Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Síða 11

Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Síða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Miðvikudagur 16. apríl 2014 Íþróttir Handbolti: 22. apríl kl. 19.30, Ásvellir Haukar - FH úrvalsdeild karla - undanúrslit 24. apríl kl. 19.30, Kaplakriki FH - Haukar úrvalsdeild karla - undanúrslit Knattspyrna: 16. apríl kl. 19, Garðabær Stjarnan - FH Lengjubikar karla úrslitakeppni Handbolti úrslit: Karlar: Stjarnan ­ ÍH: (þriðjudag) ÍR ­ FH: Haukar ­ ÍBV: ÍH ­ KR: 24­26 Haukar ­ Akureyri: 21­21 FH ­ HK: 35­28 Haukar og FH í undanúrslit Keppa saman Haukar mörðu sigur á ÍBV 23­22 og FH marði sigur á ÍR 28­27, endaði í 4. sæti og leika liðin því saman í undanúr­ slitum. Liðin í öðru og þriðja sæti ÍBV og Valur leika í hinni viðureigninni. Næstu leikir eru 22. og 24. apríl nk. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins Framboðslisti Sjálfstæðis­ flokks ins í Hafnarfirði fyrir kom­ andi sveitarstjórnar kosningar var kynntur og samþykktur einróma á fjölmennum fundi fulltrúaráðs félaganna fimmtudaginn 3. apríl. Rósa Guðbjartsdóttir bæjar­ fulltrúi leiðir framboðslistann sem skipaður er 22 öflugum einstaklingum með fjölbreytta reynslu og bakgrunn eins og segir í tilkynningu frá flokknum. Á listanum er jafnt hlutfall karla og kvenna, fólk úr ýmsum atvinnu greinum og á öllum aldri. 1. Rósa Guðbjartsdóttir, stjórn- málafræðingur og bæjarfulltrúi, 2. Kristinn Andersen, verkfræð- ingur og bæjarfulltrúi, 3. Unnur Lára Bryde, við skipta- fræðingur og flugfreyja, 4. Ingi Tómasson, fv. aðalvarð- stjóri og varabæjar fulltrúi, 5. Helga Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri og bæjar fulltrúi, 6. Kristín Thoroddsen, ferða mála- fræðingur, 7. Skarp héðinn Orri Björnsson, fram kvæmda stjóri, 8. Pétur Gautur Svavarsson, mynd listarmaður, 9. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, oddviti NFF, 10. Valdimar Víðisson, skóla stjóri, 11. Ebba Særún Brynjarsdóttir, hárgreiðslukona, 12. Sigurbergur Sveinsson, há skóla - nemi og handknatt leiks maður, 13. Sigurlaug Anna Jóhanns dótt ir, stjórnmálafræð ingur og varabæjarfulltrúi, 14. Þór Sigfússon, stálskipa- smiður, 15. Unnur Birna Magnúsdóttir, snyrti fræðingur, 16. Pétur Viðars son viðskipta- fræðingur og knatt spyrnu maður, 17. Þorgerður María Halldórs- dóttir, mannfræð ingur, 18. Þorvaldur Svavarsson, skip- stjóri, 19. Lára Janusdóttir, viðskipta- fræðingur, 20. Helga Ragnheiður Stefáns- dóttir, vara bæjarfulltrúi, 21. Geir Jónsson, mjólkur fræð- ingur og bæjar fulltrúi, 22. Valdimar Svavarsson, hag- fræðingur og bæjarfulltrúi. Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista sjálfstæðismanna. Framkvæmdir í Kaplakrika Nú hillir undir að frjálsíþrótta­ húsið í Kaplakrika verði tekið í notk un. Húsið er einn verkhluti af nokkrum sem ákveðið var að fara í kjölfarið af viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarbæjar og Fimleika félags Hafna­ fjarðar (FH) á 75 ára af ­ mæli félagsins 2004. Fram kvæmdirnar voru á for gangslista Íþrótta­ banda lags Hafnarfjarðar, sem uppfærður er reglu­ lega í kjölfar ársþings ÍBH. Gott samstarf hefur ver ið innan íþróttahreyf­ ing arinnar í Hafnarfirði um þann framgangs máta. Á árunum 2004­2010 var unnið að stúku bygg ingu og