Skessuhorn


Skessuhorn - 10.07.2013, Side 10

Skessuhorn - 10.07.2013, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2013 Byrjað var að frysta makríl í frysti- húsi HB Granda á Akranesi á mánu- daginn. Það var snemma um morg- uninn sem fyrsti aflinn barst á land og var það ísfisktogarinn Ottó N. Þorláksson RE 203, sem sigldi inn í Akraneshöfn með 35 til 40 tonn af makríl. Stuttu síðar hófst svo fryst- ing á aflanum og þar með var mak- rílvertíðin á Akranesi hafin. Verður vertíðin í tvær vikur að þessu sinni og er makríll eini fiskurinn sem verður unninn í húsinu á meðan, að sögn Lilju Þórðardóttur, verkstjóra í landvinnslunni á Akranesi. jsb Safnadagurinn var í Landbúnaðar- safni Íslands á Hvanneyri á sunnu- daginn, eins og í þorra annarra safna landsins. Ýmislegt var í boði enda um 250 manns sem komu við og nutu dagskrárinnar. Farin var kaupafólksganga á Hvanneyrarfit. Meðferðis voru sláttutæki tveggja tíma: Orf og aldraðar dráttarvélar safnsins með tilheyrandi sláttuvél- um. Haldið var örnámskeið í orf- slætti, þar sem Bjarni Guðmunds- son safnstjóri og Sveinn Hallgríms- son bóndi á Vatnshömrum önnuð- ust jafningjafræðsluna. Landbún- aðarsafnið var opið og var aðgang- ur ókeypis. Kvenfélagið 19. júní var með vöfflukaffi í Skemmunni, Hvanneyrarkirkja var til sýnis og einnig Halldórsfjós, en í hlöðu þess fór fram lokaatriði dagskrárinnar - brekkusöngur undir stjórn Bjarna Guðmundssonar og Snorra Hjálm- arssonar bónda á Syðstu Fossum. Reyndist hljómburður hlöðunn- ar vera hinn ágætasti, en prófun hans var einn helsti tilgangur söng- stundarinnar. mm/bg/ Ljósm. Ásdís Helga Bjarnadóttir. Þessa dagana er allt á fullu í og við verksmiðjuhús Norðursalts á Reyk- hólum. Allur búnaður til fram- leiðslunnar er kominn í húsið. Þar er nú unnið að lokafrágangi við húsið um leið og niðursetning bún- aðarins fer fram. Áætlað er að til- raunavinnsla á flögusalti hefjist um næstu mánaðamót og fyrsta fram- leiðslan fari á markað í ágúst. Saltið verður unnið úr sjónum af sölturum sem nostra við það á stórri pönnu, ekkert ósvipað því sem gert var á Reykhólum fyrir nokkrum hundr- uðum árum þegar þar var starfrækt saltverksmiðja á vegum Innrétt- inga, fyrirtækis Skúla Magnússon- ar landfógeta. Í vetur reis á nýja hafnargarðinum á Reykhólum 540 fermetra verk- smiðjuhús Norðursalts. Þessa dag- ana er unnið að niðurlögn sjólagna við garðinn og uppsetningu tanks þar sem sjótakan fer fram. Garð- ar Stefánsson saltari, annar eigandi fyrirtækisins, segir að við tank- inn sé eimingarbúnaður sem eim- ar saltið og náttúruleg næringarefni úr sjónum niður í að þau verði 25% og sjórinn þá enn í vökvaformi. Þegar vökvinn síðar kemur inn yfir pönnuna eykst efnainnihaldið strax í 26% og fellur þá sem fast efni, saltflögur, á pönnuna. Saltarinn nostrar síðan við saltið á pönnunni. „Þetta er handverk og við ætlum að framleiða virkilega góða og fallega afurð sem verður eftirsótt til mat- argerðar,“ segir Garðar. Hann seg- ir að búast megi við að nokkurn tíma taki að fullkomna vinnsluna og vinnsluferlið og varan verði ekki sett á markað fyrr en gæðin standist ýtrustu kröfur. Kúnst í handverkinu Eins og Skessuhorn hefur áður vik- ið að er Norðursalt, saltverksmiðj- an á Reykhólum, dönsk/íslensk samvinna, en meðeigandi Garðars í fyrirtækinu er Sören Rosenkilde. Fyrirtæki þeirra félaga er skemmti- leg skírskotun í söguna þar sem að þeir eru í raun að endurvekja tilraun sem Skúli Magnússon landfógeti gerði í dansk-íslenska félaginu Inn- réttingum um miðja átjándu öld. Þá ætluðu Danir að nútímavæða Ís- land í samvinnu við Skúla m.a. með því að hefja saltvinnslu á Reykhól- um og Reykjanesi. Að grunni til verður sömu tækni beitt við salt- vinnsluna nú og þá, í opnu kerfi á pönnu. „Þetta er ákveðin kúnst sem þarf við framleiðsluna en við höf- um m.a. fram yfir Skúla og félaga nútíma tækni. Við vinnsluna þarf mikla orku og þar kemur hvera- vatnið til góða. Við framleiðum saltið úr hráum sjó úr Breiðafirði, sem að sjálfsögðu er marineraður í öllum þaranum og þörungunum sem þar er að finna áður en hann er eimaður,“ segir Garðar saltari. þá/ Ljósm. bae. Meistaramót golfklúbbsins Leynis hófst á Garðavelli á Akranesi sl. mánudag. Þann dag og þriðju- daginn spiluðu framtíðar kylfing- ar Leynis fimm brautir hvorn dag og aðstoðuðu foreldrar krakkana við spilamennskuna. Krakkarnir skemmtu sér vel á mótinu í mildu og góðu veðri og allir fengu verð- laun og veitingar að keppni lok- inni. Í dag, miðvikudag, hófu eldri kylfingar leik en meistaramót GL stendur yfir fram á laugardag. Þessa daga standa víða um land yfir meist- aramót golfklúbba. sko Makríllinn fór um svipað leyti að veiðast við strendur Vesturlands. Fjöldi manns lagði leið sína niður að bryggju í Grundarfirði síðastliðið mánudagskvöld og bók- staflega mokaði upp makrílnum við höfnina. Það var líf og fjör við höfnina enda margar aflaklær að störfum. Ljósm. tfk. Landvinnsla á makríl hafin í HB Granda á Akranesi Stelpurnar raða makrílnum þétt í lausfrystinn. Ljósm. jsb. Mannmargt á Safnadegi á Hvanneyri Þessir ungu kylfingar Leynis stóðu sig vel og voru að vonum ánægðir með verðlaunapeningana. Ljósm. gó. Ungir kylfingar kepptu á meistaramóti Gert klárt fyrir framleiðslu gæðasalts á Reykhólum Starfsmenn sem vinna við mannvirkin. F.v. Ágúst, Bjarni og loks Garðar Stefánsson. Vörumerkið fyrir flögusaltið frá Reykhólum í merkinu á bílhurðinni. Í því er höfðað til þjóðsagna, svo sem um hafmeyjuna, og skírskotað um leið til gamalla tíma eins og línurnar í merkinu bera með sér. Garðar með málningarrúlluna og Ágúst. Mynd tekin í hafnarminninu á Reykhólum. F.v. bryggjan, Þörungaverksmiðjan og til hægri er hús Norðursalts.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.