Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 6. febrúar 2014
Frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 14. - 15. febrúar
Ég heiti Jón Grétar Þórsson og er 31 árs
innfæddur Hafnfirðingur. Ég á dóttur sem er
10 ára gömul. Seinustu sex ár hef ég unnið
með Samfylkingunni en ég varð formaður
Ungra Jafnaðarmanna í Hafnarfirði árið 2010
og gegndi þeirri stöðu til ársins 2013. Einnig
hef ég setið í miðstjórn UJ frá 2010 og
framkvæmdastjórn UJ frá 2011 til 2013.
Ég hef verið gjaldkeri Sumarbúða í
Kaldárseli frá 2011. Seinustu árin hef ég
unnið fyrir KFUM og KFUK á Íslandi og í
Vatnaskógi. Í dag er ég starfsmaður ÍTH í
ungmennahúsinu Húsið en auk þess vinn ég í
Setbergskóla.
Meðal þeirra málefna sem ég set á oddinn
eru bættar almenningsamgöngur, fjölbreyttari
afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum,
æskulýðsmál, þétting byggðar, aukin flokkun
sorps, fjölbreyttari atvinnutækifæri fyrir
nemendur á sumrin, og fjölgun möguleika á
hagstæðum íbúðum í bænum.
Ég hef gífurlegan áhuga að auka mannlíf og
bæta þjónustu í bænum okkar, þess vegna býð
ég mig fram í 4. sæti á lista Samfylkingarinar í
Hafnarfirði.
Jón Grétar
Þórisson
æskulýðsstarfsmaður
f. 25. júní 1982
Á eina dóttur
Sækist eftir 4. sæti
Ég mun aldrei geta þakkað foreldrum
mínum nægilega mikið fyrir að hafa valið
þennan fallega bæ til að ala okkur systkinin
upp í. Hafnarfjörður hefur alið með mér
víðsýni, umburðarlyndi, þekkingu og vináttu.
Fjölbreytileikinn einkennir Hafnarfjörð, hér
er allt af öllu en það besta við bæinn okkar er
að hér býr alls konar fólk, með alls konar
bakgrunn, reynslu og drauma. Samfylkingin
hefur verið sú stjórnmálahreyfing í Hafnarfirði
sem leggur sig fram við að sameina íbúa, ná
sátt í samfélaginu og leggja stund á
samræðustjórnmál.
Ég hef öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu
síðustu átta ár sem bæjarfulltrúi. Ég vil halda
áfram að vinna að velferð bæjarbúa, sterkum
skólum og frístundum, gæðum í umhverfinu
og háu framkvæmdastigi.
Ég býð mig fram í 1.2. sætið því ég vil leggja
mig fram við að móta gott samfélag fyrir unga
sem gamla í bænum. Hafnarfjörður á áfram að
vera samfélag fjölbreytileikans þar sem fólk
blómstrar, þar sem gengið er í takt við
framtíðarþróun höfuðborgarsvæðisins þar
sem sátt ríkir um mikilvæga grunnþjónustu
og velferð okkar allra.
Margrét Gauja
Magnúsdóttir
bæjarfulltrúi
f. 11. nóvember 1976
Kvænt og á 3 börn
Sækist eftir 1. - 2. sæti
Ég er frjálslyndur jafnaðarmaður og hef trú
á einkaframtakinu. Ég var sjálfur í sjálfstæðum
atvinnurekstri í fjölmörg ár og trúi því að með
því að ýta undir einkaframtakið þá séum við
að bæta verðmætasköpun í samfélaginu. Þar
getur kröftugt bæjarfélag skapað hagstæðar
aðstæður.
Eitt mikilvægasta verkefni samtímans er að
standa vörð um grunnstoðir velferðakerfisins,
sbr. menntakerfi og heilbrigðisþjónustu. Ekki
bara fyrir útvalda, heldur á jafnræðisgrundvelli
í anda jafnaðarmennskunnar.
Hafnarfjarðarbær verður að fara af miklum
þunga og krafti í að stuðla að byggingu íbúða
víðs vegar um bæinn. Það þarf að finna nýjar
leiðir til þess að koma byggingariðnaðinum í
gang aftur.
Hafnarfjörður hefur um árabil verið einn
helsti íþróttabær landsins. Ég tel gífurlega
mikilvægt að bærinn haldi áfram að stuðla að
þátttöku ungmenna í íþróttum, bæði til afreka
og til forvarna.
