Skessuhorn - 09.10.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Særif SH 25 frá Rifi var aflahæsti
smábáturinn á Vesturlandi á mak-
rílvertíðinni í sumar. Þetta var
fyrsta sumarið sem makrílveiðar
voru stundaðar á bátnum. Jóhann
Rúnar Kristinsson skipstjóri og út-
gerðarmaður bátsins segir að mak-
ríllinn sé mjög góð viðbót við aðr-
ar veiðar. Þessi fiskur skapi verk-
efni um sumarmánuðina sem fram
til þessa hafi verið dauflegir í út-
gerð margra minni báta og hjá fisk-
vinnslufyrirtækjum. Jóhann tel-
ur engan vafa leika á því að mak-
ríllinn hafi mikil og skaðleg áhrif á
lífríkið og þá sérstaklega fuglalífið.
Kríuvarpið við Rif hafi nú misfarist
gersamlega nokkur ár í röð. Jóhann
segir augljóst að það tengist mak-
rílgöngunum í Breiðafirði og Faxa-
flóa um sumartímann.
Skemmtilegar veiðar
sem fylla dauðan tíma
Það var fyrir um það bil fjórum
árum að menn fóru að verða var-
ir við makrílgöngur á grunnslóð við
Snæfellsnes. Jóhann hefur stundað
eigin útgerð í 20 ár en ekki veitt
makríl fyrr en nú í sumar. Ásamt
honum hafa sonur hans Friðþjófur
Orri, Víðir Haraldsson og Hösk-
uldur Árnason verið með Særif SH
á veiðunum. „Þetta var fyrsta sum-
arið okkar á þessum veiðiskap. Við
breyttum bátnum fyrir þær eft-
ir grásleppuvertíðina í vor og hóf-
um svo veiðar 8. júlí. Við byrjuð-
um í Breiðafirðinum og fengum
rúmlega 1.600 kíló í fyrsta róðrin-
um. Þetta fór strax að ganga vel,“
segir Jóhann. Hann lítur á makríl-
veiðarnar sem góða viðbót við ann-
an veiðiskap. „Undanfarin ár hefur
báturinn legið við bryggju í um þrjá
mánuði yfir sumartímann. Makríl-
veiðarnar fylla upp í þessa eyðu.
Síðasti makrílróðurinn okkar í ár
var 22. september. Við fórum þá
strax yfir á línuveiðar eftir bolfiski
og róum frá Rifi og Arnarstapa.“
Jóhann segir að makrílveiðarn-
Fiskifræðingar alþjóða hafrann-
sóknaráðsins mæla með því að
heildarkvóti á makríl í Norð-
ur Atlantshafi verði aukinn í
890.000 tonn á næsta ári. Ráð-
gjöfin í ár hljóðaði upp á 542.000
tonn þannig að hér er um að ræða
rúmlega 60% aukningu. Reyndar
var lítt farið eftir ráðgjöf fræðing-
anna í ár því þjóðirnar sem stunda
makrílveiðar hafa samanlagt veitt
á bilinu 900.000 til milljón tonn
á þessu ári. Makríllinn hefur ver-
ið áberandi sumargestur und-
an Vesturlandi undanfarin ár. At-
hygli vakti í sumar þegar norsk-
ir fiskifræðingar stigu fram í fjöl-
miðlum og mæltu með því að
veiðar á markíl yrðu gefnar frjáls-
ar því stofninn væri orðinn nán-
ast eins og engisprettuplága sem
þurrkaði upp allt æti í hafinu með
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyr-
ir aðra fiskistofna. Það endur-
speglast kannski í því að stofn
norsk íslensku síldarinnar virðist
vera í mikilli dýfu. Fiskifræðing-
ar treysta sér ekki til að mæla með
því að meira en 418.000 verði
veidd af henni á næsta ári. Það
er lækkun úr 619.000 tonna ráð-
gjöf fyrir þetta ár. Skerðingin yrði
þá alls 201.000 tonn í síldinni eða
32%. Á hinn bóginn er mælt með
aukinni kolmunnaveiði á næsta
ári. Fræðingar telja óhætt að auka
veiðar á kolmunna úr 643.000
tonnum í ár, upp í 949.000 tonn á
næsta ári. mþh
Makrílstofninn er í miklum vexti ef marka má fiskifræðinga.
Mæla með stórauknum
aflaheimildum í makríl og
kolmunna en lækkun í síld
Frá vinnslu á makríl á Akranesi í
sumar.
„Það er engin spurning að makríllinn
hefur mikil áhrif á lífríkið“
Rætt við Jóhann Rúnar Kristinsson útgerðarmann og skipstjóra í Rifi
ar séu að mörgu leyti heillandi. „Í
sumar fórum við til að mynda fjóra
sólarhringa norður í Steingríms-
fjörð á Ströndum. Við sigldum á
bátnum norður fyrir Vestfirði og
náðum þarna í skottið á mikilli mak-
rílgengd. Það var óskaplega gaman
þó við værum þar aðeins í tvo daga
áður en við snerum aftur heim. Þar
hef ég aldrei séð annað eins ævin-
týri. Þar voru 40 til 50 bátar á veið-
um á litlu svæði og margra klukku-
tíma bið eftir að landa.“
Jóhanni telst til að allt að tíu bátar
frá Rifi hafi róið til makrílveiða
í sumar. „Svo var hellingur af að-
komubátum bæði hér og í Ólafsvík.
Það fylgir þessu mikið líf. Makríll-
inn er bónus. Það munar um þess-
ar veiðar þó þær séu kannski ekki í
sjálfu sér mikil uppgrip.“
Mikil fjárfesting en
góður afli
„Verðið sem við fáum fyrir mak-
rílinn mætti svo sem vera hærra en
það segir maður svo sem alltaf,“
segir Jóhann og kímir. Hann seg-
ir að makríllinn sem Særif SH afl-
aði hafi farið í Sjávariðjuna í Rifi og
til Frostfisks í Þorlákshöfn. „Það
var dýrt að græja sig á þessar veið-
ar. Við áttum ekkert til þess. Renn-
urnar keyptum við frá Stálfélaginu
á Akranesi og sex tölvurúllur frá
DNG á Akureyri. Svo fjárfestum
við í nýjum dýptarmæli. Þetta kost-
aði um tíu milljónir króna, - miklir
peningar en við tókum þann púls-
inn í hæðina að reyna að hafa það
besta í þessu.“
Makríll var besta beitan
Makríllinn er mikil búbót bæði fyr-
ir útgerðarmenn, sjómenn og fisk-
vinnslur. Hann hefur líka reynst
verðmætur sem beita á línuna þegar
skipt er yfir á hana á haustin. „Við
höfum notað makrílinn í beitu nú
í haust. Ég keypti mér eitt frysti-
tæki í fyrra og fékk þá bara makríl á
bryggjunum hjá mönnum og frysti
fyrir sjálfan mig. Það kom vel út á
haustmánuðunum. Það var eins og
þorskurinn hér væri búinn að venja
sig á að éta makrílinn um sumarið
því það var eina beitan sem gaf ár-
angur í október og nóvember. Þeir
sem ekki voru með makrílbeitu
urðu bara að fara í burtu af miðun-
um hér við Snæfellsnesið og veiða
annars staðar. Fiskurinn tók ekk-
ert annað en makríl. Í sumar tók ég
makríl sem við veiddum og frysti
eins og í fyrra. Ég hef notað hann
núna. Allir bátar sem róa héðan á
línu beita makrílnum núna.“
Makríllin er vágestur
fyrir lífríkið
Jóhann hefur búið alla tíð á Hell-
issandi og Rifi. Eins og svo marg-
ir sjómenn fylgist hann grannt með
lífríkinu. Það er enda einkenni
góðra fiskimanna að hafa tilfinn-
ingu fyrir sveiflum náttúrunnar og
kunna að lesa í þær. „Það er engin
spurning að makríllinn hefur mik-
il áhrif á lífríkið. Ég hika ekki við
að kalla þetta engisprettur hafs-
ins. Þetta étur allt sem fyrir verður.
