Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 14

Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 14
FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnarsdóttir, eða Gugga eins og hún er yfirleitt kölluð, er 28 ára gamall Hafnfirðing- ur sem vinnur við að standa í marki og láta skjóta í sig. Það hljómar kannski ekki eins og draumastarf að láta skjóta hörðum knetti í sig og að fólk fagni þegar þú verður fyrir en í aug- um Guggu vill hún ekki vera í neinum öðrum sporum. Hún er knattspyrnu- kona og er markmaður í þýska stór- liðinu Turbine Potsdam þar sem hún er að spila sitt fyrsta tímabil í ár. Gugga hóf meistarflokksferil sinn fyrr en flestir gera en hún var aðeins 14 ára gömul þegar hún fékk fyrsta tækifærið sitt með meistaraflokki kvenna hjá FH. Þá stóð hún í mark- inu í Coca-Cola bikarkeppninni gegn Fjölni og þurfti að hirða boltann þrisvar sinnum úr markinu. Hún lék með FH til ársins 2002 en þá ákvað hún að ganga til liðs við Val. Hvað varð til þess að hún ákvað að skipta um félag svona ung að árum? „Ég er uppalinn FH-ingur og eyddi nánast öllum dögum upp í Krika. Ég fékk tækifæri mjög ung í meistara- flokki FH og fyrir það verð ég alltaf þakklát þjálfurunum. Þegar ég var 17 ára fannst mér tími til að fara út fyrir mitt „comfort zone“ og halda áfram að bæta mig. Ég skipti í lok árs 2002 yfir í Val sem hafði þá ekki unnið Íslandsmeistaratitil í mjög langan tíma, þannig að það var ekki þannig að ég hafi farið beint í eitthvað Ís- landsmeistaralið. Á þessum tíma var ég svo heppin að allt var hreinlega að smella saman þarna og strax á mínu fyrsta tímabili varð ég markvörður númer eitt og við urðum bikarmeist- arar. Árið eftir unnum við síðan Ís- landsmeistaratitil og eftir það tóku gullaldarár Vals við.“ Með Val vann Gugga meðal annars fjóra Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Í liði Vals voru feykilega sterkir leikmenn en ein- hverjar gagngrýnisraddir fóru af stað og eru enn í kringum sterkustu 14 - gaflari.is ÍÞRÓTTIR Auglýsing 93x25 mm Á ennþá eftir að toppa Mynd: Hafliði Breiðfjörð (fótbolti.net) lið kvennaboltans þar sem ungir leikmenn úr öðrum liðum ákveða að hópast í sterku liðin og sitja jafnvel á bekknum í stað þess að spila fyrir uppeldisfélög sín. Hvað finnst Guggu um þessa þróun í kvennaboltanum á Íslandi? Sama uppskriftin hentar ekki öllum „Þetta er í raun spurning hvernig leik- menn forgangsraða. Mér finnst mikil- vægt að leikmenn hugsi til tveggja hluta. Gæði á æfingum (þjálfarar, samherjar, aðstæður) og svo hverjir möguleikar þínir eru að fá að spila. Mikilvægt er að átta sig á hvar maður sjálfur getur náð hámarks árangri og sama uppskriftin hentar kannski ekki öllum. Mikilvægt er fyrir veikari félögin að búa til um- gjörð sem gerir það heillandi fyrir leikmenn að halda áfram hjá sínu uppeldisfélagi. Ég skil alveg að metnaðurfullur leikmaður vilji fara til sterkari félaga til að vinna titla og spila í Evrópukeppnum.“ Gugga er ekki lengur 14 ára gam- all markvörður sem hleypur upp í Kaplakrika eftir íslenskutíma í Lækjar- skóla. Hún er orðin 29 ára gömul og árunum í boltanum hlýtur að fara fækkandi. Hversu mörg ár í viðbót mun Gugga halda áfram að standa í markinu og fleygja sér á eftir boltum? „Hér í Potsdam eru æfingarnar gríðarlega erfiðar og þær eru mjög slítandi fyrir líkamann. Það er alltaf erfitt að segja hversu lengi maður getur spilað en ég er viss um að ég eigi allavega nokkur góð ár eftir. Margir segja að markmenn séu að toppa í kringum 28-32 ára þannig ég vona að ég eigi mitt besta eftir.“ Guðbjörg Gunnarsdóttir er í ítarlegu viðtali og það má sjá meira af henni á gaflari.is. Launamál, landsliðið, lífið eftir fótboltann og margt fleira. Frétta- og mannlífsvefurinn

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.