Gaflari - 03.04.2014, Page 13

Gaflari - 03.04.2014, Page 13
A f l e g g j a r a n u m eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem er sannkallað sálar- konfekt. Maður pælir í þessari sögu fram og til baka, bæði á meðan lestri stendur og eftir að honum lýkur. Saga af rauðhærð- um strák sem fer út í heim með rósir í bakpokanum. Hún var tilnefnd til norrænu bókmenntaverðlaunanna. Fyrir herra Spock, MacGyver og mig sem er geislaplata gaflarans Sveins G u ð m u n d s s o n a r sem er verðandi doktor í mannfræði og kom út seint á síðasta ári. Sveinn átti eitt lag á topp 30 lista ársins og er klárlega svar suðurhluta Hafnar- fjarðar við Bob Dylan. Og þeir sem ekki vita þá á Sveinn ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana enda var faðir hans, Guðmundur heitinn Sveinsson, einn meðlima Randvers, kennarasveitar sem stofnuð var í Öldutúnsskóla veturinn 1974. Blómum til að gleðja augað og koma heimilinu í vorfílinginn. Ef enginn gefur þér blóm, farðu þá og kauptu þér sjálf/ur. Í blómabúðinni Burkna, á Linnetstíg, má finna gott úrval blóma, svo sem Perluliljur eða Muscari sem koma manni svo sannarlega í sumarskap. Það er fátt sem jafnast á við að setja blóm í vasa eftir að hafa þrifið heimil- ið hátt og lágt og ef maður á ekki blóm skilið eftir helgarhreingerninguna hvenær þá? Gönguferð að kvöldlagi með- fram strandlengju Hafnarfjarðar. Frá- bær göngustígur sem er vel upplýstur og bekkir til að setjast á og njóta kyrrðar og útsýn- is. Hvort sem þú ferð í rómantískan göngutúr með elskunni þinni eða alein/n þá er bæði jafn fallegt og endurnærandi og varla til betri leið til að anda að sér hafnfirska vorinu. gaflari.is - 13 Heimir er sögukennari, rappari og fyrrum meðlimur Skyttanna. Hann er nýfluttur aftur í Fjörðinn en hann bjó á Akureyri í nokkur ár og kenndi við MA. Heimir er alæta á tónlist en nú er það rappið sem einkennir það sem hann setur á fóninn. Sean Brown - Whole Foods 2. Rakst á mixteip eftir þennan fjölhæfa mann um daginn. Þetta mjög góð blanda af hiphopi, rappi og pínu poppi frá LA. Fílaði það heldur betur og þar af leið- andi fór ég að grafa eftir meiru. Freddie Gibbs & Madlib - Piñata. Allt sem Madlib sendir frá sér þarf ég að hlusta á. Það er eitthvað við þetta djassfönkfjúsíonhiphop sem krefst athygli minnar. Ekki að það sé allt frábært eða snilld en þessi plata sem hann vann með Freddie Gibbs er frá- bær og að miklu leyti Freddie Gibbs að þakka. De La Soul - Buhloone Mindstate. Sennilega uppáhaldsplatan mín af öllum uppáhaldsplötunum mínum. Það er eitthvað við þessa kæruleys- islegu blöndu af rappi, djassi og alls- konar sem heillar mig. Einhvern veg- inn enda ég alltaf með þessa plötu í eyrunum. Mig langar að vita hvað Lára Rúnars- dóttir, söngkonan og nýbúinn í Hafnarfirði, er að hlusta á þessa dag- ana. Ég skora á hana hér með. Í spilaranum Hvað er í spilaranum hjá Heimi Björnssyni? GAFLARI MÆLIR MEÐ...

x

Gaflari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.