Gaflari - 03.04.2014, Síða 16
Kristján Theodór
Sigurðsson
eðlisfræðisnillingur
Kristján Theodór er 19 ára Flens-
borgari sem á dögunum gerði sér
lítið fyrir og vann sér inn sæti í landsliði
Íslands í eðlisfræði. Hann keppir því
á Ólympíuleikunum í eðlisfræði í
Astana í Kazakstan í júlí. Sjá viðtal á
gaflari.is
„Kristján Theodór
er heilsteyptur og
góður strákur. Hann er
heiðarlegur, traustur og
hógvær. Það hefur aldrei verið neitt
vesen á honum. Hann er félagslyndur,
hress og hefur alltaf átt auðvelt með
að bræða fólk. Stærðfræði hefur
alltaf legið mjög vel fyrir honum og
það kom mér því ekkert sérstaklega
á óvart þegar hann náði þessum góða
árangri.“
Sigurður Th. Guðmundsson, pabbi.
„Kristján Theodór er
mjög góður vinur enda
er hann minn besti
vinur og ég get treyst
honum fyrir öllu. Kristján Theodór er
mjög hress og skemmtilegur. Hann
er alls ekki þetta hefðbundna nörd.
Hann kann að lifa lífinu og skemmta
sér. Við höfum farið til útlanda saman
og í margar sumarbústaðarferðir.
Hann nær einhvern veginn að gera
miklu meira úr tímanum en við hinir,
hann er duglegur að vinna, læra og
stunda félagslífið þannig að hann er
greinilega mjög skipulagður.“
Birgir Óli Snorrason, vinur.
Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum,
allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin.
Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla.
Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við sölumenn okkar.
Svíf þú inn í svefninn
RÚMDalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is
ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Sigríður Anna Sigurð-
ardóttir, gullsmiður.
Helgin mín verður stút-
full af skemmtilegheit-
um enda ætla ég að vera í Hafnar-
firði alla helgina. Ég er svo heppin að
vinna í skemmtilegustu vinnu í geimi
og fæ að leiðbeina mömmum, ömm-
um, frænkum og frændum með val á
fermingargjöfum en fermingar eru í
hámarki þessa dagana. Á föstudags-
kvöldið ætla ég að skemmta mér með
ofurhressum FH konum á Konukvöldi
FH í Kaplakrika. Laugardagar eru
alltaf skemmtilegir í búðinni minni
því þá er andrúmsloftið oft eitthvað
svo létt og afslappað. Um kvöldið á ég
von á að Timo dekri við mig með góðri
steik úr Kjötkompaníinu. Á sunnudög-
um förum við hjónin gjarnan í góða
göngu, ég baka oftast eitthvað með
kaffinu og svo er alveg extra gott að
enda helgina í heita pottinum.
Ólafur Helgi Guðmunds-
son, stoðtækjasmiður.
Eftir vinnu á föstu-
daginn ætla ég að taka
því rólega og hef engin önnur plön
en að slaka á. Laugardagar hefjast
oftast á því að ég fer í ræktina og
eftir hádegi er ætlunin að fara í vor-
hreingerningu og tiltekt í geymslunni.
Færa til dót og henda helst engu. Um
kvöldið verður grillið líklegast tekið
fram. Ef veður leyfir verður stefnan
sett á Helgafellið á sunnudaginn, svo
eru rólegheit eftir það og vonandi nær
fjölskyldan að borða saman á sunnu-
dagskvöldið.
STENDUR UPP ÚR
HELGIN MÍN