Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Qupperneq 14

Skessuhorn - 09.10.2013, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Í sumar hófust endurbætur á Grímshúsinu í Brákarey í Borgar- nesi. Það er hollvinafélag hússins, Grímshúsfélagið, sem stendur fyrir framkvæmdunum. Í þessum fyrsta áfanga var skipt um þak á húsinu, spýtu fyrir spýtu, og sett lituð ál- klæðing á það. Reiknað hafði ver- ið með því að hægt væri nota hluta þakviðanna sem fyrir voru en svo reyndist ekki vera. Þetta varð því mun dýrari framkvæmd en ætl- að var í upphafi, að sögn Sigvalda Arasonar stjórnarmanns í Gríms- húsfélaginu. Félagsmenn eru bæði konur og karlar, á öllum aldri, sem fáir eru tilbúnir til erfiðra og vanda- samra sjálfboðastarfa eins og þak- smíði. Því voru fengnir til verks- ins fagmenn sem eru vanir slíkum störfum. Er því tómahljóð í sjóðum Grímshúsfélagsins nú sem stend- ur og félagið í talsverðri skuld við verktakann sem tók að sér að end- urbyggja þakið. Þá er það stefna stjórnar félagsins að reyna á næsta ári að ráðast í annan áfanga við end- urbætur á húsin, sem er að skipta um glugga og hurðir. Sigvaldi segir að Grímshúsfélagið sendi nú ákall til velunnara félagsins þess efnis að láta peninga af hendi rakna. Byggt yfir útgerð metaflaskips Eins og Skessuhorn hefur greint frá byggjast áformin um endur- gerð Grímshússins ekki síst á því að þar verði komið upp safni um út- gerðarsögu Borgfirðinga og jafnvel einnig atvinnustarfsemi í Brákarey um tíðina. Samvinnufélagið Grím- ur var stofnað í ársbyrjun 1933 og fljótlega keypti félagið eitt frægasta skipið í síldarflotanum fyrr og síð- ar, Eldborgina. Hún var m.a. afla- hæsta skipið á tveimur síldarvertíð- um fyrir Norðurlandi og setti afla- met sumarið 1943. Þessi velgengni Eldborgarinnar undir styrkri stjórn Ólafs Magnússonar aflaskipstjóra varð til þess að stjórnarmenn í Grími fór að huga að byggingu að- stöðuhúss sem stórlega skorti fyr- ir starfsemina. Viðir í húsið voru fluttir á dekki Eldborgar í baka- leið þegar hún var í ísfisksflutning- um til Englands. Grímshús var síð- an byggt 1942. Þegar hallaði mjög undan fæti hjá útgerðarfélaginu Grími og það var að lokum gjald- þrota um 1950 minnkuðu umsvif í húsinu. Þar var skrifstofa útgerð- arinnar á efri hæð og aðstaða fyr- ir veiðarfæri og fleira á neðri hæð- inni. Grímshúsið tengist reyndar í framhaldinu siglingum flóabáta um Faxaflóa. Í þeim voru Borgnesingar í fararbroddi um árabil og gerðu út nokkur skip til faraþega- og vöru- flutninga um Faxaflóa, síðast Akra- borgina. „Við Borgnesingar sáum alltaf um að taka Akurnesinga með svo þeir kæmust til Reykjavíkur,“ sagði Sigvaldi borubrattur þegar hann hitti blaðamann Skessuhorns við Grímshúsið í liðinni viku. Hátt í tvö hundruð félagar Sigvaldi segir að félagar í Gríms- húsfélaginu séu orðnir hátt í tvö hundruð. „Við eigum viljann og áhugann til framkvæmdanna en vantar enn peningana,“ segir Sig- valdi. Hann rifjar í leiðinni upp að þegar Grímsfélagið var stofn- að á sínum tíma, var það gert í lík- ingu við stofnun Eimskipafélags Ís- lands. „Mikil almenn þátttaka náð- ist og dæmi voru um að barnmargar fjölskyldur lögðu fram 500 krónur í stofnframlag. Örfáum árum síðar þegar arður var greiddur út úr fé- laginu hafði sú upphæð fjórfaldast. Útgerðarsagan hér í Borganesi er mjög merkileg,“ segir Sigvaldi. Eitt af fyrstu verkum Grímshúsfélagsins var einmitt útgáfa Útgerðarsögu Borgfirðinga, Víst þeir sóttu sjó- inn. Hún kom út 2011 og var skrif- uð af Ara Sigvaldasyni. Þakið styrkt til muna Svo aftur sé vikið að framkvæmd- um í Grímshúsi, þá urðu miklar skemmdir á húsinu í bruna rétt upp úr 1980. Þá eyðilögðust viðir í þaki. Í sumar voru þeir endurnýjaðir al- gjörlega og þakið styrkt til muna frá því áður var. Í mæni var komið fyrir voldugum límtrésbita og sperrurn- ar eru þéttari og efnismeiri en áður til að styrka þakið og á það er komið litað ál í stað þakjárns. Þegar