félags­, búninga­ og lyftingaaðstöðu í Kaplakrika. Vel gekk framan af en við efna hags hrunið hér á landi haustið 2008 slaknaði verulega á fram kvæmda hraðanum. Á tíma­ bili var uppi veruleg óvissa um framtíð frjálsíþróttahússins, sem var uppsteypt, stálvirki komið á að hluta og gólfið steypt að hluta. Það sést til lands með lyftistöng Með því að taka fyrir einn lítinn verkhluta fyrir í einu á löngum tíma er nú loksins orðið ljóst að við sjáum öll til lands með að taka frjálsíþróttahúsið í notkun. Unnið var að því að loka húsinu, þakvirki sett á, árið 2012. Gólfplatan var steypt árið 2013 og nú í upphafi árs 2014 er verið að ganga frá nær að fullu inni í húsinu og eftir páska kemur sérhæfður lagningarhópur erlendis frá til að leggja sérstakt gólfefni á húsið. Eftir það er hægt að hefja æfingar og keppni að fullu. Húsið mun þá ekki einungis verða lyftistöng fyrir frjáls­ íþróttastarfsemi í Hafnarfirði hjá FH, heldur stuðla að viðbót við öflugt frjálsíþrótta starf hér á landi. Hægt verður að sjálfsögðu að stunda skokk og hlaup í húsinu, fyrir alla aldurshópa, en slíkt mun verða sérstak lega mikilvægt yfir vetr ar ­ mánuð ina fyrir stækk­ andi iðk enda hóp, en þátttökusprengja hefur orðið í skokk­ og hlaupa­ hóp um á umliðnum ár um. Þá má ekki gleyma að meðalaldur þjóð ar innar fer hækk­ andi, fólk lifir lengur og að stunda hreyfingu s.s. göngu er góður kostur fyrir þá sem eldri eru. Lokaskrefin framundan Samhliða því að húsið verður tekið í notkun, þá er nokkrum verkhlutum enn ólokið í Kapla­ krika, þó þeir séu mun smærri en þeir sem unnið hefur verið að. Eftir er að setja utanhússklæðningu á frjálsíþrótta húsið, laga lóð og tryggja aðgengi fyrir alla á svæð­ inu m.a. í stúkunni, auk þess að tengja betur saman byggingar til að tryggja öryggi. Umhverfis­ og framkvæmdaráð samþykkti sam­ hljóða nú í byrjun apríl fram­ kvæmdasamning við FH vegna þessara verka. Von mín er sú að bæjarstjórn geti einnig verið sam­ hljóða í þeirri ákvörðun og standi saman að því að hægt verði að nýta aðstöðuna eins vel og kost ur er og sjá um leið frjálsíþrótta starf­ seminni vaxa fiskur um hrygg. Það ber að þakka þeim aðilum sem komið hafa að verkinu, margir í að verða áratug. Án krafts þeirra, fórnfýsi, áhuga og vilja er óvíst að við værum komin jafn langt og í dag. Það gildir bæði um byggingar­ nefndarmenn frá Hafnarfjarðarbæ Margrét Gauja Magnúsdóttir og FH svo og aðalverkefnastjóra Fasteignafélags Hafnarfjarðar, en ekki hvað síst þolinmæði félags­ manna í FH og annarra Hafnfirð­ inga sem hafa með víðtæku um ­ burðarlyndi þolað þessa löngu við burðarríku byggingarsögu. Ha fið þið öll þökk fyrir. Höfundur er bæjarfulltrúi. Ótuktarbragð Svona var umhorfs á stíg milli Hnotubergs og Kvistabergs í gærmorgun. Ótuktarbragð sem gæti valdið slysi. „Vorið kemur, heimur hlýnar, hjarta mitt!