Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. febrúar 2014
Frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 14. - 15. febrúar
Nýr hugsunarháttur og ferskt blóð. Það er
kominn tími til að við hugsum um framtíðina
og ungt fólk er framtíðin. Ég er að bjóða mig
fram til að hjálpa ungu fólki og Hafnfirðingum
almennt. Ég vinn sem kerfisstjóri og tækni
maður en hef einnig mikla reynslu af
félagsstörfum t.d. í Junior Chamber, Ung
mennaráði Hafnarfjarðar og Ungmennaráði
Íslands.
Mín baráttumál eru skólamálin og hús
næðis málin. Grunnskólarnir í dag eru ekki að
virka sem skyldi við komum illa útúr PISA og
fleiri könnunum þannig það er augljóst er að
þörf er á breytingum þar. Það þarf að tækni
væða þá auk þess sem við þurfum töluverða
vitundarvakningu hvað iðnnám er mikilvægt.
Við þurfum einnig að koma húsnæðis
markaðnum á hreyfingu hér í Hafnarfirði. Við
þurfum að byggja upp leigumarkað, sjá til
þess að ungt fólk geti staðið á eigin fótum og
auðvitað að hugsa um að fá fleiri fyrirtæki til
að staðsetja sig í Hafnarfirði. Það er margt
sem þarf að gera, sérstaklega þarf að horfa til
þess að tíminn líður og aðstæður breytast. Við
skulum breytast með þeim en ekki sitja eftir í
fortíðinni. Kjósum ungt fólk í bæjarstjórn,
kjósum breytingar.
Gunnar Þór
Sigurjónsson
kerfisstjóri
f. 2. júlí 1994
Trúlofaður
Sækist eftir 3. - 5. sæti
Ég er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur,
maki Nína Sonja Karlsdóttir og eigum við 5
börn og 4 barnabörn. Ég er aðaltrúnaðarmaður
starfsmanna og er að láta af störfum hjá ISAL
eftir 41 árs starf og tel ég mig hafa tíma til að
sinna störfum bæjarfulltrúra verði mér
veittur stuðningur til þess.
Ég er lærður vélvirki og er í stjórn VM,
Félags vélstjóra og málmtæknimanna sit í
stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins, og hef
staðist úttekt Fjármáleftirlitsins í hæfismati til
að sitja í stjórn lífeyrissjóðs. Verið virkur í
félagsmálum og verið í stjórnum eins og ÍBH,
Kiwanis. Er formaður Öldungaráðs Hafnar
fjarðar sem er umsagnaraðili bæjaryfirvalda í
málefnum 60 ára og eldri, og í verkefnisstjórn
uppbyggingar hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð.
Formaður stjórnar Öldrunarmiðstöðvarinnar
Hafnar.
Ég hef mikla reynslu af vinnu með fólki og
við sem erum komin á heldri manna aldur
eigum að vera virk í samfélaginu ekki til
uppfyllingar heldur sem beinir þátttakendur
og því býð ég mig fram. Áherslur mínar eru,
Velferð á öllum sviðum.
Gylfi
Ingvarsson
vélvirki
f. 13. nóvember 1944
Kvæntur og á 4 börn
Sækist eftir 3. - 6. sæti.
Ég óska eftir stuðningi Hafnfirðinga í
prófkjöri Samfylkingarinnar sem haldið
verður 13. 15. febrúar n.k. og sækist ég eftir
1. 3. sæti á listanum.
Mér er annt um bæinn og samfélag okkar
Hafnfirðinga. Þess vegna vill ég leggja áherslu
á að horfa fram á veginn og til framtíðar, en
ekki sökkva okkur í eymd og volæði, t.d. út af
erfiðum fjár og skuldamálum Hafnarfjarðar
bæjar. Það skal vera okkar markmið að snúa
vörn í sókn og hefja öfluga og kraftmikla
uppbyggingu á öllum sviðum og þar verður
ekkert undanskilið.
Við eigum að líta á okkur sem eina heild,
efla samheldni og vinna saman að málefnum
bæjarfélags okkar. Að reisa Hafnarfjarðarbæ
upp aftur eftir skelfilegt bankahrun , sem við
berum enga ábyrgð á. Við verðum að stíga
fram, vinna úr hlutunum eins og þeir eru, en
því miður við erfið skilyrði.
