Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 13.02.2014, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 13. febrúar 2014 Opið til 21 virka daga og 17 um helgar. YFIRNÁTTÚRULEGUR VEITINGASTAÐUR Í HAFNARBORG Strandgötu 34 · Sími 553 1111 www.glo.is · #gloiceland Góður árangur unga fólksins í frjálsum íþróttum Íslandsmeistarar og eitt Íslandsmet slegið Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11­14 ára fór fram 8. og 9. febrúar í Laugardalshöll. FH­ingar voru sigursælir á mótinu og urðu Íslandsmeistarar í flokki 14 ára stúlkna, unnu samtals tíu einstaklingstitla, einn boðhlaupstitil og enduðu í þriðja sæti í heildarstigakeppninni eftir spennandi keppni við lið HSK/ Selfoss og ÍR. Í flokki 11 ára stráka sigraði Dagur Már Oddsson í 60 m hlaupi á 8,83 sek. Í flokki 11 ára stúlkna sigraði Jana Sól Valdi­ marsdóttir í langstökki stökk 4,30 m og sigraði einnig í 800 m hlaupi á 2,45.21 mín. Í flokki 13 ára stúlkna sigraði María Kristj­ ana Gunnarsdóttir Smith í há stökki, stökk 1,48 m. Matt­ hildur Dís Sigurjónsdóttir sigraði í kúluvarpi varpaði kúlunni 11,63 m. Þórdís Eva fimmfaldur Íslandsmeistari og setti Íslandsmet Í flokki 14 ára stúlkna sigraði Þórdís Eva Steinsdóttir í há stökki. stökk 1,56 m, sigraði í 60 m hlaupi á 8,23 sek. og sigraði í 800 m hlaupi á 2,15.41 mín sem er Íslandsmet hjá 14 ára stúlkum. Þá sigraði hún í lang­ stökki, stökk 5,35 m og sigraði einnig í 60 m grindahlaupi á 9,73 sek. Þess má geta að Þórdís Eva sigraði í fimm einstaklings­ greinum á mótinu af sex og var einnig í 4x200 m boðhlaupssveit sem sigraði í flokki 14 ára stúlkna. 14 ára stúlkur í FH urðu Íslandsmeistarar félagsliða með 158 stig. Tíu fyrstu í hverjum flokki fengu stig í keppninni og enduðu margir FH­ingar í efstu tíu sætunum á mótinu. 14 ára hópurinn úr FH sem varð Íslandsmeistari félagsliða. Árið 1984 var Smáralundur opnaður og var hann fyrst um sinn tveggja deilda skóli. Ári síðar var þriðja deildin opnuð. Leikskólinn var þriggja deilda þar til í mars 2011 þegar leik­ skólinn Kató var sameinaður Smára lundi en við það bættust tvær deildir við skólann. Leik­ skólinn var því orðin fimm deilda skóli í tveimur húsum með 750 metrum á milli. Haustið 2012 ákvað fræðslu­ ráð að leikskólinn skyldi heita Brekkuhvammur eins og gata rétt hjá og hið gamal gróna nafn hvarf. Var afmælinu fagnað sl. fimmtudag með opnu húsi og sýningu á ljósmyndum og verk­ um nemenda. Smáralundur/ Brekkuhvammur 30 ára Þessi unga súlka bauð blaðamanni upp á ávexti. Þeir sýndu hróðugir myndirnar sínar. Leikskólinn Brekkuhvammur er líka við Hlíðarbraut! Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.