Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. janúar 2014 Sunnudagurinn 2. febrúar Messa með nýjum sálmum kl. 11 Sr. Jón Helgi og Guðmundur organisti leiða stundina. Sunnudagaskóli kl. 11 Miðvikudagurinn 5. febrúar Morgunmessa kl. 8.15 Morgunmessa kl. 8.15-8.45. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn RAGNAR SCHEVING ÚTFARARÞJÓNUSTA ÓLÖF HELGADÓTTIR ÚTFARARÞJÓNUSTA HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON ÚTFARARSTJÓRI FRÍMANN ANDRÉSSON ÚTFARARSTJÓRI FJÖLSMÍÐ LÍKKISTUVINNUSTOFA Síðan 1993 Stapahraun 5 220 Hafnarfjörður www.uth.is uth@simnet.is 565-9775 Hafnfirska fréttablaðið Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður haldið um helgina og er það að eins opið félögum í Sjálf stæðis­ félögum og þeim stuðnings mönn­ um sem óskað hafa eftir inngöngu fyrir kjörfund. Það er miður að fleirum gefist ekki kostur á að taka þátt og að mínu mati lýsir það vantrausti á kjósendur. Sennilega vildu flestir bæjarbúar fá að kjósa einstaklinga til bæjarstjórnar en með núverandi kosningafyrirkomulagi er eini möguleikinn að hafa áhrif á val einstaklinga með þátttöku í prófkjöri. Flokkarnir hafa ekki gefið út neina stefnuskrá og því er ekki verið að kjósa um stefnu heldur miklu fremur um einstaklinga. Það eru örugglega margir sem vildu styðja gott fólk til starfa ­ í hvaða stjórnmálaflokki sem er. Það er ekki öfundsvert að taka þátt í prófkjöri því í því þurfa menn að sannfæra kjósendur um sitt eigið ágæti. Flestir falla í þá gryfju að lýsa ástandinu í bænum í dag og pólitíkinni eins og hún hefur verið en láta hjá líða að skýra með hvaða hætti þeir ætla að bæta ástandið í bænum. Það er auðvitað göfugt að vilja greiða niður skuldir bæjarins en það væri sanngjarnt gagnvart kjósendum að segja hvar menn ætli að fá peninga til þess. Hvernig ætla menn að efla atvinnulífið, selja fleiri lóðir og eiga líka pening til að kosta það sem menn telja að vanti í bæjarfélagið. Ekkert er ókeypis og í dag er mikið rætt um hálkuna og hálkuvarnir. Jafnmiklu á að eyða til að kaupa færanlegt skautasvell og fór í allan snjómokstur á síðasta ári! Samt er tækjakostur til snjómoksturs lítill og margur úr sér genginn og ekki er veitt fjármagni til endurnýjunar. Það er kannski betra til vinsælda að lofa skautasvelli en tækjum til að hreinsa gangstéttar? Á sama tíma hefur enginn rænu á að tryggja gott skautasvell á Læknum, t.d. með sópun og vatnsdælingu. Vörumst kosningaloforðin! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Víðistaðakirkja Sunnudaginn 2. febrúar Fjöskylduhátíð kl. 11.00 Hera Björk kemur í heimsókn og syngur, ein og með Barnakór Víðistaðkirkju. Stjórnandi: Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Umsjón: Eva Björk Valdimarsdóttir guðfræðingur Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 2. febrúar Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Barnakór Ástjarnarkirkju syngur Alfanámskeið fyrir unglinga á þriðjudögum kl. 18.45 Eldriborgararastarf á miðvikudaginn 5. febrúar kl. 13.30 Ásthildur Linnet framkvæmdastjóri Rauða krossins í Hafnarfirði verður gestur fundarins. www.astjarnarkirkja.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudagurinn 2. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Foreldramorgnar á miðvikudögum kl. 10 Krílasálmar á fimmtudögum kl. 10.30 www.frikirkja.is Láttu ekki lélegan rafgeymi spilla góðum degi! Álagsprófun og hleðslumæling á gamla rafgeyminum og ísetning á nýjum – viðskiptavinum að kostnaðarlausu RAFGEYMASALAN Dalshrauni 17 • sími 565 4060 www.rafgeymar.is © H ön nu na rh ús ið e hf . Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Pabba- og afadagur í leikskólanum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.