Hafnfirðingar, það skiptir máli að okkur líði
vel, hvort sem það er í vinnu, heima fyrir eða í
okkar nærumhverfi sem er bæjarsamfélagið
okkar.
Ég óska eftir stuðningi þínum í prófkjöri
Samfylkingarinnar sem haldið verður 13. 15.
febrúar.
Hafsteinn
Eggertsson
húsasmiður
f. 21. september 1956
Kvæntur og á 4 börn.
Sækist eftir 1. - 3. sæti.
Ég heiti Jón Grétar Þórsson og er 31 árs
innfæddur Hafnfirðingur. Ég á dóttur sem er
10 ára gömul. Seinustu sex ár hef ég unnið
með Samfylkingunni en ég varð formaður
Ungra Jafnaðarmanna í Hafnarfirði árið 2010
og gegndi þeirri stöðu til ársins 2013. Einnig
hef ég setið í miðstjórn UJ frá 2010 og
framkvæmdastjórn UJ frá 2011 til 2013.
Ég hef verið gjaldkeri Sumarbúða í
Kaldárseli frá 2011. Seinustu árin hef ég
unnið fyrir KFUM og KFUK á Íslandi og í
Vatnaskógi. Í dag er ég starfsmaður ÍTH í
ungmennahúsinu Húsið en auk þess vinn ég í
Setbergskóla.
Meðal þeirra málefna sem ég set á oddinn
eru bættar almenningsamgöngur, fjölbreyttari
afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum,
æskulýðsmál, þétting byggðar, aukin flokkun
sorps, fjölbreyttari atvinnutækifæri fyrir
nemendur á sumrin, og fjölgun möguleika á
hagstæðum íbúðum í bænum.
Ég hef gífurlegan áhuga að auka mannlíf og
bæta þjónustu í bænum okkar, þess vegna býð
ég mig fram í 4. sæti á lista Samfylkingarinar í
Hafnarfirði.
Jón Grétar
Þórisson
æskulýðsstarfsmaður
f. 25. júní 1982
Á eina dóttur
Sækist eftir 4. sæti
Ég er með stúdentspróf frá Flensborgar
skólanum, BApróf í ensku, kennsluréttindi á
grunn og framhaldsskólastigi og meistara
gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla
Íslands. Ég starfa sem enskukennari og
sviðsstjóri við Flensborgarskólann og hef
lengst af starfað við kennslu en einnig komið
að þýðingum.
Ég hef setið í stjórn félags grunnskóla og
framhaldsskólakennara og var um tíma
formaður Kennarafélags Flensborgarskólans.
Þá hef ég einnig setið fyrir hönd félags
enskukennara í stjórn samtaka tungumála
kennara og í nefnd um evrópska tungumála
möppu á vegum Menntamálaráðuneytis.
Endurnýjun er alltaf nauðsynleg og undan
farið hefur mikil uppstokkun og gerjun átt sér
stað á vettvangi stjórnmálanna. Nýtt fólk,
nýjar raddir eru að stíga fram og vilja leggja
sitt af mörkum. Ég er ein af þessum nýju
röddum sem hef ákveðið að láta til mín taka á
þessum vettvangi.
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að horfa til
framtíðar. Við aðstæður þar sem sparnaðar og
aðhalds er þörf þurfum við að finna leiðir til
að styrkja okkur og stefna fram á við með gildi
jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi.
Adda María
Jóhannsdóttir
framhaldsskólakennari
f. 7. mars 1967
Kvænt, á tvö börn og
tvær stjúpdætur
Sækist eftir 2.-3. sæti
Ég er varamaður í Fræðsluráði og á þátt því
í að á þessu ári verður byrjað að endurnýja
tölvubúnað grunnskólanna og settir peningar
í stuðning við íslenskunám nýbúa. Læsi og
færni í stærðfræði skipta miklu máli þegar
nemendur fara í nám í framhaldsskóla. Því
þarf að skoða styrkleika og veikleika grunn
skólanna á því sviði svo hægt sé að styrkja
þessa þætti skólastarfsins. Mikil og náin
samvinna milli leik, grunn og framhaldsskóla
er nauðsynleg til að tryggja samfellu í námi
nemenda. Þá er orðið tímabært að stofna
nýjan framhaldsskóla á Völlunum með
áherslu á skapandi greinar.
