Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 6

Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 6
6 - gaflari.is Ingvar Viktorsson UNDIR GAFLINUM Það er með ólíkindum hvað veður- far getur haft mikil áhrif á mann- skepnuna. Nú loksins þegar birtir og klakinn er horfinn af götum og úr görðum bæjarins, þar sem hann hefur hrjáð okkur í þrjá mánuði, þá er eins og það birti líka í hugum okkar. Við fyllumst bjartsýni og kannski blekkjum við okkur með- vitað vegna þess að við viljum trúa því að vorið sé komið. Loks- ins er hægt að fara út að labba án þess að eiga það á hættu að stórslasa sig. Börnin eru komin út í leiki um leið og skólinn er búinn og það verður erfiðara að halda þeim við námið, sem ekki er skrýtið eftir langan og frekar leiðinlegan vetur veður- farslega. Þeim veitir svo sannar- lega ekki af útiverunni. Fullorðna fólkið er eins og börnin, ýmsir fara að huga að görðunum sínum þó flestir geri sér grein fyrir því að hið svokallaða og illræmda páskahret eigi örugglega eftir að láta á sér kræla. Aðrir fara út til að þvo bílana sína og jafnvel bóna þá. Ég fer á hverjum degi út á Hvaleyri til að líta yfir golf- völlinn og læt mig dreyma um að fara mjög bráðlega að spila golf í frábærum félagsskap og fallegu umhverfi. Farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig og það gleður líka margan manninn og iðulega sér maður fuglaljósmyndara leitandi að nýjum gestum til að fanga á filmu. Göngustígurinn meðfram höfninni er fullur af gangandi og hlaupandi bæjarbúum. Á læknum er kominn vorhugur í fuglana og karlfuglarnir er á fullu í því að gera sig gilda fyrir kvenfuglinum alveg eins og strákarnir haga sér í nær- veru stúlknanna. Allir að leggja sig fram við að ganga í augun á hinu kyninu, hvort sem þú flýgur eða bara gengur og það greinilegt bæði hjá fuglunum og mannfólk- inu. Uppi í Höfðaskógi hjá Skóg- ræktarfélagi Hafnarfjarðar eru hinar ýmsu plöntur að lifna við eftir veturinn og alltaf jafn gaman að fá sér göngutúr við Hvaleyravatn- ið, þar eru góðir göngustígar um allt og búið að grisja skóginn víða þannig að betra er að ferðast um hann. Fyrir alla muni hristið af ykkur vetrarslenið og drífið ykkur út að ganga, fyllið lungun af fersku lofti, njótið náttúrunnar, sem er að vakna til lífsins eins og við. Og svo er verið að gefa út nýtt blað í bænum og vonandi er það líka skemmtilegur vorboði, hver veit. Sæl að sinni. Er vorið komið? TVEIR EINSTAKIR STAÐIR Langur Færeyskur laugardagur á Fjörukránni 5. apríl 2014 Nánari upplýsingar: www.fjorukrain.is | 565 1213 Fjörukráin og Hotel Viking eru einstakir staðir og þeir einu á landinu sem bjóða upp á víkinga- þema. Fjörugarðurinn er opinn fyrir matar- gesti frá kl. 18:00-22:00 alla daga. Valhöll/ Fjaran er lítill og kósý staður sem er einnig opin frá kl. 18:00-22:00 alla daga vikunnar. Á Hótel Víking eru 42 vel búin og glæsileg herbergi auk þess sem nýlega voru byggð 14 víkinga hús sem eru staðsett á móti hótelinu. 15 m ínútna akstur í m iðbæ inn Á Hliði á Álftanesi erum við bæði með gistingu og veitingastað. Þar eru átta hergbergi sem taka tvo til 4 einstaklinga hvert. Öll herbergin hafa sitt eigið baðherbergi, sjónvarp og þráðlaust internet. Veitingastaðurinn er opinn fyrir hópa frá 20-50 manns og er þá opinn frá kl 18:00 til 23:00 á virkum dögum en 01:00 um helgar. Fyrir stóra hópa bjóðum við uppá lifandi skemmtun. Hlið er staðsett við sjóinn og er útsýnið þar mjög fallegt. Skemmtilegir pennar leggja Gaflara lið. Þeir fjalla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfirðinga í útlöndum skrifa heim. Á gaflari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eftir hvern þeirra.

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.