Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2004, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.10.2004, Qupperneq 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HOUPE-RANNSÓKNIN Þurfum að fá samanburð víð það besta Kristinn Tómasson tók þátt ásamt fleirum í að kanna heilsufar og starfsumhverfi lækna á Landspítala í fyrra og telur brýnt að þátttaka í HOUPE-rannsókninni verði góð Eins og við greindum frá í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins mega allir íslenskir læknar sem búsettir eru hér á landi og hafa gilt lækningaleyfi eiga von á að fá sent í pósti boð um þátttöku í rannsókn á heilsu og starfsumhverfi lækna. Þetta er liður í fjögurra landa rannsókn sem nefnd er HOUPE þar sem skoðaðir verða ýmsir þættir í umgjörð iæknisstarfsins og áhrif þeirra á heilsufar lækna. Brýnt er að sem flestir taki þátt í rannsókninni svo hún gefi sem besta mynd af því sem ætlunin er að kanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gerð er könnun á heilsufari og starfsumhverfi lækna þótt engin fyrri rannsókn hafi verið eins viðamikil og þessi. Krist- inn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins gerði ásamt samstarfsfólki sínu í fyrra rannsókn á nokkr- um þáttum í vinnuumhverfi lækna á Landspítala að beiðni og í samstarfi við læknaráð sjúkrahússins. Helstu niðurstöður hennar voru kynntar í skýrslu sem skilað var í nóvember í fyrra og var greint stuttlega frá þeim hér í blaðinu á sínum tíma. Skýrslan liggur einnig fyrir á heimasíðum Vinnueftirlitsins og Lækna- félags íslands og Kristinn hefur kynnt hana á fundum með læknum og yfirstjórn spítalans. Læknablaðinu lék hins vegar forvitni á að fá túlkun Kristins á niðurstöðum rannsóknar hans og hvers vegna hann telur nauðsynlegt að láta ekki staðar numið í því að fylgjast með heilsufari og starfsumhverfi íslenskra lækna. Hvað var það sem honum þótti athyglisverðast í niðurstöðum rannsóknarinnar á Landspítala? Væntingarnar rætast, en ... „Það er dálítið erfitt að svara því vegna þess að það vantar allar viðmiðanir. Vissulega hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á vinnuumhverfi stórra stétta áður, bankamanna, fiskvinnslufólks og fleiri stétta, en læknastéttin hefur talsverða sérstöðu, auk þess sem Landspítalinn á sér engar hliðstæður hér á landi. Þess vegna er könnunin sem nú er að hefjast mjög nauðsyn- leg svo hægt verði að túlka niðurstöður rannsóknar- innar frá í fyrra og draga ályktanir um gæði vinnuum- hverfis á spítalanum. Það sem mér fannst athyglisverðast og ánægjuleg- ast við niðurstöðurnar er að þrátt fyrir talsvert umrót á sjúkrahúsinu og óánægju með yfirstjórnina meðal lækna þá er álit þeirra á samstarfsfólki sínu í öðrum stéttum heilbrigðisfólks afar mikið. Það segir manni að það séu allar forsendur fyrir því að byggja upp já- kvætt starfsumhverfi þegar fram líða stundir. Vissulega var líka margt neikvætt í niðurstöðunum Kristinn Tómasson og þar fannst mér alvarlegast hversu útbreidd sú til- yfirlæknir Vinnueftirlits finning er meðal lækna að þeir hafi lítil áhrif á ákvarð- ríkisins anatöku og stjórnun. Læknar bera ábyrgð á meðferð sjúklinga og þar með á stjórnun grunnstarfseminnar, en þeim finnst þeir hafa lítil áhrif á stjórnun sjúkra- hússins." - Það slær mann líka að þrátt fyrir óánægju með ýmislegt, vinnuálag, vinnutíma, stjórnun, bágar vinnu- aðstæður og fieira, þá segist stærstur hluti lækna vera ánægður í starfi. Þeim finnst þeir ráða vel við starfið og þeir hafa mikinn metnað. „Já, þetta er rétt. Þrír af hverjum fjórum segja að væntingar þeirra til starfsins hafi ræst, í það minnsta hvað varðar sjúklingavinnuna. Sá veikleiki er þó að einungis fjórðungur lækna segir það sama um rann- sóknir og fræðslu. Ánægja í starfi er flókið mál og á það hefur verið bent að ánægja í starfi tengist ekki endilega góðum starfsaðstæðum. Læknar á spítalan- um finna sig í starfi og finnst þeir vinna gott starf. Það er hins vegar sláandi munur á andlegri líðan lækna eftir stöðu þeirra á spítalanum. Andleg vellíð- an er betri meðal yfirlækna og stjórnenda en verri meðal aðstoðar- og deildarlækna. Þetta helst í hend- ur við að hjá þeim síðarnefndu er vinnuálagið mikið, vinnutíminn óreglulegur og lítið sjálfræði. Þetta er áhyggjuefni því þarna er um að ræða framtíðarvinnu- afl spítalans. Víða erlendis ber töluvert á kulnun í starfi meðal lækna, jafnvel ungra lækna. Þar hefur líka kom- Þröstur ið fram að á breytingartímum verður oft mikið álag Haraldsson Læknablaðið 2004/90 705

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.