Eftir efnahagshrunið hefur verið mikil deyfð
yfir atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Það
hefur aðeins verið að breytast og ég tel
gífurlega mikilvægt að nýta þau tækifæri sem
eru að verða til. Það þarf að láta verkin tala
fyrir Hafnarfjörðinn okkar.
Ófeigur
Friðriksson
stjórnmálafræðingur/
viðskiptastjóri
f. 1. maí 1973
Ókvæntur, á 2 börn
Sækist eftir 2. - 4. sæti
Ég er fædd á Ísafirði árið 1964, gift Ingvari
Reynissyni og á 3 börn Rögnu Björk, Andreu
Eik og Guðmund Reyni. Ég er þroskaþjálfi að
mennt auk framhaldsnáms í sérkennslu
fræðum og mannauðsstjórnun. Ég hef starfað
við þjónustu með fötluðum í 27 ár sem
þroskaþjálfi, forstöðumaður og framkvæmda
stjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á
Vestfjörðum. Í dag starfa ég sem forstöðu
maður skammtímavistunar fyrir fötluð börn,
auk þess stofnaði ég og stýri Ylfu ehf. fyrirtæki
sem veitir nærþjónustu og ráðgjöf við fatlaða
og fjölskyldur þeirra. Með þennan bakgrunn
og hugsjón jafnaðarmennskunar býð ég mig
fram í 2.3. sæti.
Áherslur:
• Að finna leiðir að bættri afkomu sveitar
félagsins til hagsbóta fyrir næstu kynslóðir.
• Að unnið verði að bættri þjónustu við eldri
borgara.
• Að fatlaðir fái þjónustu við hæfi.
• Að efla lýðheilsu barna og ungmenna.
• Að fjölbreytileiki blómstri í atvinnulífi.
• Að bættar samgöngur við Velli og Skarðshlíð
verði að veruleika á kjörtímabilinu.
• Að lóðir á íbúðar og iðnaðarsvæðum komist
í byggingu.
Gerum gott betra!
Sóley Guð
munds dóttir
forstöðumaður
f. 11 janúar 1964
Kvænt og á 3 börn
Sækist eftir 2. - 3. sæti
Ég hef öll mín fullorðinsár verið í liði jafn
aðarmanna og var kjörinn bæjarfulltrúi 2010.
Er nú formaður fræðsluráðs og sit í bæjarráði.
Starfið á þessu kjörtímabili hefur verið mjög
krefjandi en jafnframt skemmtilegt. Tekist
hefur að vinna bæjarfélagið út úr verstu
afleið ingum hrunsins og nú eru bjartari tímar
framundan.
Ég tel að okkar sveitarfélag eigi að veita
öllum bæjarbúum góða þjónustu með þeim
áherslum sem jafnaðarstefnan boðar. En til
þess að það sé mögulegt þarf sterka innviði og
öflugt atvinnulíf. Góð umgerð fyrir fjölbreytta
atvinnustarfsemi er því lykilatriði sem bæjar
fulltrúum ber að vinna að af fullri einurð. Jöfn
tækifæri allra ungmenna til leiks, tóm stunda
og náms er mikið forgangsmál. Ég vil leggja
mitt af mörkum til þess að hafnfirskir skólar
verði ávallt í fremstu röð hvað varðar líðan
nemenda, þroska þeirra og námsárangur sem
og gott vinnuumhvefi fyrir þá sem þar starfa.
Þjónusta við fatlað fólk, aldraða og þá sem
höllum fæti standa er einnig meðal mikil
vægustu verkefna.
En jafnframt þessu vil ég leggja rækt við
sögu okkar bæjarfélags og menningu í víðum
skilningi. Ég tel mig búa yfir þekkingu og
reynslu til að gera góðan bæ enn betri.
Eyjólfur Þór
Sæmundsson
verkfræðingur
og viðskipta- og
hagfræðingur MBA
f. 28. september 1950
Giftur og á 2 börn
Sækist eftir 1. - 3. sæti
Ég hef mikinn áhuga á samfélagsmálum og
hef sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum, svo
sem starfi ritara Samfylkingarinnar.
Ég vil stuðla að frekari framþróun í um
hverfis málum og efla útivistarsvæðin í
upplandi Hafnarfjarðar. Gagnkvæm virðing
manns og náttúru verður að vera í öndvegi
þegar við skipuleggjum og verndum hina
einstöku náttúru í bæjarlandinu. Við þurfum
að tryggja fólki möguleika til mismunandi
útivistar, allt frá gönguferðum og hesta
mennsku til torfæruíþrótta.
