Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Page 15

Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Page 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 30. janúar 2014 Íþróttir Handbolti: 28. jan kl. 20, Kaplakriki FH - Fylkir úrvalsdeild kvenna 30. jan. kl. 19.30, Framhús Fram ­ FH úrvalsdeild karla 30. jan. kl. 20, Austurberg ÍR ­ Haukar úrvalsdeild karla 31. jan. kl. 19.30, Grafarvogi Fjölnir ­ ÍH 1. deild karla 1. feb. kl. 14, Ásvellir Haukar - KA/Þór úrvalsdeild kvenna Körfubolti: 30. jan. kl. 19.15, Stykkish. Snæfell ­ Haukar úrvalsdeild karla 2. feb. kl. 19.15, Keflavík Keflavík ­ Haukar undanúrslit bikarkeppni kvenna 5. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Hamar úrvalsdeild kvenna Handbolti úrslit: Konur: HK ­ FH: 17­23 Fylkir ­ Haukar: 22­29 Karlar: ÍH ­ Þróttur: 26­25 Körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ Valur: 69­91 Karlar: Haukar ­ ÍR: 85­88 – B Í L AV E R K S T Æ Ð I – VA R A h L u T I R o g V I Ð g E R Ð I R – FR U M www.bilaraf.is bilaraf@bilaraf.is Bílaraf ehf. Strandgata 75 220 Hafnarfjörður Hemlahlut ir, kúpl ingar, startarar, al ternatorar, rafgeymar, bi lanagreiningar o.f l . o.f l . Sími 564 0400 Fjallakofinn – vaxandi verslun Opið lengur í verlun Fjallakofans á Reykjavíkurveginum Útivistarverslunin Fjallakofinn opnaði sína fyrstu verslun árið 2004 að Bæjarhrauni 14 hér í bæ og því fagnar Fjallakofinn tíu ára starfsafmæli sínu í ár. Þrjár verslanir Fjallakofinn rekur nú þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Kringlunni 7, Laugavegi 11 og að Reykjavíkurvegi 64. Verslun Fjallakofans að Reykjavíkurvegi er sú sem lengst hefur verið starfrækt og má segja að hún hafi markað upphaf Fjallakofans eins og hann er í dag. Rekstur Fjallakofans hefur gengið vel hér í Hafnarfirði og því hefur verið ákveðið að auka vöruúrval og þjónustu enn frekar og hefur afgreiðslutími nú verið lengdur. Fjallakofinn, Reykja­ víkur vegi 64, er nú opinn alla virka daga frá kl. 10­18. Með þessu vill Fjallakofinn gera við­ skiptavinum sínum kleift að nálg ast allar þær gæðavörur sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða í heimabyggð. Völkl skíði Fjallakofinn býður upp á fjölbreytt úrval útivistarbúnaðar og verslar með mörg af þekktustu vörumerkjum útivistargeirans, s.s. Scarpa, Marmot, Smartwool, Arc‘teryx, Petzl, Black Dia­ mond, Smith o.fl. Síðustu ár hefur áhugi Íslendinga á útivist aukist verulega og Fjallakofinn hefur lagt metnað í að bjóða einungis vandaðan búnað sem þarf til þess að gera góða ferð enn betri. Síðustu misseri hefur áhuginn á fjallaskíðamennsku aukist til muna og nýjasta við­ bótin í vöruflóru Fjallakofans eru fjalla­ og svigskíði frá þýska fram leiðandanum Völkl og skíðabindingar frá Marker. Starfsfólk Fjallakofans býður alla velkomna að koma í heim­ sókn og skoða vöruúrvalið sem í boði er. Sandra Ýr Andrésdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir taka á móti viðskiptavinum á Reykjavíkurveginum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lesendur hafa orðið: Áskorun til bæjarbúa Þar sem efnahagur bæjarsjóðs er mjög slæmur, skuldir miklar og engir peningar til, þá hefur bærinn ekki efni á að sandbera gangstéttir í íbúðargötum, ein­ ungis eru sandaðir helstu göngu­ stígar. Það er alltaf verið að hvetja börnin til að ganga í skólann en það er erfitt fyrir þau að ganga á gangstéttunum í húsagötunni því að þar eru bara göturnar sand­ aðar. Því vill ég skora á bæjarbúa að sanda eða bræða klakann á gangstéttunum fyrir framan hús­ in sín svo börnin þurfi ekki að ganga á götunni. Hægt er að fá sand hjá Áhalda­ húsinu, jafnvel eftir lokun, í poka eða kerrur og þeir bjóða einnig upp á poka. Sjálfur er ég búinn að bræða gönguslóð og sanda gangstéttina fyrir framan hjá okkur. Sigurður Valgeirsson Tilboð í janúar á heilsunuddi og gjafabréfum kr. 5.900 Heilsunuddstofa Unnars Strandgötu 11, 3. hæð Pantanir í síma 774 8507 www.facebook.com/ fjardarposturinn ..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983 Grímutölt Sörla Árlegt grímutölt Sörla verður haldið að Sörlastöðum við Kaldárselsveg á laugardaginn kl. 14. Síðustu ár hafa búningar verið hver öðrum skemmtilegri. Keppt verður í flokkum polla, barna, unglinga og fullorðinna auk þess sem 4 lið mæta til keppni í kókosbolluboðhlaupi. Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn í hverjum flokki auk þess sem tilþrifaverðlaun verða veitt. Þátttakendur geta skráð sig á www.skraning.is. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og fylgjast með glæsilegri keppni og eru hvattir til að mæta í búningi. Kaffisala er á staðnum og frítt er inn. Systkini þrepameistarar Innanfélagsmót Bjarka í áhaldafimleikum keppnishópa var haldið á laugardaginn. Þar gerðist það að þrjú systkini urðu þrepameistar, hver í sínum flokki, þau Fannar Logi í 1. þrepi pilta, Birta Líf í 4. þrepi stúlkna og Hrefna Lind í 5. þrepi stúlkna. Öll eru þau Hannesarbörn. Á myndinni má sjá þau frá vinstri: Fannar Frey, Birtu Líf og Hrefnu Lind.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.