Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2014 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn RAGNAR SCHEVING ÚTFARARÞJÓNUSTA ÓLÖF HELGADÓTTIR ÚTFARARÞJÓNUSTA HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON ÚTFARARSTJÓRI FRÍMANN ANDRÉSSON ÚTFARARSTJÓRI FJÖLSMÍÐ LÍKKISTUVINNUSTOFA Síðan 1993 Stapahraun 5 220 Hafnarfjörður www.uth.is uth@simnet.is 565-9775 Tvö glæsileg hús voru vígð um helgina. Björgunarsveit Hafnarfjarðar vígði formlega nýju björgunarmið­ stöðina sem sveitin tók í notkun á síðasta ári við Hvaleyrarbraut og nýtt stórglæsilegt frjálsíþróttahús var tekið í notkun í Kaplakrika. Fram undan eru kosningar og nærtækt að tengja opnunina við þær. Í raun áttu bæði þessi hús að vera komin í notkun fyrir löngu og frjálsíþróttahúsið hefði átt að vígja fyrir síðustu kosningar. Þetta er ekkert nýtt og það er til siðs að lofa fyrir kosningar. Sumir lofa niðurgreiðslur á lánum og jafnvel stórar rándýrar flotbryggjur og enn aðrir lofa öðruvísi stjórnarháttum. Erfitt er að festa hönd á loforðin enda fylgja þeim aldrei fjárhags áætl anir eða verkáætlanir. Frambjóðendur keppast við að sannfæra fólk um að þeir séu best til þess fallnir að stýra bænum. Annað hvort vegna þess að þeir séu nýir og ferskir eða vegna þess að þeir hafi reynsluna. Því getur verið erfitt að velja flokk fyrir kosningar. Dreymir oddvitann um bæjarstjórastólinn eða léti hann sér nægja að vera forseti bæjarstjórnar eða formaður bæjarráðs? Miklar kröfur eru gerðar til embættismanna bæjarins – nema til bæjarstjóra – aðeins að hann nái kosningu. Gott væri að vita sjónarmið flokkanna. Þora flokkarnir að reikna út kostnað við það sem þeir vilja gera og gefa upp hvar eigi að spara? – Að segjast ætla að hag ræða segir kjósendum ekkert! Hvernig hyggjast flokkarnir starfa í bæjarstjórn eftir kosn­ ingar? Ætla þeir að viðurkenna að bæjarbúar kusu 11 manns í bæjarstjórn en kusu hvorki meiri­ né minnihluta? Bæjarbúar vita hvað þeir hafa og margir hafa skýrar óskir um umbætur. Við bæjarbúar eigum auðvelt með að leggja fram kröfur því við þurfum ekki að finna fjármagn til að framkvæma. Við þurfum heldur ekki að ákveða hvar á að skera niður til að hægt sé að gera það sem við viljum. Það er hlutverk stjórnmálamannanna að taka ákvarðanir og í raun mikilvægustu ákvarðanirnar. Því ætti það að vera í algjörum undantekningartilfellum sem bæjarfulltrúar sitji hjá í atkvæðagreiðslum. Því fylgir mikil ábyrgð að vera í bæjarstjórn og einnig í ráðum og nefnum bæjarins. Séu menn hræddir við ákvarðanatökur ættu menn ekki að bjóða sig fram. Það eru oftast fleiri en ein leið að sama marki. Það er til lítils að eyða löngum tíma í að karpa um leiðina. Það er betra að fara eina leið en að reyna við margar leiðir og jafnvel snúa við úti í miðri á. Fólk sem býður sig fram til bæjarstjórnar kallar eftir stuðningi bæjarbúa, ekki bara á flokkinn, heldur miklu frekar á einstaklinginn. Þegar fólkið hefur kosið hafa þeir lagt traust sitt á bæjarfulltrúana. Því trausti mega menn ekki bregðast. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Fermingarstarfið 2014-2015 Þau sem eiga eftir að staðfesta þátttöku í fermingarstarfinu næsta vetur eru beðin að senda póst á einar@frikirkja.is www.frikirkja.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Sunnudagurinn 25. maí: Messa kl. 11 Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Kaffisospi eftir messuna. Uppstigningardagur 29. maí: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 á degi eldri borgara. Kórsöngur. Hátíðarkaffi. Nánar í næsta blaði. Skráning í fermingarfræðslu 2014-2015 er hafin Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 25. maí: Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur. Að guðsþjónustu lokinni fer fram skráning vegna ferminga vorið 2015. Hægt er að nálgast skráningarform á heimasíðu kirkjunnar. www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 25. maí Messa kl. 11 Eldriborgarar leiða söng ásamt félögum úr kór Ástjarnarkirkju og lesa ritningarlestra. Drengur verður fermdur. Hressing og samfélag á eftir. Skráning í fermingar 2015 er á www.astjarnarkirkja.is www.astjarnarkirkja.is þúfu[njálsgata]barð Sjöunda sýningin á Mynd listarhátíð 002 Galler­ ís að Þúfubarði 17 verður opnuð kl. 14 á laugardaginn. Að þessu sinni er þar á ferð Hildi gunnur Birgisdóttir, myndlistarkona, en sýning­ una nefnir hún „þúfu[njáls­ gata]barð“. Á sýningu sinni setur Hildi gunnur fram skynjunaræfingu fyrir skynsemina sem ertir tilvistar­ stöðvar vitundarinnar, en slíkar æfingar þroska litróf skynjunar okkar. Titill sýningarinnar vísar til þess að forláta gólfteppi úr íbúð á Njálsgötu fær nýtt hlutverk í galleríinu við Þúfubarð. Í verkum sínum beinir Hildigunnur sjónum sínum að tímanum og sönnunar­ gögn um um hann. Áhersla hennar er á fundna hluti, afganga, leifar, vegsummerki, hluti sem misst hafa tilgang sinn. 002 Gallerí er íbúð og vinnustofa Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja, sem hefur starfrækt þetta óvenjulega gallerí um þriggja ára skeið í kjallaraíbúð sinni í blokk að Þúfubarði 17. Sýningin verður aðeins opin kl. 14 til 17 á laugardag og sunnu­ dag. Aðgangur er ókeypis.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.