Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Page 21

Skessuhorn - 09.10.2013, Page 21
21MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Jón Benediktsson starfsmaður Vegagerðarinnar í Búðardal hef- ur haft meðal starfa að undanförnu að líma ný endurskinsmerki á veg- stikur á starfssvæði Vegagerðarinn- ar í Búðardal. Jón segir að það sé ekki sökum veðra og vinda að líma þurfi ný endurskinsmerki á vegstik- urnar heldur vegna bíræfinna þjófa sem kroppa endurskinið af og stela því. Vefurinn budardalur.is segir frá þessu, en í frétt á vefnum seg- ir að ekki sé hér um lögreglumál að ræða, þar sem starfsmenn Vega- gerðarinnar í Búðardal hafa komist að því að hrafnar setjast á vegstik- urnar, kroppi svo endurskinið af og fljúga með þau í burtu. Jón Bene- diktsson segir krumma hafa ver- ið afar iðinn við þessa iðju að und- anförnu, kroppað endurskin af 150 vegstikum á tæpri viku. Í heildina hafi þurft að skipta um endurskin á um það bil 500 vegstikum á þessu ári vegna þessa uppátækis krumma. Af þessu hlýst töluverður kostnað- ur, bæði í kaupum á glitborðum, en ekki síður vinnu og akstri við að endurnýja borðana. þá SAFT, samfélag fjölskyldna og tækni, hefur í samstarfi við aðstand- endur stuttmyndarinnar „Fáðu já!“ gefið út gagnvirt námsefni fyr- ir netið í formi þriggja sjálfsprófa. Þeim er ætlað að höfða til unglinga á efsta stigi grunnskóla en efnið gæti einnig nýst til lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Sjálfsprófin eru aðgengileg á heimasíðu Fáðu já!; http://faduja.is/ Eitt prófið fjallar um internetið og mikilvægi þess að horfa gagnrýnum augum á birting- armyndir kynjanna á netinu. Netið gefur ekki alltaf rétta mynd af raun- veruleikanum, það ber að umgang- ast það af ábyrgð og varúð og er not- endum prófsins bent á það. Annað prófið fjallar um klám og mikilvægi þess að skilja að klám endurspegl- ar ekki kynlíf eins og það er í raun- veruleikanum. Einnig kemur fram í prófinu að sumt klám er í raun of- beldisefni og hverjum smelli fylgir ábyrgð. Þriðja prófið fjallar um kynlíf og mikilvægi þess að fá já, því samþykki er grundvallaratriði þeg- ar kemur að kynlífi, óháð kyni og kynhneigð þátttakenda. Einnig er fjallað um getnaðarvarnir og til- finningatengsl í prófinu. Höfundur sjálfsprófanna er Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifaði handritið að „Fáðu já!“ en mynd- inni er meðal annars ætlað að skýra mörkin á milli kynlífs og ofbeld- is, vega upp á móti áhrifum klám- væðingar og innræta sjálfsvirð- ingu í nánum samskiptum. SAFT er vakningarátak um örugga tækni- notkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefninu er ætlað að efla vitund um hvernig hægt er að njóta netsins og nýrra miðla á öruggan, jákvæðan og fræðandi hátt. grþ Ný sjálfspróf fyrir unglinga aðgengileg á netinu Glysgjarn krummi stelur endurskinsborðum Björn Bjarki (t.v.) er annar af frumkvöðlum Sauðamessu. Hér er hann ásamt Árna vini sínum Jónssyni. Tvíburar Árnasynir Guðjónssonar átta mánaða voru mættir vel klæddir. Bollakökur að hætti dagsins. Nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi seldu kökur til styrktar útskriftar- sjóði. Kristján og Margrét frá Uppheimum kynntu og seldu bókina um Sauðfjárrækt. Geiri frá Kvíum og Haukur frá Snorrastöðum í góðum gír. Jóhanna Sigmundsdóttir formaður Ungra bænda flutti stutt ávarp. Bárður Jökull Bjarkarson sigraði í lærakappátinu. Sporðrenndi 540 grömmum á þremur mínútum. Kepp- endur að þessu sinni voru langt frá gildandi Íslandsmeti sem Baldur Jóns- son á, en met hans stendur óhaggað, vel á átta hundruð grömm. Hún Gunna Dan stjórnaði tískusýningu RKÍ verslunarinnar í Borgarnesi af stakri prýði. Hér er hún uppáklædd.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.