Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Page 4
4 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. apríl 2014
www.n1.is facebook.com/enneinn
Opið
mánudaga-föstudaga kl. 08-18
laugardaga kl. 09-13
www.n1.is www.dekk.is
Hjólbarðaþjónusta N1:
Bíldshöfða 440-1318
Fellsmúla 440-1322
Réttarhálsi 440-1326
Ægissíðu 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ 440-1378
Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372
Dalbraut Akranesi 440-1394
• Gott torfærudekk
• Milligróft og gripsterkt við
erfiðustu aðstæður
• Sjálfhreinsandi munstur
hindrar grjót í að gata dekkið
• Einn sterkasti hjólbarðinn á
markaðnum í dag
• Nýtt alhliða jeppadekk frá Cooper
• Ný gúmmíblanda sem eykur grip í
bleytu
• Nýstárlegt munstur sem bætir
aksturseiginleika bílsins
• Frábært heilsársdekk með framúr-
skarandi endingu og virkar við
nánast allar aðstæður
Cooper
Discoverer
ST MAXX
Cooper
Discoverer
AT3
Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður
veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð.
Láttu dekkin frá Cooper draga fram það besta í jeppanum þínum.
Cooper
undir jeppannÍSLE
N
SK
A
/SIA
.IS E
N
N
68624 04/14
Fjölmenni í afmælishlaupi Hauka
Knattspyrnufélagið Haukar
fagnaði 83 ára afmæli sl.
laugardag. Skokkhópur Hauka
hafði að venju veg og vanda að
afmælishlaupinu þar sem öllum
aldurshópum var boðið að
hlaupa sér og öðrum til gleði og
ánægju. „Á hverju ári leikum við
okkur með aldur félagsins þegar
hlaupalengdir eru ákveðnar.
Félagið er sem fyrr segir 83 ára
og því urðu hlaupavegalengdirnar
þetta árið 8,3 km 3,8km – 830
m og 380 m,“ að sögn Antons
Magnússonar formanns skokk
hópsins.
Metþátttaka var í hlaupinu og
hátt í 200 manns á öllum aldri
mætti með bros á vör. Hópurinn
byrjaði á því að syngja afmælis
sönginn til heiðurs hinum bráð
unga öldungi en svo skelltu allir
sér í hlaup og völdu vega lengd
eftir aldri og getu. Þeir yngstu
enn í barnavögnum en aldursfor
setinn kominn vel á áttræðis
aldurinn. „Það er fátt dásamlegra
en að sjá allar þessar kynslóðir
sameinast svona á jákvæðan
hátt,“ segir Anton. Allir af yngri
kynslóðinni voru leystir út með
páskaglaðningi svo allir fóru
glaðir frá þessu velheppnaða
hlaupi.
Vorveður var í lofti og allir í sólskinsskapi.
Kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta!
Nú er vetrarstarfi félagsins að ljúka og því mun hið
árlega lokakvöld okkar verða haldið í félagsheimili SVH
að Flatahrauni 29, miðvikudagskvöldið 23. apríl.
Auðvitað verður svo happadrættið á sínum stað
og fleira skemmtilegt. Allir velkomnir, og „ félagar“
endilega takið með ykkur gesti. Húsið opnað kl. 20.
Fræðslu- og skemmtinefnd
Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar
Eitt af elstu húsunum við
Vitastíg hefur staðið autt síðustu
ár og er mjög illa farið. Hafa
íbúar í nágrenninu töluverðar
áhyggjur og segjast óttast að af
húsinu fjúki í vondum veðrum.
Kofi við veginn er enn ig að
niðurlotum kominn en viðhald
hefur ekkert verið að sögn íbú
anna. Húsið er orðið hrörlegt,
málning flögnuð af húsinu,
gluggar eru ónýtir, tré í garði eru
brotin og íbúar óhressir með að
hafa svona hús í hjarta bæjarins
án þess að nokkuð sé að gert.
Miðbæjarhús til ama
Hefur verið autt síðustu ár
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n