Við eigum fallegt bæjarstæði og merka sögu
sem vekur áhuga ferðamanna. Við getum
styrkt miðbæinn með því að laða þangað fleiri
fyrirtæki sem höfða m.a. til ferðamanna. Ég tel
að það eigi að nýta hafnarsvæðið t.d. bátaskýli
við Lónsbraut í sama tilgangi. Hér getur
væntanleg Hafnarfjarðarstofa gegnt lykil
hlutverki. Öflugt atvinnulíf er mikilvæg for
senda þess að áfram verði hér gott mannlíf.
Ég hef áhuga á mörgum málaflokkum s.s.
málefnum fjölskyldunnar, nýbúa og aldraðra,
atvinnu og umhverfismálum.
Björn
Bergsson
félagsfræðikennari
f. 7. júlí 1949
Fráskilinn og á eina
uppkomna dóttur og tvö
uppkomin stjúpbörn.
Sækist eftir 4. sæti
Kæri flokksfélagi. Í dag stendur bærinn
okkar frammi fyrir því víðamikla verkefni að
bæta úr húsnæðismálum. Þetta málefni
kemur okkur unga fólkinu sannarlega við,
flutningur að heiman er á næsta leyti. Því er
mikilvægt að við séum sjáanleg og tökum þátt
í byggingu okkar umhverfis. Það er mikilvægt
að bærinn leggi áheyrslur á okkar þarfir, sem
dæmi verður þessi nýi leigumarkaður að
bjóða uppá bíllausan lífstíl þar sem samgöngur
eru næststærsti útgjaldaliður heimilanna.
Önnur áherslumál mín eru meðal annars
aukin fræðsla í grunnskólum um um hverfis
mál og stjórnmá l. Þetta getur haft veruleg
jákvæð samfélagsleg áhrif ef börn eru alin
upp við lýðræðislega og umhverfisvæna
hugsun.
Sem átján ára nemi með grunnskólapróf úr
Hraunvallaskóla, er ég hið dæmigerða hafn
firska ungmenni, með ferskt sjónarhorn á mál
líðandi stundar og fyrstuhandar reynslu á
mikið af þeirri þjónustu sem Hafnarfjörður
hefur upp á að bjóða. Síðast en ekki síst, sem
varaformaður ungra jafnaðarmanna í Hafnar
firði býð ég mig fram til að ljá unga fólkinu
rödd og jafnframt auka vægi þess.
Eva Lín
Vilhjálmsdóttir
nemandi í MR
f. 5. júní 1995
Sækist eftir 4. -5. sæti
Ég hef öll mín fullorðinsár verið í liði jafn
aðarmanna og var kjörinn bæjarfulltrúi 2010.
Er nú formaður fræðsluráðs og sit í bæjarráði.
Starfið á þessu kjörtímabili hefur verið mjög
krefjandi en jafnframt skemmtilegt. Tekist
hefur að vinna bæjarfélagið út úr verstu
afleið ingum hrunsins og nú eru bjartari tímar
framundan.
Ég tel að okkar sveitarfélag eigi að veita
öllum bæjarbúum góða þjónustu með þeim
áherslum sem jafnaðarstefnan boðar. En til
þess að það sé mögulegt þarf sterka innviði og
öflugt atvinnulíf. Góð umgerð fyrir fjölbreytta
atvinnustarfsemi er því lykilatriði sem bæjar
fulltrúum ber að vinna að af fullri einurð. Jöfn
tækifæri allra ungmenna til leiks, tóm stunda
og náms er mikið forgangsmál. Ég vil leggja
mitt af mörkum til þess að hafnfirskir skólar
verði ávallt í fremstu röð hvað varðar líðan
nemenda, þroska þeirra og námsárangur sem
og gott vinnuumhvefi fyrir þá sem þar starfa.
Þjónusta við fatlað fólk, aldraða og þá sem
höllum fæti standa er einnig meðal mikil
vægustu verkefna.
En jafnframt þessu vil ég leggja rækt við
sögu okkar bæjarfélags og menningu í víðum
skilningi. Ég tel mig búa yfir þekkingu og
reynslu til að gera góðan bæ enn betri.
Eyjólfur Þór
Sæmundsson
verkfræðingur
og viðskipta- og
hagfræðingur MBA
f. 28. september 1950
Giftur og á 2 börn
Sækist eftir 1. - 3. sæti