Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Qupperneq 27

Skessuhorn - 09.10.2013, Qupperneq 27
27MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Í tilefni af alþjóðlegum degi barns- missis standa Englamömmur á Akranesi og nágrenni fyrir góð- gerðartónleikum í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Tónleik- arnir verða þriðjudaginn 15. októ- ber og hefjast kl. 20. Aðgangseyr- ir er 2.000 krónur. Fram koma hljómsveitirnar Ylja og Þýða, Tin- datríóið, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Jónína B. Magnúsdóttir og Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir. Einnig mun hljómsveitin Ókí dókí spila, en hana skipa Samúel Þorsteins- son, Heiðrún Hámundardóttir, Elfa Margrét Ingvadóttir, Gunnar Sturla Hervarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir. Tilgangurinn með söfnuninni er að afla fjár til að bæta aðstöðu á sjúkrahúsinu og kapell- unni á Akranesi fyrir þá sem missa börn. Einnig verður hægt að panta svokallaða kertaklemmu á staðnum og mun allur ágóði sölunnar renna beint til málefnisins. Allir listamenn og aðrir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína. Einnig er hægt að styrkja málefnið með því að leggja inn á eftirfarandi reikning í Íslands- banka: 552-14-401811. Kennitala: 110371-3309. grþ Næstkomandi sunnudag, 13. októ- ber, heldur Kalman – listafélag sannkallaða fjölskyldutónleika í Tónbergi og hefjast þeir kl. 18. Þetta er klukkustundar löng dag- skrá þar sem söngvararnir Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðna- dóttir fara á kostum í túlkun sinni á lögum úr söngleikjum og Disney- myndum. Þarna finna allir aldurs- hópar eitthvað við sitt hæfi. Full- orðnir fá að heyra nokkrar söng- leikjabombur og krakkarnir fá uppá- haldslögin úr Disney-myndunum. Þór Breiðfjörð var valinn söngv- ari ársins 2012 fyrir hlutverk sitt í Vesalingunum og þessa má geta að hann syngur fyrir keisaramör- gæsina í Happy Feet 2. Valgerður Guðnadóttir er orðin ein þekktasta söngkona landsins og hefur einmitt ljáð Disney persónum eins Poca- hontas, Mulan og Litlu Hafmeyj- unni rödd sína. Meðleikari þeirra á píanó er Vignir Þór Stefánsson. Einnig kemur fram sérstakur söng- hópur stúlkna sem settur var saman fyrir þessa tónleika og nefnist hann Disneyhópur Kalmans. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 2.000 en frítt er fyrir börn 12. ára og yngri. Kalmansvinir fá 20% af- slátt. Allir geta gerst Kalmansvinir. Þeir greiða árgjald og mynda með því nauðsynlegan fjárhagsgrunn fyrir félagið. Í staðinn fá Kalman- svinir 20% afslátt af miðaverði fyr- ir tvo á alla viðburði sem Kalman stendur fyrir . Allar upplýsingar gefur Sveinn Arnar í síma 865-8974 en einnig er hægt að senda tölvu- póst á netfangið kalmanlistafelag@ gmail.com -fréttatilkynning Mánudaginn 30. september sl. voru spil Briddsfélags Borgarfjarð- ar loks stokkuð og gefin eftir sum- arfrí. Spilað var í Logalandi að vanda og mættu 8 pör til leiks, eitt- hvað klikkaði blaðafulltrúi stjórn- arinnar á auglýsingunum. Þorvald- ur Pálmason og Þórður Þórðarson komu að sunnan og rúlluðu heima- mönnum upp, skoruðu rúmlega 60% og hurfu glaðbeittir á braut. Guðmundur Arason og Elín Þóris- dóttir urðu þeim næst með 55,8%, þriðja sætið kom í hlut Jóns Eyjólf- sonar og Baldurs Björnssonar en unglingalandsliðsmennirnir okk- ar, Heiðar Baldursson og Logi Sig- urðsson, urðu í því fjórða. Þeir eru í feikna formi enda nýkomnir af stór- móti á Azoreyjum. Næst var spilað 7. október sl. og enn bar á auglýs- ingaleysi og pörunum fækkaði um eitt frá fyrsta kvöldi. Jón á mjólk- urbílnum var í sérflokki og skoraði rúmlega 60%, þrátt fyrir að vera með Húskarlinn í taumi. Heiðar og Logi urðu í öðru sæti með 54% og Eyjólfur Örnólfsson og Magn- ús B Jónsson í því þriðja með 52%. Næsta mánudagskvöld verður á boðstólnum léttur tvímenningur og nóg er plássið! ii Ég undirritaður, Stefán Skafti Steinólfsson stjórnarmaður í UMFÍ og gjaldkeri Umf. Skipaskaga Akra- nesi, óska eftir stuðningi ykkar les- endur góðir í kjöri til formanns UMFÍ. Sambandsþing UMFÍ verð- ur haldið í Stykkishólmi um næstu helgi. Kosningaloforðin eru eftirfar- andi: Ég býð mig fram til þjónustu en ekki valda. Mun leitast við af fremsta megni að rækta tengsl við grasrótina og veita opinni og gegn- særri stjórnsýslu brautargengi. Fara eftir lögum og markmiðum UMFÍ um ræktun lýðs og lands og varð- veita það sem rammíslenskt er með skýrri framtíðarsýn og jákvæðni. Íslandi allt! Stefán Skafti Steinólfsson, Akranesi. „Þessar sómastúlkur, Rúna Björk Guðmundsdóttir og Hafrún Tinna Hafsteinsdóttir, komu