Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Qupperneq 9

Skessuhorn - 09.10.2013, Qupperneq 9
9MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Íbúðalánasjóður auglýsir fasteignir til sölu á Akranesi Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Bæjaryfirvöld á Akranesi vinna nú að átaki til að styrkja eldri hluta bæjarins og auglýsir Íbúðalánasjóður því sérstaklega til sölu eftirtaldar fasteignir í eldri hluta Akraneskaupstaðar. Óskað er eftir tilboðum í eignirnar. Auk þess eru þessar eignir Íbúðalánasjóðs til sölu í eldri hluta bæjarins: Akurgerði 11, Akurgerði 17, Akursbraut 9, Garðabraut 2A, Garðabraut 24, Heiðarbraut 47, Höfðabraut 7 og Skólabraut 28. Fasteign Akursbraut 22 Háteigur 4 Kirkjubraut 6A Kirkjubraut 12 Kirkjubraut 32 Krókatún 11 Krókatún 14 Melteigur 10 Skólabraut 33 Sóleyjargata 8 Suðurgata 85 Vesturgata 19 Vesturgata 67 Vesturgata 94 m2 111,2 77,5 111,5 70,8 97,1 84,7 155,0 140,8 116,5 101,1 61,6 162,2 97,9 150,4 Herb. 4 2 4 2 6 4 3 6 5 4 2 3 2 3 Allar þessar eignir eru skráðar á fasteignir.is og mbl.is. Eignirnar eru í sölumeðferð hjá fasteignasölum og kemur fram í vefauglýsingum hverjar þær eru. Þar er að finna nánari upplýsingar um þessar eignir. Tilboðum skal skila til fasteignasala sem hefur eignirnar til sölu fyrir 10. október næstkomandi. Íbúðalánasjóður áskilur sér rétt til að selja þær hverja fyrir sig, nokkrar saman eða allar saman í einu lagi, taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Verslunin Bónus við Digranesgötu í Borgarnesi var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsversl- unum, stórmörkuðum og klukku- búðum víðsvegar um landið mánu- daginn 30. september sl. „Við hljót- um náttúrlega að svífa á bleiku skýi hérna í Borgarnesi yfir þessu, á vel við núna í október þegar árvekniá- tak Krabbameinsfélagsins stendur yfir,“ sagði Einar Pálsson aðstoðar- verslunarstjóri Bónuss í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. Aðspurður sagði hann þó að sama verð væri í öll- um verslunum Bónus og skýringuna á því að Borgarnes hefði mælst ódýr- ust allra verslana þennan dag væri til- viljun og skýrðist væntanlega af að starfsfólk ASÍ hafi einfaldlega kosið að taka verðprufu í Borgarnesi þenn- an dag. „Fyrirfram vitum við aldrei hvenær verðkönnun er gerð, enda væri lítið að marka svona kannanir ef verslanirnar vissu það með fyrirvara. Svo hendum við aldrei verðkönnun- arfólki út,“ segir hann og er þar vænt- anlega að vísa til ónefndrar verslunar á höfuðborgarsvæðinu. „Við gleðj- umst bara yfir þessu,“ sagði Einar og var kampakátur. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 Laugavegi í Reykja- vík eða í meira en helmingi tilvika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru var frá 25% upp í 75% en í þriðjungi tilvika var meira en 75% verðmunur. Mestur var hann hins vegar 187%. Í 10% tilvika var vara óverðmerkt hjá Samkaupum-Strax á Seyðisfirði. