Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. febrúar 2014 Flokksval 14. – 15. febrúar Kjörfundur er í Samfylkingarhúsinu Kjördagar í Flokksvali Samfylkingarinnar eru föstudagurinn 14. og laugar dagurinn 15. febrúar. Kjörfundur er í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43 og stendur frá kl. 10­19 á föstudeginum og 10­18 á laugardeginum. Utankjörfundakosning er á sama stað þriðjudaginn, miðvikudaginn og fimmtudaginn 11. ­ 13. febrúar frá kl. 16­19 alla þrjá dagana. Allir skráðir félagar og stuðningsmenn Samfylkingarinnar, 16 ára og eldri, hafa kosningarétt. Lokafrestur til að skrá sig sem félags­ eða stuðningsmann og komast á kjörskrá er til miðnættis föstudaginn 7. febrúar. Skráning fer fram með rafrænum hætti á heimasíðu Samfylkingarinnar www.xs.is Kynningarfundur frambjóðenda mánudaginn 10. febrúar kl. 20 Kynningar­ og framboðsfundur þeirra 14 frambjóðenda sem taka þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, verður haldinn í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43, mánudagskvöldið 10. febrúar n.k. kl. 20.00 Félagar og stuðningsfólk Samfylkingarinnar er hvatt til að mæta til að kynna sér áherslur og sjónarmið frambjóðenda í bæjarmálum fyrir komandi kjörtímabil. Svona lítur kjörseðillinn út: Skráningu á kjörskrá lýkur annað kvöld Lokafrestur til að komast á kjörskrá með því að skrá sig sem félags­ eða stuðningsmann Sam­ fylki ngarinnar í Hafnarfirði rennur út á mið­ nætti á morgun, föstudaginn 7. febrúar. Ertu á kjörskrá? Hafðu samband við skrifstofuna í Hafnarfirði í síma 565 3113 eða með netpósti til: flokksvalxs2014@gmail.com og athugaðu hvort þú sért ekki örugglega á kjörskrá. Nýir félagar og stuðningsmenn Nýir félagar og stuðningsmenn geta skráð sig með rafrænum hætti á heimasíðunni www.xs.is eða haft samband við skrifstofuna í Hafnarfirði sími: 565 3113 Gunnar Þór Sigurjónsson, kerfisstjóri Gylfi Ingvarsson, vélvirki Hafsteinn Eggertsson, húsasmiður Jón Grétar Þórisson, æskulýðsstarfsmaður Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson, viðskiptastjóri Sóley Guð munds dóttir, þroskaþjálfi / sérkennari Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari Björn Bergsson, félagsfræðikennari Eva Lín Vilhjálmsdóttir, nemi Eyjólfur Þór Sæmundsson, verkfræðingur MBA / bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur / leikstjóri Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Gunnar Axel Axelsson, viðskiptafræðingur / formaður bæjarráðs Kjörseðill Kjósa skal minnst 6 frambjóðendur og mest 8 – hvorki fleiri né færri – annars er seðillinn ógildur Skrifa skal tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi framboðslistann. Tölustafurinn 1 skal settur fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi 1. sætið, tölustafurinn 2 fyrir framan nafn þess sem óskað er að skipi 2. sætið, tölustafurinn 3 fyrir framan nafn þess sem óskað er að skipi 3. sætið og svo koll af kolli þar til merkt hefur verið við nöfn sex til átta frambjóðenda. www.xs.is Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.