Ekki síst sílið. Hér á Rifi er það sem
kannski var á sínum tíma stærsta
kríuvarp í heimi. Nú í sumar hvarf
öll krían þegar makríllinn var búinn
að vera hér í viku. Hið sama gerðist
í fyrra og líka í hitteðfyrra. Þessi tvö
árin þraukaði hún lengur en nú fór
hún fyrr. Hún yfirgaf bara ungana í
hreiðrunum. Varpið misfórst alger-
lega. Við sáum tvo fleyga kríuunga
nú í haust. Í fyrra sáum við engan.
Áður voru ungar út um allt, jafnvel
hér við húsdyrnar og vöppuðu hér
um. Það var rosalega mikið varp hér
árið áður en makríllinn kom fyrst
fyrir svona fjórum árum síðan. Þá
kom krían upp mjög mörgum ung-
um. Eftir á að hyggja var þetta eins
og fyrirboði um að eitthvað slæmt
væri í vændum. En þarna sjáum við
alveg hvernig breytingarnar verða
í lífríkinu hér. Ég tengi þetta beint
við makrílinn. Það stórsér á varp-
fuglinum í björgunum. Mér finnst
ritan nánast vera horfin. Fjöldi
skarfa voru alltaf hér í höfninni að
veiða en nú sjást þeir ekki lengur.
Það virðist allt láta undan. Makríll-
inn étur allt sem hann kemst yfir.“
Það bjargar þó öllu fyrir bolfisk-
inn að mikið er af síld við Snæfells-
nes. „Sem betur fer er mikið æti
fyrir bolfisk í Breiðafirði, aðallega
vegna þess að það er allt fullt af síld.
Í sumar er búið að vera mjög mik-
ið af súlu í firðinum sem er góðs
viti. Síðan er það auðvitað makríll-
inn. Sílið er það eina sem er lítið
af. Bolfiskurinn á borð við þorsk-
inn virðist ná að bæta sér það upp
með því að snúa sér að síld og mak-
ríl í staðinn.“
Veðjar á makrílinn
næsta sumar
Fjölskylduútgerð Jóhanns sem ger-
ir út Særif SH, ætlar að halda áfram
að stunda makrílveiðarnar um sum-
artímann. Nýrrar og dýrmætr-
ar reynslu hafi verið aflað í sumar.
Hann þykist þó vita að makríllinn
geti orðið hverfull sjávarafli í fram-
tíðinni. „Ég veit ekki hvort það var
meira af makríl í ár, ég stundaði
ekki veiðar á honum í fyrra svo ég
hef ekki þann samanburð. Ég held
hins vegar að hann hafi hegðað
sér öðruvísi í ár. Mér fannst hann
dreifðari. Sjórinn var kaldari í sum-
ar heldur en í fyrrasumar. Ég er
nokkuð viss um að sjórinn við land-
ið er að kólna. Að vísu voru fleiri
bátar við veiðarnar í ár en áður. Það
var mikil umferð yfir makrílnum og
hann er styggur. Það þarf að læðast
að honum. Við veðjum á að það sé
einhver framtíð í markílveiðunum.
Ég trúi reyndar að þetta kvikindi
hverfi jafn snöggt af Íslandsmið-
um og það birtist. Þess vegna gæti
hann horfið á næsta ári,“ segir Jó-
hann Rúnar Kristinsson um leið og
hann hverfur á braut á fjórhjólinu
niður á höfn að sinna útgerðinni.
mþh
Makríl landað á Snæfellsnesi í sumar.
Jóhann Rúnar Kristinsson útgerðarmaður og skipstjóri á Særifi SH 25.
Særif SH 25 landar makríl í Hólmavíkurhöfn í sumar. Ljósm. Jón Magnússon.
Það kostar mikið að búa trillu á markílveiðar. Útbúnaðurinn er flókinn þar sem
rúllur og rennur setja sterkan svip á bátana. Hér er María SH-14 frá Stykkishólmi
að veiðum á Steingrímsfirði í sumar. Ljósm. Jón Magnússon.