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fá- anlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnar- firði eða 119 af 127, Nóatún í Graf- arholti átti til 118 og Krónan Akra- nesi og Hagkaup Seltjarnarnesi áttu 116 vörur. Fæstar vörurnar voru fá- anlegar hjá Samkaupum-Strax eða 81 af 127, 10/11 átti til 87 og Kjarval Hellu átti 89 vörur. Af þeim vörum sem til voru í öllum verslunum má nefna að mikill verð- munur var á 300 gr. smjörva sem var ódýrastur á 286 kr. hjá Bónus en dýr- astur á 439 kr. hjá 10/11 sem er 53% verðmunur. Annað dæmi um mikinn verðmun má nefna Ritz kex 200 gr. sem var ódýrast á 177 kr. hjá Bónus en dýrast á 329 kr. hjá 10/11 sem er 152 kr. verðmunur eða 86%. Pepsi max 2 l. var ódýrast á 209 kr. hjá Bón- us en dýrast á 459 kr. hjá 10/11 verð- munurinn 250 kr. eða 120%. Kakó- ið Swiss Miss m/sykurpúðum 737 gr. var ódýrast á 699 kr./kg. hjá Iceland en dýrast á 927 kr. hjá Samkaupum- Strax, verðmunurinn er 33%. mm Sumarstarfsmenn Matvælastofn- unar, sem sinntu eftirliti með afla- meðferð við löndun, hafa nú lokið störfum. Eftirlitsmenn Mast mældu hitastig afla um 500 báta og voru mælingarnar tæplega 1.900 tals- ins. Eftirfarandi upplýsingar byggja á niðurstöðum Matvælastofnunar: Rúm 90% mælinganna voru gerð- ar á afla handfærabáta og var 70% aflans þorskur, 20% ufsi og 10% aðrar tegundir. Niðurstöður eftir- litsins sýna að kæling afla var betri en í fyrrasumar. Meðalhiti lækk- aði milli ára úr 3,6°C í fyrra nið- ur í 2,7°C í ár en skv. reglugerð nr. 528/2012 skal hitastig afla vera und- ir 4°C fjórum klukkustundum eftir að aflinn er tekinn um borð. Jafnframt lækkaði meðalhiti afla frá júní til júlí þrátt fyr- ir hækkandi sjávarhita. Afla sem landað var í Stykkis- hólmi hafði gengið illa að kæla, meðalhitinn var 4°C og aðeins rétt rúmur helming- ur var undir 4°C. Hins vegar var meðalhiti lægstur á afla lönduðum á Sauðárkróki, eða 1,9°C. Skiptin milli íss og krapa sem kælimiðils var nokkuð jöfn en mjög breyti- leg eftir landshlutum. Þann- ig höfðu þeir sem lönduðu á Siglufirði flestir kælt með krapa, eða 86% en aðeins 24% þeirra sem lönduðu í Ólafsvík. Enn sjást merki um það viðhorf að ekki sé þörf á kælingu afla. Hlutfall þeirra sem lönduðu ókældum fiski fór hæst í 6% og var það á Rifi. Þá kom það fyrir að svokallaður með- afli var ekki kældur. Þegar á heildina er litið var með- ferð afla nokkuð góð. Um borð var aflinn yfirleitt geymdur í lest eða í lokuðu kari á dekki, aðeins í 10% tilfella var afli óvarinn á dekki. Vel var staðið að þrifum og umgengni góð í 90% skoðaðra báta. Skoðaðar voru 20 hafnir af u.þ.b. 60 höfnum sem við landið eru og fengu flestar þeirra nokkuð góða einkunn. Yfirleitt var umgengni um löndunarsvæðið góð, löndunar- búnaður hreinn og vatn til þrifa að- gengilegt. Hafnirnar á Arnarstapa, í Grundarfirði, í Dalvík og á Skaga- strönd komu sérlega vel út. Nokk- uð var um að fugl kæmist í aflann og komu þar hafnirnar í Ólafsvík, Sandgerði, Siglufirði, Stykkishólmi og á Skagaströnd við sögu. Að mati eftirlitsmanna er mest þörf á úrbótum við þrif á löndunar- körum. Algengast var að löndunar- kör á höfnum, sem merkt eru Um- búðamiðlun, væru óhrein og að þau væru ekki þrifin fyrir notkun. Nán- ari upplýsingar um niðurstöður eft- irlitsins má nálgast á vefnum www. mast.is mm Bónus í Borgar- nesi ódýrust Matvælastofnun fylgdist með meðferð afla í 20 höfnum Sjómenn af Árna á Teigi GK með vel ísaðan stórþorsk í aflanum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.