Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 15
gaflari.is - 15
Ertu búin(n) að skrá þig til leiks á Björtum dögum sem
haldnir verða 23.-27. apríl í tengslum við Sumardag-
inn fyrsta.
Tökum fagnandi á móti fjölbreyttum dagskráratriðum
og hugmyndum.
Umsóknarfrestur er til 14. apríl.
Ábendingar sendist á marin@hafnarfjordur.is
BJARTIR DAGAR
23.-27. APRÍL
KÖRFUBOLTI Stelpurnar í
körfuknattleiksliði Hauka hafa
verið á miklu skriði þessa dagana
og unnu meðal annars Keflvíkinga
þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppn-
inni í körfu. Þær tóku því svokall-
aðan sópinn á lið Keflavíkur og eru
komnar í úrslitarimmuna gegn Snæ-
felli. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir
Snæfell þegar þetta er skrifað en
má reikna með Haukastúlkum sterk-
um á heimavelli sínum, Schenkerhöll-
inni. Það lið sem sigrar 3 leiki af 5
mun standa uppi sem sigurvegari.
Haukarnir hafa mætt Snæfell fjór-
um sinnum í vetur og ávallt tapað.
Þjálfari Haukaliðsins, Bjarni Magnús-
son, hefur tröllatrú á sínum stelpum.
„Já við höfum fulla trú á því að við
getum náð þremur sigrum“ sagði
Bjarni og bætti svo við: „Núna hefst
ný keppni og við höfum fulla trú á
þessu verkefni en við vitum líka að
við verðum að spila nánast full-
komna leiki til að eiga möguleika.“
Karlalið Hauka tók einnig þátt í
úrslitakeppninni en töpuðu í sinni
rimmu fyrir Njarðvík 0-3. Haukum
sem var fyrir tímabilið spáð 8. sæti
í deildinni komu mörgum á óvart í ár
og náðu 5. sætinu. Haukarnir voru
nýliðar í ár í deildinni eftir að hafa
komið upp úr 1. deildinni í fyrra og
því er árangur þeirra ásættanleg-
ur þó svo að leikmenn, þjálfarar og
stuðningsmenn hafa vafalítið viljað
komast lengra.
FÓTBOLTI Það styttist í sumar-
ið og að knattspyrnulið Hafnar-
fjarðar fari að spila á illa lyktandi
grasinu eftir langan og klakamik-
inn vetur. Á meðan liðin bíða taka
þau þátt í lengjubikarkeppninni
og hefur gengi þeirra verið mis-
jafnt. Eins og gengur og gerist þá
eru einhverjar mannabreytingar á
liðunum og hér fyrir neðan má sjá
helstu breytingarnar hjá Hafnar-
fjarðarliðunum.
FH karlalið
Komnir: Sam Hewson, Sean
Reynolds og Kristján Finnbogason.
Farnir: Björn Daníel Sverrisson,
Dominic Furness, Ingimar Elí Hlyns-
son, Viktor Örn Guðmundsson og
Einar Karl Ingvarsson fer á lán. Daði
Lárusson og Freyr Bjarnason hafa
lagt skóna á hilluna.
FH kvennalið
Komnar: Jóhanna S. Gústavsdóttir
og Lilja Gunnarsdóttir.
Farnar: Margrét Sveinsdóttir og
Sigrún Ella Einarsdóttir.
Haukar karlalið
Komnir: Andri Gíslason, Marteinn
Gauti Andrason og Matthías Guð-
mundsson.
Farnir: Björgvin Stefánsson, Haf-
steinn Briem. Magnús Þór Gunnars-
son fer svo á lán.
Haukar kvennalið
Komnar: Ásta Berglind Jónsdóttir,
Eydís Lilja Eysteinsdóttir, Katrín
Klara Emilsdóttir og Rannveig Elsa
Magnúsdóttir.
Farnar: Sæunn Sif Heiðarsdóttir,
Eva Núra Abrahamsdóttir.
ÍH
Komnir: Árni Freyr Guðnason
Farnir: Garðar Ingi Leifsson
HANDBOLTI Hafnarfjarðarliðin í
handknattleik eru núna að klára
tímabilið sitt og eiga þau misjöfnu
gengi að fagna. Kvennaliðin komust
bæði í úrslitakeppnina þar sem FH-
ingar mæta ÍBV en Haukar munu
taka á móti Valsstúlkum. Leikirnir
fara fram um helgina. Karlamegin eru
tvær umferðir eftir í deildinni og eru
Haukar á góðri leið með að tryggja
sér deildarmeistaratitilinn. FH-ingar
eru hins vegar í afar erfiðri stöðu
og eru sem stendur í 5. sæti, þrem-
ur stigum á eftir Frömurum. Aðeins
fjögur lið fara í úrslitakeppnina og því
verða FH-ingar að vinna báða sína
leiki og treysta á að Framarar mis-
stigi sig. Bæði lið munu spila í kvöld
en þá mæta FH-ingar HK í Kaplakrika
en Haukar fá Akureyringa í heimsókn.
Leikirnir fara fram kl 19:30. Lið ÍH er í
6. sæti í 1. deildinni. Liðið hefur verið
að sýna góða takta í vetur en ÍH tekur
þátt í Íslandsmótinu í fyrsta sinn
síðan 1998.
Haukastúlkur komnar
í úrslitarimmuna
Félagsskipti hafnfirsku
knattspyrnuliðanna
HNEFALEIKAR Hnefaleikafélag
Hafnarfjarðar fór til Danmerkur í
mars til að taka þátt í opnu móti
fyrir félagslið. Mótið er talið meðal-
sterkt þar sem að nokkrir keppendur
er skráðir í A flokk en fleiri í B eða C
flokki. Hafnfirðingarnir sendu fimm
keppendur og tveir af þeim unnu gull.
Arnór Már Grímsson sigraði í A flokki
í -69 kg og Alexander Bjarki Svavars-
son í C flokki í -64 kg. Hinir þrír kepp-
endurnir, Ásdís Rósa Gunnarsdóttir,
Máni Borgarsson og Anna Soffía Vík-
ingsdóttir töpuðu öll naumlega í úr-
slitunum. Næst á dagskrá hjá hnefa-
leikurum Hafnarfjarðar verður ferð á
eitt stærsta félagsliðamót í Evrópu,
Haringey Box Cup en sem fram fer í
London í júní.
Skipst á höggum
í Danmörku
Komast öll
Hafnarfjarðarliðin
í úrslitakeppnina?
Mynd: Axel Finnur Gylfason