Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5 Fimmtudagur 6. febrúar 2014
Hafnarborg Kl. 19:00–24:00
H N I T – Haraldur Jónsson
Haraldur Jónsson hefur sett svip sinn
á íslenskt myndlistarlíf um árabil.
Á sýningunni H N I T í Sverrissal sýnir
hann ný verk, bæði teikningar og
skúlptúra, sem hvert á sinn hátt virkja
skynjun mannsins á eigin tilfinningum,
upplifun af rými og táknum.
Þitt er valið – síbreytileg sýning
valin af almenningi
Á sýningunni Þitt er valið eru sýnd
verk úr safneign Hafnarborgar sem nú
hefur að mestu verið birt almenningi
í gegnum Sarp. Á vef Sarps getur hver
og einn kynnt sér verkin í safneigninni
og sent inn ósk um að eitt þeirra verði
hluti af sýningunni. Vefslóð Sarps er
www.sarpur.is
bóKasafn Hafnarfjarðar
Kl. 19:00–24:00
Arfur aldanna - Horfin verkþekking
Yfirlitssýning yfir verk Hjalta Hafþórs-
sonar (tile.is) en hann hefur undanfarin
ár unnið að því að smíða 15. og 16.
aldar báta með gamla laginu.
EDGE - Projekt Polska
Ljósmyndir pólskra rithöfunda
Projekt Polska.is - odbędzie się wystawa
fotograficzno-literacka. Do współpracy za-
prosiliśmy Ośrodek Postaw Twórczych z
Wrocławia, Krakowskie Szkoły Artystycz-
ne oraz Korporację Ha!art. Tematem
wystawy są szeroko rozumiane Obrzeża.
Ljósmyndasýning á verkum pólsku
rithöfundanna Anna Domanska frá
KSA Krakow Poland og Krzysztof
Solarewicz frá OPT Wroclaw - Ha!art
Corporation frá Krakow Poland
Köngulóarkompan - Vesturkot
Sýning á verkum leikskólabarna úr
Hafnarfirði. Börnin hafa meðal annars
búið til köngulær og verða þær í sér-
staklega útbúinni myrkri köngulóar-
kompu á barnadeild þar sem eingöngu
vasaljós eru notuð til að rata um.
Ratleikur um bókasafnið
Ratleikur er skemmtileg leið til að
skapa spennu og laða fram keppnis-
skapið. Vegleg verðlaun eru í boði og
allir þátttakendur fá smá glaðning.
byggðasafn Hafnarfjarðar
Kl. 19:00–24:00
Þjóðbúningakynning
Annríki, þjóðbúningar og skart verða
með þjóðbúningakynningu, sýningu
og spjall um búningana og handverkið
sem þeim fylgja í Sívertsens-húsinu.
Magnað myrkur
Í Pakkhúsinu bjóða nemar úr Iðnskól-
anum í Hafnarfirði upp á gjörning sem
tekur mið af þema Safnanætur Magnað
myrkur. Gestir geta virt fyrir sér ljósa-
gang Iðnskólans allt kvöldið.
Hús Bjarna Sívertsen og fjölskyldu
Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnar-
fjarðar, byggt á árunum 1803–1805
fyrir Bjarna Sívertsen, sem var mikill
athafnamaður í Hafnarfirði á árunum
1794–1830. Húsið verður opið gestum
á Safnanótt.
Verslunarminjasýning í Beggubúð
Í verslunarhúsinu Beggubúð sem byggt
var 1906 er verslunarminjasýning
Byggðasafns Hafnarfjarðar, húsið
verður opið gestum á Safnanótt.
Þannig var - Saga Hafnarfjarðar
Pakkhúsið er aðalsýningahús
Byggðasafnsins og verður boðið uppá
stuttar leiðsagnir um fastasýningar
hússins á safnanótt.
bóKasafn Hafnarfjarðar
Kl. 19.00–19.30
Töframaðurinn Einar einstaki
Töframaðurinn Einar einstaki sýnir
listir sínar.
Hafnarborg Kl. 20:00–20:30
Fjölskylduleiðsögn
Leiðangur um Hafnarborg fyrir börn
og fullorðna þar sem ævintýraheimar
safnsins eru kannaðir.
