Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. febrúar 2014 VALVA L Ö G M E N N Elva Dögg Helga Vala Kolbrún VIÐ AÐSTOÐUM VIÐ AÐ FINNA BESTU LEIÐINA ÞIGErfðarétturFjölskylduréttur Fjármál Málefni innflytjenda Innheimta Sakamál Bótaréttur Austurstræti 17 / 101 Reykjavík / Sími 527 1600 www.valva.is Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsfólk í liðveislu. Óskum sérstak­ lega eftir karlmönnum. Um er að ræða störf með fötluðum einstaklingum. Meginmarkmið liðveislunnar er að rjúfa félagslega einangrun fatlaðara einstaklinga. Starfið gerir kröfu til jákvæðs viðmóts, mannúð­ legra viðhorfa og góðra hæfileika til mannlegra samskipta. Sjálfstæði og frumkvæði í starfi eru miklir kostir. Við leitum að einstaklingum með félagslega menntun, reynslu eða mikinn áhuga á störfunum. Laun fara eftir kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Upplýsingar um störfin veita Guðrún Þ. Ingólfs­ dóttir félagsráðgjafi gudruni@hafnarfjordur.is og Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi asrunj@hafnar­ fjordur.is sími 585 5500 Umsóknum skal skilað í þjónustuver Hafnarfjarðar­ bæjar, Strandgötu 4­6 VILTU VERÐA LIÐSMAÐUR? Að áfram sé gott mannlíf í Hafnarfirði Í síðustu viku var hér tekin skóflustunga að fyrsta íbúðar­ kjarnanum af þremur sem fyrir­ hugað er að reisa á næstu árum fyrir fatlaða einstaklinga. Sam­ fylkingin hefur sýnt mikinn metnað varð­ andi þjónustu við fatl­ aða íbúa bæjarins. Ekki þurfa allri fataðir ein­ stakl ingar að búa í svona húsnæði og sumir fylla flokk þeirra sem vilja geta leigt ódýrt húsnæði til langs tíma. Ég tel augljóst að bæjaryfirvöld hefji sem fyrst samstafi við aðila sem byggja ódýrt leiguhúsnæði til að tryggja nægjanlegt framboð slíks húsnæðis hér. Hlutverk bæjarins er að útvega lóðir meðal annars nálægt miðbænum undir slíkt húsnæði. Þá eru nýbúar fjöl­ mennir hér og það þarf að auð­ velda þeim aðgengi að upplýsingum varðandi þá þjón­ ustu sem þeir eiga rétt á. Einnig þarf að styrkja íslenskunám þeirra og barna þeirra í skóla­ kerfinu. Hér er einnig mikið um barnafjölskyldur en gott skóla­ kerfi er þeim mjög mikilvægt. Eitt af brýnustu verkefnum næsta kjörtímabils er að koma til móts við foreldra sem kjósa að setja börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Gera þarf átak í að hjálpa drengjum í efri bekkj­ um grunnskólans sem glíma við treglæsi því ef ekkert er að gert eru líkur á að þeir flosni uppúr námi í framhaldsskóla. Auk þess þarf að greiða fyrir því að nemendur efstu bekkja grunnskólanna stundi nám í byrjunar­ áföngum í Flensborgar­ skóla og/eða Iðnskól­ anum enda auðveldar það þessum nemendum að færa sig yfir á framhalds­ skólastigið. Ég tel mjög brýnt að setja þak á þær greiðslur sem fjölskyldur með meðaltekjur eða lægri greiða í þjónustugjöld til bæjarins. Þá vil ég beita mér fyrir því að á næsta kjörtímabili verði haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var á þessu kjörtímabili að laða hingað öflug atvinnu­ fyrirtæki því kröftugt atvinnulíf gefur möguleika á að efla til muna þá þjónustu sem bæjar­ yfirvöld eru að veita íbúunum. Höfundur er félagsfræði­ kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og tekur þátt í forvali Samfylkingarinnar. Björn Bergsson Breyta á skipulagi við Hvamm og kaupa þrjú ný kennsluhús á Velli Fræðsluráð bregst við mótmælum Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum sl. mánudag að falla frá áformum um að flytja kennslu­ hús frá leikskólanum Hvammi, þar sem þau standa í trássi við skipulag. Flytja átti húsin að leikskólanum Hamra völlum. Þess í stað er lagt til að byggð verði þrjú ný kennslu hús með tengi gangi, sem koma á fyrir við Hraun vallaskóla á lóð nr. 3 við Fléttuvelli, SV við skólalóðina. Ekki á að setja upp kennslu hús á lóð leikskólans Hamra valla eins og fyrstu tillög ur gerðu ráð fyrir. Með þessu er komið til móts við sjónarmið foreldra barna í Hraunvallaskóla og á Hvammi. Kostnaði vegna byggingu kennslu húsanna verður mætt með því að fjármagn sparast þar sem ekki þarf að flytja lausar stofur frá Hvammi, með auknum tekjum bæjarsjóðs sem nú eru fyrirsjáanlegar og með frestun annarra framkvæmda. Ekki er óvarlegt að áætla að kostnaður verði 70­75 milljónir kr. Til að þetta geti orðið þarf að breyta deiliskipulagi við Hraunvallaskóla og einnig við leikskólann Hvamm, en við­ bótar kennsluhúsin standa þar án heimildar í deiliskipulagi og höfðu íbúar harðlega mótmælt því að þarna yrði byggt. Tillögurnar í fræðsluráði voru samþykktar samhljóða og fara til úrvinnslu í bæjarráði og bæjar­ stjórn en gera þarf viðauka við nýgerða fjárhagsáætlun. Kennsluhúsin þrjú eiga að koma á nýrri lóð, nr. 3 við Fléttu velli en sú lóð var frá tek­ in til síðari þarfa í skipulagi. Ú r d ei lis ki pu la gi V al la 2 . M yn d af k or ta ve f h af na rfj ar ða rb æ ja r. M yn d af k or ta ve f h af na rfj ar ða rb æ ja r. Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.