Ég hef starfað mikið að menningarmálum í
bænum og er með háskólapróf í leiklist,
fjölmiðlun og þróunarfræðum. Málefni barna
og unglinga brenna á mér. Ég var kennari í
átta ár og einnig hef ég unnið með fötluðum
ungmennum. Hafnarfjörður státar af góðu
skólastarfi en ég vil sjá meiri áherslu á sköpun
og listgreinar. Öll börn eiga að fá tækifæri til
að finna rödd sína svo þau geti tjáð sig um þau
málefni sem að þeim snúa. Slíkt styrkir
einstaklinginn.
Ég mun leggja mitt af mörkum til að gera
Hafnarfjörð að enn betri bæ þar sem hlúð er
að því dýrmætasta; börnunum okkar og
náttúrunni.
Eyrún Ósk
Jónsdóttir
rithöfundur og leikstjóri
f. 21. september 1981
Móðir tveggja ára
drengs
Sækist eftir 4. sæti
Ég er 41 árs fjölskyldumaður búsettur í Set
berginu. Ég er uppalinn í Reykjavík en hef búið
í Hafnarfirði síðustu 14 ár. Ég er kvæntur Þór
eyju Ósk Sæmundsdóttur grunnskóla kenn ara
við Lækjarskóla og eigum við þrjú börn á
aldrinum 411 ára. Ég er menntaður kennari
með framhalds gráðu í stjórnun menntastofn
ana. Ég starfa í dag sem skólastjóri Smáraskóla
og hef stýrt honum frá því haustið 2009. Áður
starfaði ég í sex ár sem aðstoðarskólastjóri og
skólastjóri við Hjallaskóla í Kópavogi.
Á þessu kjörtímabili hef ég setið sem vara
maður í fræðsluráði Hafnarfjarðar og átti
einnig sæti í nefnd um skólaskipan í Hafnar
firði. Vorið 2012 var ég kjörinn í stjórn Sam
fylkingarinnar í Hafnarfirði.
Ég hef brennandi áhuga á því að berjast fyrir
hagsmunum bæjarbúa á grundvelli jafnað ar
stefnunnar. Vegna starfa minna í stjórn
sýslunni og þátttöku í félags og æsku lýðsstarfi
tel ég mig hafa þekkingu og reynslu til að
takast á við krefjandi verkefni á sviði sveitar
stjórnarmála.
Mennta, atvinnu og velferðarmál í víðum
skilningi eru mér einkar hugleikinn. Þar stönd
um við frammi fyrir mörgum áskor unum og
mikilvægt að tekin séu markviss skref til
sóknar með hugsjónir jafnaðarmanna að
leiðarljósi. Mannlífi í Hafnarfirði til heilla.
Friðþjófur
Helgi Karlsson
skólastjóri
f. 22. mars 1972
Kvæntur og á 3 börn
Sækist eftir 5. - 6. sæti
Það er full ástæða til að vera stolt af þeim
mikla árangri sem náðst hefur í rekstri
bæjarfélagsins á þessu kjörtímabili. Þrátt fyrir
þær efnahagslegu aðstæður sem ríki og
sveitarfélög hafa þurft að takast á við í
eftirmála hrunsins höfum við með traustri og
ábyrgri fjármálastjórn náð að snúa vörn í
sókn. Verkefnið framundan er að halda áfram
að byggja upp og þróa þjónustu við bæjarbúa
og viðhalda þeirri jákvæðu og sönnu ímynd
sem Hafnarfjörður hefur haft sem fjölbreytt
og gott samfélag.
Sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á að
styrkja innviði samfélagsins í Hafnarfirði,
þróun nýrra atvinnusvæða, öflugra sam
félags stoða á borð við leik og grunnskóla og
framúrskarandi aðstöðu til íþróttaiðkunar og
heilsueflingar, laðar að sér bæði fólk og ný
atvinnutækifæri. Saman þurfum við að fjölga
slíkum tækifærum enn frekar, hlúa að
nýsköpun í atvinnurekstri og bjóða fólk og
fyrirtæki velkomin í bæinn okkar.
Ég hvet alla til að taka þátt í flokksvalinu og
velja með okkur öfluga forystusveit fyrir
Samfylkinguna í Hafnarfirði. Ég hef boðið mig
fram til forystu í 1. sæti og er tilbúinn að taka
að mér það ábyrgðarhlutverk að leiða lista
flokksins í kosningunum í vor.
Gunnar Axel
Axelsson
viðskiptafræðingur,
formaður bæjarráðs
f. 3. apríl 1975
Kvæntur og á fjögur
börn
Sækist eftir 1. sæti