Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. febrúar 2014
Fjarðarpósturinn
Vettvangur fyrir skoðanaskipti í Hafnarfirði
Smelltu á LIKE á www.facebook.com/fjardarposturinnÞrengslin í Hraunvallaskóla
Það er ánægjulegt hversu
börnum á Völlum fer fjölgandi
og er til vitnis um fjölgun íbúa á
svæðinu. Hverfið býður uppá
mikla möguleika til
íþrótta og útivistar og
almenn ánægja íbúa
sem búa í hverfinu eru
bestu með mælin.
Vaxtaverkir fylgja
gjarnan nýjum hverfum
en þegar hverfi eru
hönnuð er stærð skóla
miðuð við hverfi í
jafnvægi, þ.e.
meðalfjöldi barna í
fjölskyldu og því mynd ast
yfirleitt tíma bundin þrengsli í
grunn og leikskólum meðan
hverfi eru að byggjast upp. Ein
leið til að bregðast við tíma
bundn um þrengslum sem mynd
ast á vaxtarskeiði hverfisins er að
koma fyrir lausum stofum á
skóla lóðum sem brúa þá bilið
fyrir viðkomandi skóla uns jafn
vægi er náð.
Nú hefur fræðsluráð ákveðið
að leysa húsnæðismál Hraun
vallaskóla með þessum hætti og
koma fyrir þremur lausum
stofum við skólann til viðbótar,
sem nýtast munu efri bekkjum
skólans.
Tillagan er að mestu leyti
samhljóða fram kominni tillögu
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem
lýsa ánægju sinni með það að
sátt hafi náðst um hagkvæma
lausn á húsnæðisvanda
Hraunvallaskóla.
Með þessari ákvörð un er
fræðsluráð að hverfa frá fyrri
tillögum sem með al annars fólu í
sér tilflutning á leik skóla hluta
skólans og mætt hafa mik illi
andstöðu meðal for eldra og
fagfólks.
5 ára deild óbreytt á
Hvammi leikskóla
Ennfremur er horfið
frá tillögu um flutning
á lausum stofum við
Leikskólann að
Hvammi á lóð
leikskólans að
Hamravöllum sem
einnig mætti mikilli
and stöðu foreldra og
starfsfólks við
leiksskólann. Fulltrúar Sjálf
stæð isflokksins í fræðsluráði
hafa á undanförnum mánuðum
flutt tillögur um lausnir á
þrengsl um í Hraunvallaskóla
sem miðuðu að því að nýta betur
það skólahúsnæði sem bærinn
hefur yfir að ráða og ennfremur
að halda nýfjárfestingum í skóla
húsnæði í lágmarki til þess að
bærinn geti staðið við skuld
bindingar sínar um niðurgreiðslu
skulda og sé ennfremur í stakk
búinn til þess að hlúa betur að
innra starfi skólans en eins og
allir vita er ekki hægt að nota
sömu krónurnar tvisvar og því
mikil vægt að forgangsraða þeim
fjármunum sem eru til ráð
stöfunar með ábyrgum hætti.
Höfundur er bæjarfulltrúi.
Helga
Ingólfsdóttir
Nú styttist í að flokksfélagar
og stuðningsmenn Samfylking
arinnar taki afstöðu til þess
hvaða einstaklingar skipi lista
flokks ins í komandi
kosningum. Sá hópur
sem hefur boðið sig
fram er öflugur og
fjöl breyttur og ég hef
mikla trú á því að við
getum gert góða hluti
fyrir bæinn okkar.
Málin sem varða okk
ur bæjarbúa eru fjöl
mörg og mikilvægt að
við látum okkur þau
varða og vinnum að þeim í
sam einingu. Við viljum að bær
inn okkar verði áfram eftirsókn
ar verður staður til búsetu og
at vinnureksturs, staður þar sem
virðing er borin fyrir umhverfi,
menntun og menn ingu. Ég er
þeirrar skoð unar að þetta gerum
við með því að standa vörð um
velferðar kerfið og vinna gegn
ójöfnuði í samfélaginu. Það er
einlæg trú mín að okkur í Sam
fylk ingunni sé best treystandi
til að standa vel að þessum mál
um.
Það sem fyrir okkur liggur á
komandi kjörtímabili er að
halda áfram vel utan um fjármál
og rekstur. Fjárhagsstaðan hef
ur verið erfið en þó hefur tekist
að snúa vörn í sókn og nú þarf
að sýna aðhald og ráðdeild. En
um leið og halda þarf vel utan
um budduna og ráðstafa fjár
munum skynsamlega
þá þarf að forgangs
raða, og að öðrum
mála flokkum ólöstuð
um tel ég að skólamál
og húsnæðis mál hljóti
að vera framarlega í
forgangs röðinni.
Kallað hefur verið
eftir endurnýjun á
vett vangi stjórn mál
anna og nýtt fólk stig
ið fram á sjónarsviðið. Ég er í
hópi þessa fólks og ástæð an
fyrir því að ég stíg fram er sú að
ég er jafnaðar mann eskja og vil
vinna að mál efnum bæjarins
með gildi jafn að arstefnunnar að
leiðarljósi. Þess vegna óska ég
eftir stuðn ingi í 2.3. sæti í
flokksvalinu um næstu helgi.
