Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 4

Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 4
4 - gaflari.is Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Framkvæmdastjóri: Jökull Másson • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir & Kári Freyr Þórðarson (ritstjorn@gaflari.is) • Umbrot og prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Vefstjóri: Vilhjálmur Valgeirsson • Ljósmyndarar: Júlíus Andri Þórðarson & Vilhjálmur Valgeirsson • Auglýsingar: Júlíus Andri Þórðarson, Jökull Másson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: auglysingar@gaflari.is Páll B. Guðmundsson Löggiltur fasteignasali 861 9300 - pallb@remax.is Vönduð vinnubrögð og framúrskarandi þjónusta sem skilar þér árangri. Lækjargata 34d - Hafnarfjörður - 519 5900 FJÖRÐUR Þarftu að selja? - Frítt söluverðmat U m h v e r f i s m á l hafa verið í um- ræðunni undan- farna daga. Ekki þá endilega í hinu stóra samhengi, þar sem tekist er á um virkjanir, orkubúskap þjóðar- innar o.s.frv. heldur hefur nærum- hverfið verið í brennidepli, eða hið svokallaða umbúðaþjóðfélag. Stofnuð hefur verið fésbókar- síða óþarfa umbúðum til höfuðs eftir að forsprakkinn hafði keypt ostaslaufu plastaða í ræmur og blöskraði, skiljanlega. Einnig hef- ur verið stofnuð síða gegn rusli í Reykjavík og þar eru menn að benda á subbuskapinn í tengslum við skemmtanahald og eru jafn- vel í sjálfboðavinnu um helgar að týna plastglös, sígarettustubba og annan óþrifnað eftir gleði nætur- innar. Það besta við umræðuna er að hún bar mig aftur í tímann, á vit minn- inganna. Þegar við vinkonurnar gerðumst sjálfskipaðir laganna verðir í miðbænum og bönnuðum bílstjórum að leggja bílunum upp á gangstéttar eða þegar við skut- umst inn í Vínberið eða Vísi með tuðrurnar okkar fullar af ílátum til þess að losa okkur við umbúðirn- ar. Málið vandaðist þegar kom að eggjunum, en þá lyfti maður örlítið annari nösinni og hnussaði og tróð eggjabakkanum í tuðruna. Eða þegar ég fékk afganginn af pulsu með öllu á framrúðuna á bílnum þegar ég var í útréttingum á miðri Suðurlandsbrautinni með mömmu í framsætinu. Þá var nú gefið í! Við vitum það öll að blaðaútgáfa er e.t.v. ekki það umhverfisvænasta í heiminum í dag – við vitum jú öll hvernig blöð eru búin til - en ég get fullvissað ykkur, lesendur góðir, um að prentunin á blaðinu er eins orkuvæn og hún getur orðið í dag, enginn spilliefni eru notuð, papp- írinn þunnur, léttur og umhverfi- svænn, enda fyrir hvert tré sem pappírsiðnaðurinn fellir er öðrum fjórum plantað í staðinn. Að auki er innihaldið vinalegt og mannbæt- andi. Umhverfisvænastur er svo sjálfur frétta– og mannlífsvefurinn gaflari.is, en þar halda áfram að birtast fréttir af Hafnfirðingum og þeirra helstu hugðarefnum. Um- hverfisvænna gerist þetta nú varla og þess vegna er m.a. tilefni til að fagna útgáfu fyrsta tölublaðs Gafl- arans. Enn á ný bætist í flóru fjöl- miðla Hafnfirðinga og er það von okkar sem stöndum að útgáfunni að blaðið eigi eftir að setja mark sitt á söguna. Erla Ragnarsdóttir Hafnarfjarðarbréf Leiðari ritstjórnar Gaflarans 639 án atvinnu í Hafnarfirði Atvinnulausum heldur áfram að fækka í Hafnarfirði. Í febrúar i fyrra voru að jafnaði 849 án at- vinnu í Hafnarfirði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Í febrúar á þessu ári voru 639 án atvinnu, 281 karlmenn og 358 konur. Í janúar á þessu ári voru 649 án atvinnu, þannig að staðan er mjög svipuð á milli mánaða. Atvinnuleysi hefur dregist mikið saman á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hlutfallslegt atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði var 4,7% en á landinu öllu var hlutfallið 4,5%. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnu- lausir lengur en sex mánuði samfellt er nú 3.416, fjölgar um 89 á milli mánaða og eru um 44% þeirra sem voru á atvinnu- leysisskrá í febrúar.

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.