“ Hafnfirðingar ættu að gera þessa ljóðlínu Jóhannesar úr Kötlum að einkunnarorðum sín­ um á þessu vori þegar sveitar­ stjórn arkosningar nálgast og okkur gefst enn á ný tæki­ færi til að velja fólk til að annast stjórn bæj ar ins okkar. Flest tökum við þátt í öllum kosning um, en mörg okk ar mættu hins vegar ein ung is af skyldu­ rækni á kjörstað vorið 2010 þeg ar kosið var til bæj ar­ stjórnar. Ólíkt þeim fersku vind um sem blésu í póli­ tíkinni t.d. í Reykjavík, Kópa vogi og á Akur eyri áttu Hafn firðingar þá enga valkosti utan hefðbundnu flokkanna. Sú staðreynd skýrði líklega að ein­ hverju leyti áberandi dræma kosn­ inga þátttöku það árið. Tíðindi síð­ ustu kosninga í Hafnarfirði voru enda ekki fylgi einstakra flokka, heldur sú dapurlega stað reynd að 35% bæjarbúa kusu að kjósa ekki. Við í Bjartri framtíð höfum velt fyrir okkur hvort pólitísk hug­ myndafræði sem á stoðir í menn­ ingu 19. og 20. aldar eigi yfir höfuð heima í íslensku samfélagi nútímans eða í stjórnun bæjar­ félags. Verður t.a.m. skuldastaða bæjar ins leyst með hægri eða vinstri pólitík? Mögulega, en vand inn er sá að það virð ist vera lögmál að ef þú hefur ákveðið hægri þá sé útilokað að beygja til vinstri og öfugt. Þeir sem þetta hafa reynt í nokk urn tíma komast fljót lega að því að þeir fara í hringi en ekki í þá átt sem bæjarbúum er kannski fyrir bestu. Meiri hluti á móti minni hluta, andstæðir pólar þar sem annar ræður og hinn er alltaf á móti, er kannski skemmti­ legur sam kvæmisleikur, en síður væn legur til að ná árangri í að stýra bæjarfélagi eða þjóðfélagi. Fyrirtæki, stofnanir og félaga­ samtök sem hafa náð hvað mest­ um árangri, nálgast hlutina með öðrum hætti. Þau eru með á hreinu hver tilgangur þeirra og framtíðar­ sýn er og hafa sett sér gildi sem einkenna daglega hegðun og við­ mót starfsmanna eða félaga. Þau hafa langtímamarkmið að leiðar­ ljósi, en er ekki stýrt með skamm­ tímasjónarmið í huga. Þessi nálg­ un, sem oft er kennd við þjónandi forystu, er grunnstefið í hug­ mynda fræði Bjartrar framtíðar og byggir á því að það fólk sem velst til forystu hafi djúpa löngun til þess að mæta þörfum allra bæjar­ búa, þekki og viðurkenni styrk­ leika og veikleika bæjarfélags ins og hafi síðast en ekki síst kjark til að horfa ávallt á heildarhagsmuni íbúa. Björt framtíð í Hafnarfirði hefur notað veturinn til þess að kynna sér stöðu helstu viðfangsefna bæj­ arins til þess að átta sig á hvar veik leikar og styrkleikar Hafnar­ fjarð ar liggja. Við munum opna kosningamiðstöð okkar í Strand­ götunni fyrir öllum áhugasömum sem vilja segja skoðanir sínar og koma með ábendingar um hvað skiptir bæjarbúa mestu, enda bygg ir grunnur þjónandi forystu á opnum samskiptum, góðu samtali og málefnalegum rökræðum. Björt framtíð hlakkar til samtalsins við Hafnfirðinga. Kosturinn við vorkosningar er að það er sá tími sem bjartsýni ríkir og trúin á bjarta framtíð eykst. Við hvetjum ykkur, kæru bæjar búar, til að taka virkan þátt í málefnavinnu hvar í flokki sem þið standið og síðast en ekki síst að mæta ákveðin á kjörstað. Höfundar skipa efstu sæti á lista Bjartrar framtíðar. Einar Birkir Einarsson Guðlaug Kristjánsdóttir Frá fimmtán löndum Þjóðavika á leikskólanum Brekkuhvammi Börn og starfsfólk á Brekku­ hvammi eiga rætur sínar að rekja til 15 landa. Það eitt var ærin ástæða fyrir þjóðaviku en í henni var markmiðið að börnin læri að fólk er ólíkt en samt jafnmikils virði; að kynna þau lönd og þjóðir sem við eigum rætur til og að leikskólinn endurspegli fjöl­ menningarlegt samfélag. Var fánum 11 af 15 þjóðum flaggað en ekki tókst að útvega fána frá öllum löndum. Ýmislegt var gert til fróðleiks og var t.d. orðið velkomin skrifað á hverju tungumáli fyrir sig. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.