Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 10

Gaflari - 03.04.2014, Blaðsíða 10
10 - gaflari.is Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að gefa kost á mér í stjórnmál í bænum okkar er sú að mér fannst mikilvægt að standa vörð um og halda áfram að byggja upp Vellina þar sem ég hef búið í næstum 10 ár. Á meðan framkvæmdir og upp- bygging hverfisins voru í hámarki skall efnahagshrunið á og við það stöðvuðust framkvæmdir skyndi- lega. Eftir stóð hverfi þar sem víð- ast hvar voru og eru, hálfkláruð verk- efni. Íbúar hverfisins, og ég þar á meðal, upplifðu eins og hverfið hafi orðið út undan í uppbyggingu bæjar- ins. En auðvitað einskorðaðist það ekki við Vellina, það einfaldlega hægðist verulega á framkvæmd- um í bænum sem og annars staðar á landinu við efnahagshrunið. Nú þegar fjárhagsstaða bæjarins hefur styrkst verulega er alveg ljóst að fara þarf í fjölmörg verkefni á Völl- unum. Eitt af þeim verkefnum er grænkun svæðisins. Samþykkt hefur verið að gera það í áföngum á næstu árum en mikilvægt er að sátt náist við íbúa hverfisins hvernig þessi verk- efni fara fram. Það þarf að ná sátt við iðnaðarhverfið og hugsanlega er ein leið til þess að skilja hverfin betur að með gróðri. Auðvitað mega sum iðnaðarhverfi taka sig veru- lega á þegar kemur að umgengni. Það sama á við um húsnæði sem eru í eigu bankastofnana eins og á Tjarnarvöllum í „græna” húsinu. Það er fyrsta húsið sem við sjáum þegar við keyrum inn í hverfið og þar er um- gengnin til skammar. Það eru áform um það að Lands- net flytji rafmagnslínurnar og að breytingar verði gerðar á spennu- virkjunum sem liggja meðfram Ásvallarbraut. Þetta verkefni hefur tafist eins og við íbúar á Völlunum höfum því miður orðið varir við. Nú eru áform um að Landsnet ráðist í þessi verkefni ekki seinna en árið 2016. Íbúar á Völlunum hafa lagt til að farið verði í undirskriftasöfnun til að setja frekari þrýsting á Landsnet að hefjast handa fyrr. Mér finnst það góð hugmynd. Krafa frá grasrót bæjarbúa hlýtur að koma fyrirtæki eins og Landsnet í skilning um það að spennuvirki og rafmagnslínur af þessari stærðargráðu eiga ekki heima í slíkri nálægð við íbúabyggð. Auk þess þurfa bæjaryfirvöld að halda áfram að setja þrýsting á Landsnet, enda liggur það fyrir að það verður ekki auðvelt að selja lóð- ir í framtíðinni í Skarðshlíðinni verði frekari tafir á framkvæmdum. Þarna geta Vallarbúar og bæjaryfirvöld sett í sameiningu mikinn þrýsting á verkefnið. Sala á 25 íbúðum á einum sólarhring í einni byggingu nýverið sýnir svo ekki verður um villst að hér vill fólk búa. Með tilkomu Ásvallabrautar mun hverfið byggjast enn frekar upp. Það er því mikilvægt að standa vörð um hverfið okkar. Vallarbúar eru afar ánægðir með hverfið sitt og hér líður fólki vel. En við höfum sterkar skoð- anir og viljum vera með í ákvarðana- töku. Við viljum hafa áhrif á það hvernig hverfið verður grænkað. Við viljum þrýsta á fleiri sorptunnur í hverfinu. Við munum væntanlega sjálf fara af stað með undirskriftasöfnun og þrýsta á Landsnet að þeir hefji brott- flutning á rafmagnslínum og svona mætti lengi halda áfram. Ófeigur Friðriksson Vallarbúi og er í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar H a f n a r f j ö r ð u r stendur á tímamót- um. Valið stendur um hvort við ætlum að láta slæma fjár- hagsstöðu draga úr okkur kjark eða ætlum við að snúa vörn í sókn, byggja upp og horfa bjartsýn fram á veginn? Meirihluti vinstri manna hefur eftir tólf ára samfellda valdatíð sína kom- ið bæjarfélaginu í hóp allra skuldsett- ustu sveitarfélaga landsins. Skuldirn- ar nema nú um 40 milljörðum króna eða um 1.500 þúsund krónum á hvern íbúa. Nýlegt tilboð um endurfjár- mögnun hluta lána bæjarins breytir engu þar um. Fyrirhuguð endurfjár- mögnun, sem Seðlabankinn á reyndar eftir að veita heimild fyrir, gengur út á að framlengja lánunum. Þar vegur þyngst um 10 milljarða króna lán hjá slitastjórn Depfa-banka en einnig er um að ræða endurfjármögnun á um 1,5 milljarða króna skammtímaskuld- um, sbr. yfirdráttarheimild ofl. Meirihlutinn virðist ekkert hafa lært, ekki hafa nein raunveruleg úrræði til að leysa skuldavandann eða auka tekjurnar og hyggst bara halda áfram á sömu braut skuldasöfnunar. Auka þarf umsvif í bæjar- félaginu Við sjálfstæðismenn höfum lagt til leiðir sem miða að því að lækka skuld- ir, auka tekjur og treysta fjárhags- stöðu bæjarins. Eina þeirra lögðum við fram í desember síðastliðnum um að sett yrði af stað atvinnuþró- unarverkefni. Í tillögunni var gert ráð fyrir að markaðs- og kynningarmál sveitarfélagsins yrðu efld með átak í sölu atvinnulóða, nýsköpun og með atvinnuþróun að leiðarljósi. Leitað yrði nýrra leiða til að efla og fjölga fyrirtækjum í bænum til að auka tekjur bæjarins og fjölga atvinnu- tækifærum. Gert var ráð fyrir að 30 milljónir króna yrðu settar í verkefnið en að lóðasöluátakið skilaði 300 milljónum króna á þessu ári. Þessari tillögu, eins og flestum öðrum upp- byggilegum tillögum sjálfstæðis- manna á kjörtímabilinu, var hafnað. Núverandi meirihluti virðist hafa lagt árar í bát, ýtir vandanum sífellt á undan sér og hefur fulltrúa minni- hlutans ekki með í ráðum. Mörg tækifæri í skapandi greinum Fjölmörg tækifæri eru á sviði menn- ingar-, lista- og ferðamála og leysa þarf úr læðingi þann mikla kraft sem býr í hafnfirsku skapandi fólki. Það eru augljós merki þess að eftir ládeyðu hefur bjartsýnin og baráttu- gleðin brotist fram og fólk eygir von um breytingar í bænum. Við Hafn- firðingar búum við sérstöðu á meðal annarra sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu í mörgu tilliti, hér eru gömlu húsin, höfnin, miðbærinn, hraunið og upplandið. En ekki síst býr hér kröft- ugt fólk sem er tilbúið að láta til sín taka. Við sjálfstæðismenn viljum sækja fram, auka umsvif og líf í bæn- um og leyfa einstaklingunum að njóta sín. Við ætlum að breyta og byggja upp til framtíðar fyrir Hafnarfjörð. Það er kominn tími til. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. U N bókhald ehf Allt á einum stað - Bókhaldsþjónusta - Stofnun félaga - Skattframtöl - Húsfélagaþjónusta - Ársreikningar 568 5730 | unbokhald@unbokhald.is | Reykjavíkurvegi 64 UMRÆÐAN Stöndum vörð um Vellina okkar Með kjark og bjartsýni að leiðarljósi

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.