Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. febrúar 2014
Sunnudagurinn 16. febrúar
Messa kl. 11
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson.
Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Sunnudagaskóli kl. 11
í umsjón Arnórs og Önnu Elísu.
Alla miðvikudaga
Morgunmessa kl. 8.15
www.hafnarfjardarkirkja.is.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
1914 - 2014
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson
Útfararþjónusta
Vönduð og
persónuleg
þjónusta
Strandgata 43 · Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is
RAGNAR SCHEVING
ÚTFARARÞJÓNUSTA
ÓLÖF HELGADÓTTIR
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON
ÚTFARARSTJÓRI
FRÍMANN ANDRÉSSON
ÚTFARARSTJÓRI
FJÖLSMÍÐ
LÍKKISTUVINNUSTOFA
Síðan 1993
Stapahraun 5
220 Hafnarfjörður
www.uth.is
uth@simnet.is
565-9775
Hafnarfjörður státar af öflugu
félagslífi. Þar eru mest áberandi
stóru íþróttafélögin með FH og
Hauka í fararbroddi. Hið öfluga
hestamannafélag Sörli fagnaði 70
ára afmæli sínu um daginn og ekki
má gleyma golfklúbbnum Keili sem
státar af flottasta golfvelli á landinu og Björk á glæsilega
sögu í fimleikum. Við erum líka með öflug og gamalgróin
félög eins og Skátafélagið Hraunbúa, enn eldri karlakór
sem fagnar 102 ára afmæli í næstu viku. Við erum með
öflug kvenfélög, stjórnmálafélög og önnur félög sem hafa
gert þennan bæ enn betri að búa í. Sum félaganna hafa lagt
mikið til samfélagsins í formi styrkja og gjafa með og án
stuðnings almennings á meðan önnur hafa lagt mikið til
samfélagsins í formi uppbyggilegs starfa á æsku, íþrótta,
og menningarsviði. Flest þeirra félaga hafa notið góðra
styrkja frá bæjarfélaginu og hafa þeir verið nauðsynlegir
svo hægt væri að bjóða upp á hið góða starf sem þar fer
fram.
Á undanförnum árum hefur verið gerð aukin krafa um
gagnsæja stjórnsýslu og faglegt mat á umsóknum og
skynsamlega útdeilingu skattfés almennings. Margt hefur
unnist í þessum efnum þó við eigum enn langt í land að
afgreiðslur séu hafnar yfir gagnrýni. Afgreiðsla bæjarráðs
á verulegum uppkaupum á eignum Hauka til að bjarga
þeim úr fjárhagsvanda er gott dæmi um að við eigum enn
langt í land í gangsærri stjórnsýslu. Hafnarfjarðarbær vildi
ekki upplýsa um gögn sem notuð voru til grundvallar
ákvörðunar í málinu en Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
hrakti öll rök Hafnarfjarðarbæjar og gerði bænum skylt að
afhenda gögnin. Málið snérist ekki um fjármál Haukanna
heldur hvernig stjórnsýslan meðhöndlar slík mál. Að menn
skuli þurfa að fara í fjármálalega loftfimleika til að láta
málið líta öðruvísi út en það er í rauninni, er ekki í anda
opinnar, gegnsærrar og heiðarlegrar stjórnsýslu. Eflaust
hafa mörg félög náð á einhverjum tímapunkti að smjaðra
sig inn á björgunarpakka frá bæjaryfirvöldum og auðvitað
má deila um ýmsar framkvæmdir og spyrja sig hvort
eðlilegt sé að framkvæmt sé fyrir skattfé íbúanna. Verst er
að skussunum er oft hampað og þeim félögum og deildum
sem hafa allt sitt á hreinu er á stundum refsað. Í dag höfum
við ekki efni á pólitískum loforðum. Fjárhagur Hafnar
fjarðarbæjar verður þröngur áfram og við vitum ekkert
hvernig endurfjármögnun á skuldum, sem nú eru við FMS
Wertmanagement og fellur í gjalddaga í lok næsta árs, fer.
Bæjarbúar eiga heimtingu á að sparlega sé farið með
almannafé, hvort sem nota á það til að kaupa skautasvell
eða til að styrkja fólk úti í bæ til að reka vefsíður.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Víðistaðakirkja
Sunnudaginn 16. febrúar
Messa kl. 11.00
Kór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.
Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson
Sunnudagaskóli kl. 11.00
Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri,
fer fram uppi í suðursal kirkjunnar.
Kyrrðarstundir
á miðvikudögum kl. 12.00
súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
www.vidistadakirkja.is
Sunnudagur 16. febrúar
Sunnudagaskóli kl. 11
Leikhúsið Tíu fingur sýnir leikritið um Mjallhvíti.
Gospelmessa kl. 20
miðvikudagur 19. febrúar
Starf eldri borgara
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur
les úr verkum sínum.
www.astjarnarkirkja.is
Ástjarnarkirkja
Kirkjuvöllum 1
Sunnudagurinn 16. febrúar
Sunnudagaskóli kl. 11
Kvöldguðsþjónusta kl. 20
Loksins klukknahljómur
– saga Fríkirkjunnar í 100 ár
Bókin er seld í safnaðarheimilinu,
Blómabúðinni Burkna, Fjarðarkaupum,
Hár-Ellý og í Kirkjuhúsinu. Kostar 4.900 kr.
www.frikirkja.is
Hvar auglýsir þú?
Fer inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði