Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2014 Skólagarðar í Hafnarfirði opna mánudaginn 2. júní, garðarnir eru á fimm stöðum víðsvegar um bæinn, í Setbergi, Holtinu, í Öldutúni, við Víðistaði og á Völlunum. Forgangur fyrir börn frá 7­12 ára börn er nú liðinn og er sú nýbreytni í ár að allir bæjarbúar frá aldrinum 7 ára og eldri geta nú sótt um garð í skóla­ görðunum, en hugmyndin er sú að hafa góða fjölskyldu­ stemningu í görðunum. Hver og einn fær úthlutað tveimur reitum, einn fyrir grænmeti og annan fyrir kartöflur og er leigan 4.500.­ kr yfir sumarið. Í sumar bætast við nýjar grænmetis­ tegundir við flóruna, til dæmis, graslaukur, sellerí og mynta. Opnunartími skólagarða verður frá kl. 10 til 15 alla virka daga en lengur á uppskeru degi og fyrstu tvær vik urnar eftir opnun. Nánari upplýsingar um skóla­ garðana og skráningu í garðana er á www.tomstund.is Dömukvöld Garðatorgi fimmtudaginn 22. maí Nú er sumarið komið og birtir til á torginu okkar Þér er boðið á dömukvöld á Garðatorgi nk. fimmtudag 22. maí. Léttar veitingar og góð tilboð í verslunum og fyrirtækjum frá kl. 18:00 - 21.00 Næg bílastæði á Garðatorgi Bylting í Náttúruvænum Ammóníaks FRÍUM litum Pantið tíma í S: 565 6465 Guðrún, Sandra og Sonja taka vel á móti ykkur Cleó Garðatorgi 20% afsláttur í júní af Sjampó - Næringu - Lit í tilefni Kvennahlaupsins Nýtt - Cleó - Garðatorgi - 5 65 64 65 - 20% afsláttur hjá NUR, Cleó, ILSE, MOMO, GleraugnaPétri og Blómabúðinni Blómabúðin Garðatorgi Leynast garðyrkjuhæfileikar í þér? Skólagarðar fyrir alla Sóðskapur reykingar­ fólks Íbúi við Herjólfsgötu kvartar yfir sóðaskap reykingarfólks á bílastæðinu vestast á Lang­ eyrarmölum. Rétt við ruslafötu virðis sem fólk hendi síga­ rettustubbum á planið og telur íbúin að ökumenn hafi jafnvel hellt úr öskubökkum á planið. Eru reykingarmenn sem aðrir hvattir til að ganga vel um bæinn okkar og auðvitað ætti enginn að henda sígarettu­ stubbum á jörðina. Sumar­ blómasala Árleg sumarblómasala Systra ­ félags Víðistaðakirkju hefst á morgun og stendur til mánu­ dagsins 2. júní. Opið er alla dagana kl. 11­18. Seld eru kröftug og sterk íslensk blóm úr Hveragerði og hvetja félags konur bæjarbúa til að koma og gera góð blómakaup. Blóma salan er við Víðistaða­ kirkju. Blómasalan er aðal fjáröflum félagsins. Ljós m .: G uð ni G ís la so n www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu myndir á:

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.