Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 12

Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 12
12 - gaflari.is Auglýsingasími Gaflara 544 2100 auglysingar@gaflari.is TILVERAN Menntun? Rekstrar- og stjórnunar- fræðingur Starf? Gæða- og öryggisstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu Hvaða bók er á náttborðinu? Er með 4-5 á borðinu núna! Þú getur fundið t.a.m. Sögu Íslandsmótsins í Knattspyrnu, nýjustu Útkallsbók- in, nýjustu Yrsubókin... og slatta af barnabókum til að þjónusta yngsta eintakið á heimilinu. Eftirlætis kvikmyndin? Fyrir utan Með allt á hreinu þá er það síðasta myndin sem ég ákvað að horfa á án þess að sofna! Playlistinn í ræktinni? Playlisti í ræktinni??? Ég er svo oldie goldie að ég hef látið það duga að hlusta á mín- ar eigin hugsanir! Fallegasti staðurinn í Hafnarfirði? Þessi er erfið. Margir fallegir staðir í og í kringum Hafnarfjörð. Til að nefna einhvern þá er það Hellisgerði. Magn- að. Má ekki gleyma Suðurgötu 82 fegurðin uppmáluð. Eftirlætis húsverkið? Þvottavélin er langbesti „vinur” minn hittumst dag- lega ég og þessi elska. Hver eru helstu áhugamál þín? Úti- vera (frábær göngusvæði í kringum Hafnarfjörð), sem eldgamall og slitinn keppnismaður í fótbolta þá er ekki hægt að losna við þá bakteríu, og svo er ég kominn með ljósmyndadellu alveg óvart. Finnst ofsalega gaman að fara í leikhús og tónleika með konunni. Hvað var það sem heillaði þig við Guðrúnu Ágústu? Fyrir utan hvað mér þótti og þykir hún falleg kona þá var það útgeislunin. Við byrjuðum að tala saman eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Smullum saman. Hvernig kynntust þið? Dulúðleg örlög sem leiddu okkur á sama stað (Harpa) á sömu stundu og ást við fyrstu sýn. Tilviljanir eru ekki til – sumt á að gerast. Helsti kostur Guðrúnar Ágústu? Rúna er skilningsrík, umburðarlynd, sanngjörn og um leið heiðarleg, hrein- skilin, ákveðin og fylgin sér. Ég þykist vita að hún sé mjög góður stjórnandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra og ekki þykjast hafa vit á öllu. Það er frábær kostur. Helsti galli Guðrúnar Ágústu? Hmm, hún hefur ekki nógu mikinn áhuga á fótbolta né Bítlunum. Er enn að sannfæra hana um að helgarferð til Liverpool sé skemmtun! Deilið þið sömu stjórnmálaskoðun? Við erum nokkuð sammála um grund- vallaratriðin en vissulega skiptumst við á skoðunum eins og gengur. Við erum samt ekki að kryfja bæjar- stjórnmálin á heimilinu. Hvernig er að vera maki bæjar- stjóra? Ósköp venjulegt. Spái sjaldn- ast í það. Hún er þannig karakter að hún setur sig heldur ekki í neinar stellingar þó hún gegni þessu starfi eða einhverju öðru. Hún varaði mig fyrirfram við að hún hefði líklegast aldrei tíma til að hitta mig. Hún er svo skipulögð að ég kvarta ekki. Ég hef líka farið með í vinnuferðir erlendis þar sem við getum í leiðinni notið þess að vera saman (nei nei, greiðum minn kostnað sjálf). Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst frá Guðrúnu Ágústu? „Já, já í fínu lagi” Næst síðasta sms-ið var allt öðruvísi og rómantískara. KÍKT Í KAFFI Nú styttist í bæjarstjórnarkosningarnar og af því tilefni ætlar Gaflarinn að kíkja í kaffi til betri helmings oddvita þeirra flokka sem bjóða fram í Hafnarfirði, spyrja þá spjörunum úr og gægjast á bak við tjöldin. Einar Áskelsson, maki Guðrúnar Ágústu bæjarstjóra Hollráð Steinars Brátt vorar og fólk fer að huga að görðum sínum ef það er ekki þegar byrjað á því. Sumir eru margreynd- ir í garðverkunum, aðrir hafa aldrei komið nálægt garðrækt og horfa á garðinn út um gluggann ráðalaus- ir. Steinar Björgvinsson, fram- kvæmdarstjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, mun á næstu vikum liðsinna Hafnfirðingum með góð ráð fyrir garðverkin. Trjáklippingar: Nú er fínn tími að klippa limgerði/hekk. Einnig er upplagt að grisja berja- og skraut- runna. Þá klippum við burt alveg niður við jörð elstu greinarnar. Þær eru sverari, yfirleitt dekkri og liggja frekar útaf en þær sem yngri eru. Einnig er tímabært að snyrta tré. Hreiðurkassar: Nú eru síðustu forvöð að setja upp hreiðurkassa í garðinum því brátt hefst varptími garðfuglanna. Hreiðurkassar skulu vera minnst 3m frá jörð. Annars eru grenitré vinsælasti varpstað- ur garðfugla. Garðfuglar éta ýmis sníkjudýr í grasflötum, nytjaplönt- um og öðrum garðagróðri. Nánari upplýsingar á gaflari.is

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.