Ég hvet alla flokksfélaga og
stuðningsmenn Samfylk ing
arinnar til að taka þátt í flokks
valinu og hafa þannig áhrif á
þann lista sem boðinn verður
fram í komandi kosningum.
Einungis þannig tryggjum við
að raddir allra heyrist.
Höfundur er framhaldsskóla
kennari býður sig fram á
lista Samfylkingarinnar.
Adda María
Jóhannsdóttir
Silfur er nýr veitingastaður í Firði
Bistro með kaffi, kökur og mat allan daginn
Þau Berglind Goldstein og
Davíð Axel Gunnlaugsson hafa
opnað nýjan veitingastað, Silfur,
þar sem Café Aroma var áður.
Staðurinn er hinn glæsilegasti
á góðum útsýnisstað í Firði og
staðurinn hefur verið tekinn í
gegn og snyrtur.
Þetta er bistro, kaffihús með
mat. Þrírétta hádegisverður og
steikur á kvöldin og ýmislegt í
boði á matseðlinum. Boðið er
upp á glæsilegar tertur og kaffi.
Berglind segir að þau setji
metnað í góðan mat og góða
þjónustu í fallegu umhverfi.
Verðið á að vera þannig að
venjulegt fólk geti leyft sér að
fara út að borða.
Segir hún viðtökurnar hafa
verið mjög góðar og fólk
streymdi inn um leið og opnað
var.
Davíð Axel Gunnlaugsson og Berglind Goldstein.
Góður staður fyrir herramenn!
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Það skiptir máli
hverjir stjórna
Stjórnmálahreyfingar byggja á mismunandi gildum
Er það virkilega svo að ekki
skipti máli hvaða stjórnmála
flokk ar séu við völd, þeir séu
allir „sama tóbakið“. Skýr dæmi
um að svo er ekki
komu í ljós við af
greiðslu fjár hags áætl
unar bæjarsjóðs fyrir
2014.
Fyrst má nefna að að
Sjálfstæðismenn vildu
selja hlut okkar í veitu
fyrirtækinu HSVeitur í
hendur fjárfesta. Við í
meirihluta Samfylk
ingar og VG erum
al ger lega andsnúinn slíkri sölu.
Reksturinn byggir á einkaleyfum
og engin samkeppni er til staðar.
Slík fyrirtæki viljum við hafa í
al mannaeigu. Fyrirtækið er fjár
hagslega mjög traust og rekið
með hagnaði.
Annað dæmi um hug mynda
fræðilegan mun lýtur að rekstri
skóla. Þar viljum við jafnaðar
menn leggja áherslu á að þróa
okkar skólastofnanir fram á veg
eftir aðhald síðustu ára. Verja á
rúmum 150 milljónum króna í ár
til að efla upplýsingatækni,
styðja við nýsköpun, fjölga
kennslu stundum og auka stuðn
ing við nýbúa.
Um þetta var ekki ágreiningur
en bæjarfulltrúar Sjálfstæðis
flokksins lögðu til að bæjar
yfirvöld hefðu frumkvæði að því
að fela einkaaðilum stærri hlut í
skólarekstri bæjarins. Þarna
hræða sporin. Á kjörtímabilinu
19982002 þegar Sjálf
stæðis flokkur og Fram
sókn fóru með völdin
var farin leið einka
fram kvæmdar í skóla
mál um. Hún reyndist
dýrkeypt. Tillagan fékk
því ekki brautargengi.
Við sem myndum
meiri hlutann í bæjar
stjórn erum ekki and
snúin einkafram taki,
síður en svo. Við leggj um kapp á
að skapa aðstæður þar sem
fjölbreytt og þróttmikið at vinnu
líf fær notið sín. En þegar kemur
að rekstri grunnþjónustu þarf að
stíga varlega til jarðar
Í Hafnarfirði starfa þrír einka
reknir leikskólar og einn
grunnskóli, góðar stofnanir sem
ánægja ríkir með. En frumkvæðið
að stofnun þeirra kom frá frum
kvöðlum sem höfðu eitthvað
nýtt fram að færa sem eykur
fjölbreytni og val foreldra. Það er
mikill munur á þessu eða því að
beinlínis stefna að því að koma
rekstri núverandi skólastofnana
bæjarins í hendur einkaaðila.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
frambjóðandi í flokksvali
Samfylkingarinnar.
Eyjólfur Þór
Sæmundsson
Gaaraleikhúsinu
565 5900
midi.is
gaaraleikhusid.is
Sýningar
Sunnudagur
23. febrúar
kl. 20.00
Sunnudagur
2. mars
kl. 20.00
Sunnudagur
9. mars
kl. 20.00
Sunnudagur
16. mars
kl. 20.00
Miða-
pantanir
Það er alltaf gaman í
ÓMAR ÆSKUNNAR
Sögur af sérstæðu fólki
einstök kvöldstund með Ómari Ragnarssyni
Hafðu áhrif
– taktu þátt í flokksvali Samfylkingarinnar