Kl. 20:00–22:00
Á bak við tjöldin
Gestum er boðið að skyggnast á bakvið
tjöldin og heimsækja listaverkageymsl-
ur Hafnarborgar í fylgd starfsmanna
safnsins. Hver heimsókn er stutt og
tekið er á móti gestum í litlum hópum.
Kl. 20:00–21:00
Verkleg hugmyndavinna
Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður
kynnir verklega hugmyndavinnu fyrir
safngestum, en hann stendur fyrir sam-
nefndu námskeiði í Hafnarborg í febrúar.
byggðasafn Hafnarfjarðar,
sívertsensHús Kl. 20:00–21:00
Sagnakvöld Byggðasafnsins
Sagnakvöld þar sem sagnaþulurinn
Sigurbjörg Karlsdóttir bregður upp svip-
myndum af lífi genginna kynslóða og
segir sögur sem fæstir hafa heyrt áður.
bóKasafn Hafnarfjarðar
Kl. 20:00-21:00
Unglingurinn
Gaflaraleikhúsið sýnir hluta úr leik-
ritinu Unglingurinn.
Hafnarborg Kl. 20:30–21:00
Listamannsspjall
Haraldur Jónsson myndlistarmaður
tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti
um sýninguna H N I T.
Hafnarborg Kl. 21:00–21:30
Úr geymslu í sal
Leiðsögn og kynning á sýningunni
Þitt er valið.
byggðasafn Hafnarfjarðar,
sívertsensHús Kl. 21:00
Þjóðlagatónleikar
Tónleikar Þjóðlagahópsins Gljúfrabúa
sem leggur áherslu á flutning íslenskr-
ar þjóðlagatónlistar.
Hafnarborg Kl. 21:30–22:00
Ljóðlestur í H N I T U M
Kristín Ómarsdóttir skáld les upp úr eig-
in verkum í sýningu Haraldar Jónssonar,
H N I T, í Sverrissal Hafnarborgar.
Hafnarborg Kl. 22:00–22:30
Úr geymslu í sal
Leiðsögn og kynning á sýningunni
Þitt er valið.
bóKasafn Hafnarfjarðar
Kl. 22.00–23.00
Dægurlög í sparibúningi
Bræðurnir Arnar Dór og Helgi Már
Hannessynir taka lagið.
Hafnarborg-gló Kl. 22:15–23:00
Lifandi djasstónar á Gló
Endaðu safnaröltið á hressingu á Gló
í Hafnarborg undir lifandi tónlistar-
flutningi bræðranna Óskars Guðjóns-
sonar saxófónleikara og Ómars Guð-
jónssonar gítarleikara.
safnanæturleiKur
Svaraðu einni laufléttri spurningu
og fáðu stimpil frá þeim söfnum
sem þú heimsækir á Safnanótt. Þeir
sem svara þremur spurningum og
safna þremur stimplum geta skilað
þátttökumiða í þar til gerða kassa
á söfnunum sem taka þátt föstu-
daginn 7. febrúar til miðnættis.
1. vinningur er ferð fyrir tvo til Den-
ver og passi á Denver Museum of Art.
2.–3. vinningur er árskort í sund.
4.–5. vinningur er Menningarkort
Reykjavíkur.
Athugið að frítt er
á öll söfn í Hafnarfirði
Verið velkomin á söfnin á Safnanótt
Opið til kl. 24:00
Safnanæturstrætó ekur milli allra
safnanna frá 19 til 24. Ókeypis er
í vagnana. Leið B stoppar við Fjörð
á 20 mínútna fresti.
Nánari upplýsingar og tímatafla
á www.vetrarhatid.is
Dagskrá Safnanætur
í Hafnarfirði
Föstudaginn
7. febrúar 2014
Opið til miðnættis
Hafnarborg
Strandgata 34
220 Hafnarfjörður
www.hafnarborg.is
Bókasafn Hafnarfjarðar
Strandgata 1
220 Hafnarfjörður
www.bokasafnhafnarfjardar.is
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Vesturgata 8
220 Hafnarfjörður
www.hafnarfjordur.is/byggdasafn
SAFNANóTT