Gaflari - 10.04.2014, Qupperneq 8

Gaflari - 10.04.2014, Qupperneq 8
Pétur Sigur­ gunnars son Pétur Sigurgunnarsson er mörgum Hafnfirðingum vel kunnugur. Pétur sem oftast er kenndur við fyrirtæki sitt Marko-Merki stóð um síðustu helgi fyrir merkjasölu í bænum til styrktar Klettaskóla í Reykjavík og rennur ágóði sölunnar til tölvukaupa fyrir skólann. Pétur hefur í gegnum tíðina oft látið málefni þeirra sem minna mega sín sig varða og margir hafa fengið að njóta góðvildar hans. „Pétur er duglegur, drífandi og þolir ekk- ert hangs. Ef eitthvað vantar er bara brunað af stað og náð í það, það verður allt að vera tipp topp. Hann er hreinskilinn og liggur ekki á skoðunum sínum, og kem- ur til dyranna eins og hann er klæddur. Pétur má ekkert aumt sjá, er hjálpsamur og hugsar vel um náungann. Og svo er hann duglegur að segja mér, börnum og barnabörnum hversu hreykinn hann er af okkur.“ Hjördís Guðjónsdóttir, eiginkona „Pétur vinur minn er með stórt hjarta. Hann er alltaf reiðubúinn að leggja sitt af mörkum við að aðstoða og ýta af stað fjáröflun þar sem þörfin er mikil. Ég hef þekkt Pétur og fjölskyldu hans í mörg ár og þau eru gott fólk heim að sækja. Hann er hugmyndaríkur og kappsamur. Hann er ekki allra en við sem eigum hann að erum glöð með okkar mann.“ Örn Geirsson, vinur Péturs STENDUR UPP ÚR Axel Guðmundsson, skóla stjóri Vinnu skólans „Ég bara get ekki beðið eftir helginni. Á laugar- daginn er árgangamót FH þar sem ‘89 árgangurinn mun að sjálfsögðu bera sigur úr býtum. Á laugardags- kvöldið er Herrakvöld FH í Krikanum sem vonandi verður jafn glæsilegt og skemmtilegt og alltaf. Sunnudagur- inn mun líklega einkennast af enska boltanum, lærdómi og svo ætla ég að vona að amma bjóði mér í kjúkling um kvöldið. Þannig að helgin mín verður bara nokkuð góð og vonandi verður þín það líka. Góða helgi.“ Hulda Helgadóttir, ritari „Á föstudag eftir vinnu er ég komin í páskafrí sem er dásamlegt. Ég ætla að byrja helgina í fertugsafmæli hjá litla bróð- ur, honum Rögga. Á laugardaginn er þriðja Landsbanka- mót Sörla og þarf ég að fylgjast með því þar sem elsti minn er að fara að keppa og e.t.v. bóndinn líka. Á laugar- dagskvöldið á ég von á að það verði bara slakað á. Á sunnudaginn brunum við svo austur fyrir fjall í fermingarveislu á Selfossi.“ HELGIN MÍN Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956 hluti af Bygma VOr í hafnarfirði hÚsAsmiðJA n Og BlómAVAl h AfnArfirði 10.995 kr. háþrýstidæla C105 14.995 kr Háþrýstidæla C105.6-5 105bar,5m slanga. 5254249 32.900 kr. Author Vectra reiðhjól 26” 18 gírar Shimano Revoshift. 3899998 frábær hjól fyrir alla fjölskylduna 6 gírar Shimano Revoshift. 3899947 gasgrill Weber Q120 svart ferðagrill 39.890 kr. Weber Q120 Brennari: 2,64 kW. Grillflötur: 42x32 cm 3000244 33.900 kr. Author energy reiðhjól 20” 399 kr Páskaliljur tet a tet 479 kr 799 kr. Páskagreinar 899 kr 9.995 kr. hleðsluborvél 13.995 kr Rafhlöðuborvél Black&Decker EPC12CAB 2 rafhlöður 5245999 Hekkklippur 5084715 1.499 kr hekkklippur Frábært verð

x

Gaflari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.