Skessuhorn - 09.10.2013, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
„Hátíðin í það heila tekið fór vel fram og
ég held að allir séu sáttir og ánægðir,“ sagði
Hlédís Sveinsdóttir sem bar að þessu sinni
hita og þunga af undirbúningi og framkvæmd
Sauðamessu í Borgarnesi síðastliðinn laugar-
dag. Dagskráin hófst í Skallagrímsgarðinum
um tvöleytið en henni stýrði Sigrún Ólafs-
dóttir bóndi í Hallkelsstaðahlíð. Einhver
hrollur var í kindunum sem reknar voru ofan
frá Brákarhlíð og niður í Skallagrímsgarð, því
þær tóku auka hring í garðinum áður en tókst
að beina þeim til réttar. Eftir það hófst svo
stöðug dagskrá sem náði til fimm síðdegis,
hæfilega lengi til að menn gátu haldið heim
og gert sig klára í tæka tíð fyrir Sauðamessu-
ball í reiðhöllinni Faxaborg um kvöldið. Að
sögn Hlédísar gekk ballið vel, á sjötta hundr-
að gesta mættu og mikið stuð hjá Hvanndals-
bræðrum. „Það voru einhverjir smápústrar á
ballinu og einkum einn gestur sem átti eitt-
hvað sökótt við hurð. Ég held að hurðin hafi
hins vegar svarað fyrir sig þannig að aumir
hnúar og talsverður mórall hrjáir viðkomandi
eitthvað fram eftir vikunni. Allir aðrir eru að
ég held brattir eftir góða messu,“ segir Hlé-
dís.
Hún vill koma á framfæri þökkum til Borg-
nesinga, nærsveitunga, bænda og búaliðs og
allra þeirra sem þátt tóku í Sauðamessunni.
„Ég þakka af heilum hug framlag ykkar allra,
hvort sem það voru aukahendur í undirbún-
ingi eða framkvæmd, þátttaka í dagskrá eða
öðru og að sjálfsögðu gestum. Takk fyrir að
gera þennan dag að skemmtilegum sam-
verudegi í einum fallegasta almenningsgarði
landsins,“ sagði Hlédís Sveinsdóttir. mm
Sauðamessa fór vel fram í fallegu en nöpru haustveðri
Lærakappátið er tvímælalaust vinsælasti dagskrárliður Sauðamessu. Hér eru þátttakendur Þórarinn Ingi Pétursson for-
maður LS, Bárður Jökull Bjarkarson, Þorsteinn Hjaltason og Kristleifur Jónsson. Keppt er um hver borðar mest á þremur
mínútum.
Þessi unga blómarós gekk á milli kindanna í réttinni og gaf þeim brauð.
Bifhjólafjelagið Raftar stóðu vaktina af stakri prýði á Sauðamessu eins og hefð er
fyrir. Gera þeir nokkur hundruð lítra af gómsætri kjötsúpu og gefa öllum sem vilja.
Kibbi í Baulunni í stöðu sem honum
líkar afar vel, bakvið prímusinn að
elda. Hér hrærir hann í súpunni.
Trjágróður í Skallagrímsgarði veitti mikið skjól á laugardaginn en utan girðingar
blés nokkuð þegar haustið boðaði komu sína.
Ragnhildur Sigurðardóttir ritstjóri bókarinnar um Sauðfjár-
rækt á Íslandi stýrði spurningakeppni tveggja harðsnúinna
liða um innihald bókarinnar. Þar hafði lið Jóns á
Kópareykjum betur gegn liði Guðnýjar í Syðri Knarrartungu.
Jökull Helgason var yfirdómari eins og sést á hárkollunni.
Þeir báru sigur úr býtum í spurningakeppni um innihald
bókarinnar um Sauðfjárrækt á Íslandi. Jón Eyjólfsson,
Oddur Björn Jóhannsson og Bernhard Þór Bernhardsson.
Velgengnina sögðu þeir skýrast af því að þeir eru allir upp-
runnir úr Reykholtsdal. Nokkrir nemendur úr Dansskóla Evu Karenar sýndu lambapolka.
Dansarar í léttri sveiflu.
Hlédís Sveinsdóttir (t.h.) var framkvæmdastjóri Sauðamessu 2013.
Hér er hún ásamt Snædísi litlu systur.
Framtíð asparganganna í Skallagríms-
garði bar talsvert á góma fyrr á árinu.
Hér er borin saman holningin á Óla í
Kalmanstungu sem klæddi sig eins og
öspin sem hann hallar sér upp að.