Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Síða 12

Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Síða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. janúar 2014 Mennta­ og menningar mála­ ráðuneytið hefur beitt sér fyrir aðgerðum til að draga úr brott­ hvarfi í framhaldsskólum og er samræmd skráning á brotthvarfi hluti af þeim aðgerðum. Aflað var upplýsinga um ástæður fyrir brotthvarfi þeirra nemenda sem hættu námi á vorönn 2013 og var þetta í fyrsta sinn hér á landi sem kallað var kerfis­ bundið eftir ástæðum brott­ hvarfs frá nemendunum. Skráð var ein aðalástæða hjá hverjum nemanda fyrir brotthvarfi og var það lagt í hendur náms­ og starfsráðgjafa skólanna að meta hver væri meginástæða fyrir brotthvarfi hvers og eins. Helstu niðurstöður Samkvæmt upplýsingum frá 28 skólum af 31 kom fram að 1002 nemendur hefðu hætt námi á vorönn 2013, þ.e. hurfu frá námi án þess að ljúka prófum í lok annarinnar. Af þeim fóru 117 nemendur í annan skóla og má því segja að 885 nemendur teljist eiginlegir brotthvarfsnemendur á vorönn 2013. Ekki var marktækur munur á milli kynja á heildar­ fjöld a þeirra sem hættu í námi. Á framhaldsskólastigi stund­ uðu 25.460 nemendur nám á haustönn 2012 og gera má ráð fyrir að svipaður fjöldi hafi stundað nám á vorönn 2013. Féll á mætingu 251 Fór að vinna 112 Fór í annan skóla 117 Annað 77 Líkamleg veikindi 63 Vísað úr skóla/brot á skólareglum 61 Persónulegar ástæður 54 Þunglyndi, andleg veikindi 45 Hafði ekki áhuga á náminu 43 Fjárhagsaðstæður 30 Kvíði, andleg veikindi 29 Annað, andleg veikindi 28 Flutningar 21 Annað, námsörðugleikar 20 Neysla/meðferð 13 Nám of erfitt 9 Náði ekki að mynda tengsl/ vanlíðan í skóla 7 Þungun/erfið meðganga 7 Lesblinda, námsörðugleikar 5 Félagsfælni, andleg veikindi 4 ADHD, námsörðugleikar 3 Veikindi barna 2 Samskiptaörðugleikar við starfsfólk skóla 1 Sá hópur, sem hætti eða var vísað úr skóla var vegna slakrar mætingar, er lang stærstur eða 251 og þar af voru 183 nem­ endur í einungis þremur skól­ um. Rétt er að hafa í huga að reglur um skólasókn geta verið misjafnar eftir skólum og skól­ arnir taka við misjöfnum hópi nemenda. Þó er ljóst, samkvæmt niðurstöðum skráninga, að greina þarf betur hvað liggur að baki slakri mætingu svo hægt sé að minnka brotthvarf hjá þess um hópi. Frekari aðgerðir gegn brotthvarfi Ráðuneytið hefur ákveðið að halda áfram að kalla kerfis­ bundið eftir ástæðum brott­ hvarfs frá nemendunum og stuðla þannig að aukinni þekk­ ingu á viðfangsefninu. Þá hefur verið gerð tilraun í þremur framhaldsskólum með skimunarpróf þar sem skimað var fyrir nemendum í brott­ hvarfsáhættu. Var gerður góður rómur að þessari tilraun. Ekki mikið brottfall vegna mætinga í Flensborg Skv. upplýsingum Magnúsar Þorkelssonar skólameistara Flens borgarskóla er léleg skóla­ sókn ekki áberandi sem ástæða brottfalls í skólanum. Þó er brottfall í Flensborg vel yfir meðaltalinu. Frábær golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 5-10 ára Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 5-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis. Æfingar verða á laugardögum, 12 vikur í röð frá 11. janúar til 29. mars 2014. Þátttökugjald er 5.000 kr. fyrir veturinn. Þátttakandi þarf að vera í fylgd með fullorðnum. Aldurskipting og mæting: 5-7 ára kl. 09:15 – 10:00 8-10 ára kl. 10:00 – 10:45 Kylfur á staðnum fyrir alla. Nánari upplýsingar: bjorgvin@keilir.is Markmið með námskeiði er að gefa innsýn í grunnatriði í golftækni, auka þekkingu og stuðla að bættri grunn- þekkingu á golftækni: - Hendur á kylfu - Staða líkamans fyrir sveifluna - Staða kúlunnar í stöðunni - Að stefna rétt á skotmark - Golfsveiflan í heild Bæklingur/námsgögn í lok námskeiðs. 5 tímar x 60 mín. Verð: 10.000 kr.- pr. mann. Sex saman á námskeiði. Þátttakendur kaupa sjálfir bolta hjá Hraunkoti. Ótrúleg tilboð af boltakortum. Hægt er að fá lánaðar kylfur hjá kennara. Kennari er Karl Ómar Karlsson, PGA golfkennari. Skráning sendist á: karl.omar.karlsson@akranes.is Golfnámskeið fyrir allar ömmur, mömmur, dætur og allar aðrar stelpur í Hraunkoti Námskeið 1 1. tími mán. 20. jan. kl. 17/18/19 2. tími mán. 27. jan. kl. 17/18/19 3. tími mán. 3. febr. kl. 17/18/19 4. tími mán. 10. febr. kl. 17/18/19 5. tími mán. 17. febr. kl. 17/18/19 Námskeið 2 1. tími þri. 21. jan. kl. 17/18/19/20 2. tími þri. 4. febr kl. 17/18/19/20 3. tími þri. 18. febr. kl. 17/18/19/20 4. tími mán. 24. febr. kl. 17/18/19/20 5. tími mán. 3. mars kl. 17/18/19/20 Námskeið 3 1. tími miðv. 22. jan. kl. 17/18/19/20 2. tími miðv. 5. febr. kl. 17/18/19/20 3. tími miðv. 19. febr. kl. 17/18/19/20 4. tími fim. 6. mars kl. 17/18/19/20 5. tími mán. 10. mars kl. 17/18/19/20 3,9% framhaldsskólanema hættu Fjórðungur féll á mætingu Gaflari.is í nýjum höndum Eftir að fjölmiðladeild Flens­ borgarskólans var lögð niður fengu nokkrir ein stakl ingar í hendurnar lénið gaflari.is sem var í eigu Flens borgar skólans. Þar á meðal eru kenn arar við skólann og fyrrum nemendur. Í hópnum eru þau Alda Áskels dóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir, Júlíus Andri Þórðarson, Jökull Más­ son, Vilhjálmur Valgeirsson og Þorsteinn Haukur Harðarson. Nýi vefurinn, sem er frétta­ og lífsstílsvefur var formlega opnaður sl. föstudag í anddyri Bæjarbíós. Ingvar Viktorsson klippti á borðann og opnaði vefinn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.