nýverið fær- andi hendi á skrifstofu Rauða kross- ins á Akranesi með 7.518 krón- ur. Þær söfnuðu með því að ganga í hús og safna flöskum. Ósk þeirra var sú að peningarnir myndu bæta hag bágstaddra barna þar sem þörf- in er mest. Það er ekki amalegt að eiga svona bakhjarla og Rauði krossinn sendir þeim stöllum hug- heilar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag,“ segir í tilkynningu frá RKÍ á Akranesi. mm Hinn árlegi hópleikur er farinn af stað í Grundarfirði. Umsjónarmaður er Guðmundur Gíslason eins og fyrri ár og nokkuð ljóst að spennandi barátta er framundan. Tippleikurinn skipar fastan sess hjá mörgum í Grundarfirði enda er oft kátt á hjalla þegar að hóp- arnir hittast alla laugardagsmorgna á RúBen og fara yfir málin og skila inn vinningsseðlunum. Á myndinni er Gummi Gísla að fara yfir málin með áhugasömum tippurum. tfk Lista- og menningarnefnd Snæ- fellsbæjar bauð á sunnudagskvöld- ið upp á tónleika með þeim Helgu Rós Indriðadóttir sópransöngkonu og Guðrúnu Dalíu Salómónsdótt- ir, píanista í Safnaðarheimili In- gjaldshólskirkju á Hellissandi. Fjöl- menni kom á tónleikana og undir- tektir góðar, enda flutningur söngs og undirleiks góður. Tíundi bekk- ur Grunnskóla Snæfellsbæjar bauð upp á vöfflukaffi í hléinu með mikl- um myndarbrag. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu við Félag ís- lenskra tónlistarmanna með styrk frá mennta- og menningarmála- ráðuneyti. mm Hafin er vinna við gerð skólastefnu Grundarfjarðarbæjar. Í gær var haldinn umræðu- og hugarflugs- fundur með foreldrum barna í leik- skóla, grunnskóla og tónlistarskóla Grundarfjarðarbæjar. Síðar verður fundur með starfsfólki skólanna og einnig mun öllum íbúum Grundar- fjarðar gefast kostur á að leggja fram sínar áherslur. Gert er ráð fyrir að vinnu við gerð skólastefnu ljúki í vor. Stýrihópur hefur verið stofnaður um verkefnið og hefur honum verið fal- ið að taka að sér yfirumsjón með vinnunni. Í hópnum eru Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur, Anna Bergsdóttir skólastjóri grunnskólans, Ásthildur E. Erlingsdóttir formaður skólanefndar, sem jafnframt er for- maður hópsins, Matthildur S. Guð- mundsdóttir leikskólastjóri og Sig- ríður G. Arnardóttir fulltrúi í skóla- nefnd. Áður hafði Gunnar Kristjáns- son verið ráðinn verkefnisstjóri. Í frétt Grundarfjarðarbæjar vegna gerðar nýrrar skólastefnu segir að í stuttu máli sé skólastefna leiðarvís- ir um skólastarf í sveitarfélaginu. „Skólastefna er grundvöllur fyr- ir ákvarðanatöku og skýrir hvaða leiðir á að fara til að ná áætluðum árangri. Jafnframt er leitast við að skýra þau grunngildi sem aðilar skólasamfélagsins vilja að skólarnir standi fyrir og einkenni störf þeirra. Skólarnir eru mikilvægustu stofn- anir samfélagsins. Nauðsynlegt er að skólarnir séu í stöðugri þróun í takt við breytingar í samfélaginu,“ segir m.a. í greinargerð um skóla- stefnuna. þá Fimmtudaginn 17. október nk. ætla nemendur og starfsfólk GBF á Kleppjárnsreykjum að hafa haust- markað með ýmsum uppákomum. Mun hann hefjast að loknum skóla- degi klukkan 15:05 og standa til klukkan 18 eða lengur ef stemningin verður góð. Í tilkynningu frá skólan- um segir að allir séu velkomnir. „Nemendur skólans hafa unnið að þessum markaði í áhugasviðsvali það sem af er þessu hausti. Þeir hafa gert ýmsa muni sem verða til sýnis og eða sölu, jafnvel á uppboði. Mikið hef- ur borist af fatnaði, leikföngum og fleiru sem selt verður á vægu verði. Einnig hafa þau undirbúið kynning- ar um ýmis efni t.d. vélar og íþrótta- menn. Nemendur hafa æft ýmis at- riði og munu flytja þau auk þess sem DJ-Árni mun leika fyrir gesti. Gest- um verður boðið í íþróttahúsið eða á völlinn til leiks. 9. bekkurinn hefur verið að kynna sér aðstæður í flótta- mannabúðum og mun koma á óvart með frumlegri kynningu á þeim og 10. bekkurinn verður með kaffisölu og rennur ágóði hennar í ferðasjóð bekkjarins. Allur annar ágóði mun renna til styrktar góðra málefna sem nánar verður greint frá síðar,“ segir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir deild- arstjóri. mm Söfnuðu flöskum og gáfu RKÍ Tónleikar í Ingjaldshólskirkju Fjölskyldutónleikar í Tónbergi Englamömmur með góð- gerðartónleika í Tónbergi Nemendur í Grundarfirði á góðri stundu. Vinna hafin við skólastefnu Grundarfjarðar Frá Briddsfélagi Borgarfjarðar Tippleikurinn í Grundarfirði Nemendur á Kleppjárnsreykjum fögnuðu snjónum sem fallið hafði sl. þriðjudagsmorgun. Haustmarkaður Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum Býð mig fram til forystu UMFÍ Pennagrein

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.