja sig dýrt því þeir höfðu sig­ ur 25­22 og minnk uðu mun inn því í 2­1 og á kveð in spenna hlaup in í leik inn. En Ham ars menn slökktu von ir heima manna í fjórðu hr inu og klár uðu hana 25­19 og sigr uðu því leik inn 3­1 og tóku öll stig in úr viður eign inni. Það fór því þannig að Ham ar lyfti sér úr botns æt inu og fór í 8 stig en UMFG sat eft­ ir á botn in um með 6 stig eft ir vet­ ur inn. El var Þór Al freðs son þjálf ari og for sprakki liðs ins var ó viss um hvað taki við hjá meist ara flokki karla á næsta ári, en ó víst er hvort UMFG sendi karla lið til keppni næsta haust. Hvort að það verð ur leið ir bara tím inn í ljós. tfk Síð asti heima leik­ ur ÍA á leik tíma bil­ inu í 1. deild karla í körfu bolta fór fram á föstu dag inn þeg ar lið­ ið fékk lið Augna bliks frá Kópa vogi í heim sókn á Akra nes. Skaga menn fóru ham för um í upp hafi leiks­ ins og höfðu yfir að lokn um fyrsta leik hluta 41:13. Allt ann ar leik ur var upp á ten ingn um í öðr um leik­ hluta hjá heima mönn um sem slök­ uðu full mik ið á og misstu for skot sitt nið ur í níu stig að hon um lokn­ um 52:43. Augna bliks menn héldu upp tekn um hætti í þriðja leik hluta, jöfn uðu leik inn og komust einu stigi yfir í lok hans 66:67. Loka leik­ hlut inn var æsispenn andi og skipt­ ust lið in á að hafa for ystu. Gest irn ir voru þó betri að il inn á síð ustu and­ ar tök um leiks ins og unnu þeir leik­ inn að end ingu 82:86. Kevin Jolley var stiga hæst ur í liði ÍA með 21 stig. Áskell Jóns son kom næst ur með 18 stig, Hörð ur Niku­ lás son var með 17, Birkir Guð jóns­ son 14, Ómar Helga son 7, Dag ur Þór is son 3 og Sig urð ur R. Sig urðs­ son 2. Ó hætt er að segja að tap Skaga­ manna hafi ver ið grát legt þar sem þeir þurftu nauð syn lega á sigri að halda í botn bar átt unni. Lið ið verm­ ir tí unda og neðsta sæti 1. deild ar með fjög ur stig og á einn leik eft­ ir. Sá leik ur er gegn liði Reyn is frá Sand gerði og fer hann fram næsta föstu dag í Sand gerði. Skaga menn eiga enn mögu leika á að halda sæti sínu í deild inni. Til þess þurfa þeir að sigra Reyn is menn og treysta á að Augna blik tapi sín um loka leik en ÍA hef ur betri stöðu inn byrð is gegn þeim síð ar nefndu. hlh S k a l l a g r í m s m e n n mættu KR og Þór Þor láks höfn í lið inni viku í tveim ur síð­ ustu um ferð um Dom in­ os deild ar karla í körfu bolta. Mik­ ið var í húfi, bæði þurftu Borg nes­ ing ar að bjarga sér frá falli svo og að verja sæti sitt í úr slita keppni deild­ ar inn ar. Fyrri leik ur inn var gegn KR í Vest ur bæn um. Borg nes ing­ ar byrj uðu af krafti í leikn um og léku vel bæði í vörn og sókn. Lið­ ið hafði yfir 21:26 að lokn um fyrsta leik hluta og 46:49 í hálf leik. Skalla­ gríms menn héldu upp tekn um hætti í byrj un þriðja leik hluta og héldu for ystu sinni. Um mið bik leik hlut­ ans tóku KR­ing ar hins veg ar að færa sig upp á skaft ið og náðu að jafna leik inn með góð um sókn ar­ leik. Þeir bættu síð an um bet ur og tryggðu sér níu stiga for skot þeg ar leik hlut an um lauk, 74:65. Eft ir leik­ ur inn var þeim rönd óttu auð veld ur og varð loka stað an 98:78 fyr ir KR. Car los Med lock var stiga hæst ur Borg nes inga í leikn um með 35 stig. Hörð ur Hreið ars son kom næst ur með 19 stig og þá skor aði Páll Axel Vil bergs son 18 stig. Einnig skor­ uðu Orri Jóns son 3 stig, Sig mar Eg ils son 2 og Trausti Ei ríks son 1. Síð asti leik ur deild ar keppn inn­ ar fór fram á sunnu dag inn þeg ar Þórs ar ar komu í heim sókn í Borg­ ar nes. Mik il stemn ing var á leikn­ um og á horf enda bekkirn ir þétt setn ir á horf end um. Jafn fræði var með lið un um í fyrri hálf leik og leiddu heima menn að jafn aði með nokkrum stig um. Und ir lok ann­ ars leik hluta sigu Þórs ar ar fram úr og höfðu yfir í hálf leik 49:46. Seinni hálf leik ur var eign gest anna sem léku afar vel. Skalla gríms menn börð ust hins veg ar vel og hleyptu Sunn lend ing um ekki langt frá sér. Minnst ur fór mun ur inn í eitt stig milli lið anna í byrj un fjórða leik­ hluta. Ekki komust heima menn lengra því Þórs ar ar léku vel það sem eft ir lifði leiks og sigr uðu að lok um 109:96. Car los Med lock átti stór leik í liði heima manna og skor aði 43 stig. Páll Axel Vil bergs son kom næst­ ur með 23 stig, Hörð ur Hreið ars­ son var með 12, Birg ir Þór Sverr­ is son 6, Trausti Ei ríks son 5, Dav­ íð Ás geirs son 4, Orri Jóns son 2 og Sig mar Eg ils son 1. Þrátt fyr ir töp in tvö í síð ustu leikj um deild ar keppn inn ar er Skalla grím ur á fram í úr vals deild­ inni og það sem meira er þá hreppti lið ið sæti í úr slita keppn inni. Úr­ slit ann arra leikja réðu þessu og því má segja að lukk an hafi ver ið með Borg nes ing um að þessu sinni. Skalla gríms menn mæta deild ar­ meist ur um Grinda vík ur í úr slita­ keppn inni og fer fyrsti leik ur lið­ anna fram í Grinda vík á föstu dag­ inn. Ann ar leik ur lið anna fer fram á mánu dag inn í Borg ar nesi og ef með þarf fer odda leik ur fram í Grinda­ vík á skír dag. hlh Borg nes ing ar náðu sæti í úr slita keppn inni Karla lið Grund ar fjarð ar féll úr deild inni í blaki ÍA tap aði gegn Augna bliki í sveiflu kennd um leik Kefl vík ing ar höfðu bet ur í toppslagn um Snæ fell mæt ir Njarð vík í átta liða úr slit um

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.