Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 2

Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 2
2 - gaflari.is FRÉTTIR Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn eru ósáttir við afgreiðslu meirihlutans á tillögu um að greiða hratt niður skuldir bæjarins. Sjálfstæðismenn lögðu fyrir bæjar- stjórn í síðustu viku tillögu Valdi- mars Svavarssonar, bæjarfulltrúa, um að fara nýjar leiðir til að greiða niður skuldir bæjarins. Vildu Sjálf- stæðismenn að samþykkt yrði vilja- yfirlýsing bæjarstjórnar um að for- gangsraðað yrði með þeim hætti að hluti af tekjum af sölu lóða bæjarins yrði ráðstafað til að grynnka á lang- tímaskuldum bæjarins. Kom fram í tillögunni að 90% af andvirði sölu atvinnulóða og 50% af andvirði sölu íbúðalóða færi beint í niðurgreiðslur á lánum. Meirihluti VG og Samfylkingar samþykkti að fjalla um tillöguna í bæjarráði. Þar var tillagan felld af meirihlutanum. Kemur fram í bókun meirihlutans að tillagan sé óþörf, því ekki er nauðsynlegt að bæjarstjórn geri skuldbindandi samþykktir um- fram það sem felst í þeim samning- um og öðrum skuldbindingum sem gerðar hafa verið. Sjálfstæðismenn voru ósáttir við afgreiðsluna og sögðu bæjarbúa langþreytta á því að lengja í skuldaól bæjarins, eins og segir í bókun minni- hlutans. Með afstöðu sinni megi ráða að meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar sé ekki tilbúinn til að setja sér þau markmið að hverfa frá fyrri braut skuldasöfnunar. FRÉTTIR Á laugardaginn er langur laugardagur í miðbæ Hafnarfjarðar. Verslanir í miðbænum og Miðbæjar- samtökin hafa tekið höndum saman til að efla verslun og miðbæjarlífið í Hafnarfirði. Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar leggur einnig sitt að mörkum og stendur fyrir færeyskri matar- og tónlistarveislu í Fjöru- kránni. „Hafnarfjörður er mjög fallegur bær sem hefur upp á mikið að bjóða,“ segir Auðunn G. Árnason, stjórnarmaður í Miðbæjarsamtökunum. „Með löngum laugardegi viljum við vekja athygli á miðbæ Hafnarfjarðar sem skemmti- legum viðkomustað bæði fyrir Hafn- firðinga og utanbæjarfólk. Á svæði sem er ekki meira en fimm mínútna gangur má finna skemmtilegar versl- anir, góða veitingastaði, eitt besta listasafn landsins, andatjörn, Hellis- gerði og svo mætti lengi telja, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á laugardaginn verður öllu tjaldað til og leggur Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar sitt lóð á vogaskálarn- ar til að gera daginn enn skemmtilegri. „Við verðum með opið hús í Fjöru- kránni frá 12.00 til 17.00. Hönnun í Hafnarfirði, Norræna Ferðaskrifstof- an og o.fl. verða þar með skemmti- legar uppákomur. Síðan verður talið í matarveislu að færeyskum og íslenskum sið og upp úr kl. 21:30 hefjast svo tónleikar þar sem eitt best geymda leyndarmál Færeyja, söng- konan Laila Av Reyni og hljómsveitin Sometime koma fram,“ segir Kristinn Sæmundsson, einn af félögunum í Menningar- og listafélaginu. FRÉTTIR „Trefillinn er orðinn ansi langur enda verkfall staðið yfir nú vel á þriðju viku,“ segir Hildi gunn- ur Guðlaugsdóttir, skrif stofu stjóri Flens borgar skólans. Starf sfólk skrif stofunnar í Flens borgar styttir sér nú stundir í verkfalli framhalds- skólakennara og heklar trefil. Strax á fyrsta degi verkfalls var brugðið á það ráð að grípa til heklunálarinnar. Þá gafst reyndar lítill tími til að hekla sökum anna, enda náðist rétt svo að fitja upp á heklunálina. Með hverjum deginum sem líður af kennaraverk- fallinum gefst æ meiri tími til að hekla og því lengist trefillinn og lengist. Daglega er skipt um lit á garni og jafnvel brugðið upp munstri og er því trefillinn, nú á 14. degi verkfalls, orðinn býsna skrautlegur. Trefillinn hefur einnig farið í gegn- um margar hendur því verkfalls- verðir fengu t.a.m. að spreyta sig og ljósmyndari gaflari.is sýndi einnig snilldartakta í heklinu. Skólameistari og húsvörður eru þeir einu innanhúss sem hafa enn ekki gripið í verkfalls- trefilinn góða, en hver veit hvort, ef verkfall dregst enn frekar á langinn, þeir taki sig til og læri listina að hekla. Annars er tómlegt um að litast í Flensborgarskólanum þessa dagana. Fáir nemendur hafa nýtt sér aðstöð- una í skólanum til að læra, en ein- hverjir hafa þó litið inn og komið sér fyrir í birtunni í Hamarssal. Trefill sem lengist bara og lengist Vilja eyrnamerkja tekjur bæjarins Langur laugardagur og færeyskir tónleikar Björt framtíð með í slagnum FRÉTTIR Samkvæmt heimildum Gaflarans er búið að ganga frá framboðslista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Listinn hefur verið samþykktur á félagsfundi og verður kynntur bæjarbúum nú á næstu dögum. Mikill hugur er í frambjóðendum Bjartrar framtíðar og búið er að leggja mikla vinnu í stefnumál hreyfingarinnar. Það er því óhætt að segja að línur séu farnar að skýrast í framboðs- málum fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í Hafnarfirði. Samfylkingin reið á vaðið og birti lista með öllum frambjóðendum strax í byrjun mars- mánaðar. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, er nýr oddviti flokksins í bænum. Píratar hafa birt nöfn 10 efstu á sínum lista sem og Framsóknarmenn. Brynjar Guðnason, hönnuður, leiðir lista Pírata og Ágúst Bjarni Garðars- son, stjórnmálafræðingur, leiðir lista Framsóknar. Framsóknarflokk- urinn fundar á morgun, föstudaginn 4. apríl, þar sem endanlegur listi verður lagður fram til samþykktar. Heimildir Gaflarans herma að Sjálf- stæðisflokkurinn sé tilbúinn með framboðslista sem lagður verð- ur fyrir fulltrúaráðsfund í kvöld. Vinstri hreyfingin Grænt framboð er að ganga frá sínum lista og verður fundað um hann og frambjóðendur kynntir á félagsfundi nú um helgina.

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.