húsinu verður lokað til fullnustu með nýj- um gluggum og hurðum, verður í framhaldinu unnið að sprunguvið- gerðum utan húss. Steypan í hús- inu er góð og sterk en veggir tals- vert sprungnir. Komið verður fyr- ir millilofti í húsinu að nýju, en það varð einnig eldinum að bráð. Sig- valdi segir að félagið muni á næstu árum kappkosta að koma húsinu í það ástand að hægt verði að huga að framtíðarstarfsemi í því. Vænt- anlega hýsi það safn um útgerðar- og atvinnusögu Borgfirðinga ásamt ýmiskonar öðrum samfélagslegum verkefnum fyrir íbúa Borgarbyggð- ar og gesti þeirra. Hann hvetur alla velunnara þessarar sögu og Gríms- hússins að leggjast nú á árar og leggja inn á bankareikning félagsins sem er: 0326-13-5811. Kennitalan er 581111-0370. Grímshús er engu að síðu í eigu sveitarfélagsins Borg- arbyggðar, þótt Grímshúsfélagið beiti sér fyrir endurgerð þess. þá Kirkjan að Innra-Hólmi í Hval- fjarðarsveit er orðin mjög illa far- in vegna aldurs og skorts á viðhaldi. Þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir hef- ur lítið sem ekkert fjármagn fengist til viðhalds um áratugaskeið. Sjóðir kirkjunnar eru magrir. Sóknargjöld hrökkva ekki einu sinni fyrir rekstr- arkostnaði byggingarinnar. Nú er svo komið að kirkjunni er hætt við eyðileggingu verði ekkert að gert á næstunni. Hún heldur hvorki vatni né vindum. Sögufrægur staður Innra-Hólmskirkja blasir við veg- farendum á vinstri hönd þegar ekið er upp úr Hvalfjarðargöngum norð- anmegin. Hún stendur á landnáms- jörð og er talin einn elsti kirkju- staður landsins. Kirkja mun senni- lega fyrst hafa risið þar fyrir kristni- töku árið 1000. Innri-Hólmur var kirkjustaður óslitið til ársins 1814 en þá var kirkjan þar lögð af. Hún var síðan endurreist 1891 þegar nú- verandi kirkja var byggð og vígð ári síðar. Kirkjan að Innra-Hólmi er því ríflega 120 ára og þannig með elstu kirkjubyggingum á Vestur- landi. „Sérfræðingar Húsafriðunar- nefndar og fleiri aðilar mátu ástand kirkjunnar árið 2002. Í framhaldinu voru gerðar tillögur um endurbæt- ur sem fólust í því að kirkjan yrði færð í upprunalegt horf. Viðgerð- ir sem þyrftu að fara fram á kirkj- unni yrðu dýrar og það er ekki hægt að hefjast handa nema fjármagn sé tryggt,“ segir Ragnheiður Guð- mundsdóttir djákni og formaður sóknarnefndar Innra-Hólmskirkju. Tekjur duga vart fyrir rekstri Múrhúð var sett utan á kirkjuna fyrir um það bil 60 árum. Það hef- ur með tímanum skapað góð skil- yrði til fúamyndunar. Auk þess er kirkjan byrjuð að síga og skekkj- ast á grunni sínum. „Innra-Hólms- kirkja hefur ekki notið mikilla fjár- veitinga,“ segir Ragnheiður. Kirkj- an fékk að gjöf þrjár milljónir króna frá Innri Akraneshreppi og eina milljón frá Skilmannahreppi þegar þessir tveir hreppar sem áttu sókn að kirkjunni sameinuðust öðrum hreppum sunnan Skarðsheiðar árið 2006 og úr varð Hvalfjarðarsveit.“ Við höfum notað vextina af þessu fé í rekstrarkostnað kirkjunnar því sóknargjöldin hrökkva engan veg- inn til. Þau koma frá aðeins um eitt hundrað manns.“ Framtíð kirkjunnar er samkvæmt þessu í óvissu. Engir virðast til- búnir að leggja til það fé sem þarf svo Innra-Hólmskirkja geti orð- ið sá sveitarsómi sem hún vissulega gæti verið yrði hún gerð upp. mþh Mikil peningavöntun í Grímshús Þegar byrjað var að skipta um þakið í sumar. Ljósm. hlh. Sigvaldi Arason við Grímshúsið. Nýtt þak er nú komið á Grímshúsið. Dapurt ástand Innra-Hólmskirkju Ytri veggir kirkjunnar og þak bera þess greinileg merki að byggingin er að niðurlotum komin. Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni og formaður sóknarnefndar Innra-Hólms- kirkju. Kirkjan er mjög falleg innandyra. Innviðir hennar eru að mestu uppruna- legir frá því hún var byggð. Altaristafla hennar er málverk eftir Jóhannes Kjarval frá 1931. Innra-Hólmskirkja í upprunalegri mynd eins og hún leit út þegar hún var vígð árið 1892. Kirkjan í dag.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.