Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2014 Hver einstaklingur, hver gata og hvert hverfi er mikilvægur hlekkur í keðju hvers samfélags. Hér í Hafnar firði má segja að hvert hverfi hafi sína sérstöðu og sérkenni. Hafnarfjörður er stórt bæjarfélag á íslenskan mælikvarða, sem byggst hefur upp og þróast, ef segja má frá tímum Hansa kaup­ manna frá 15. öld. Þrátt fyrir stærð Hafnarfjarðar og sífellda fjölgun og breytta samsetningu íbúa þá býr Hafnarfjörður enn að ákveðnum bæjar brag sem einkennist af væntumþykju íbúa til síns hverfis. Hvert hverfi hefur sinn bæjar­ brag og sinn sjarma og því þarf að viðhalda. Það er því mikilvægt að horft sé á þarfir þeirra sem þar búa. Væntingar hvers hverfis til þjón ustu veittri af bæjarfélaginu eru því misjafnar. Mörg hverfi hér í Hafnarfirði hafa þurft að búa við afleiðingar lélegrar fjárhagsstöðu bæjarins á undanförnum árum sem komið hefur niður á aðstöðu og öryggi íbúa, hvort sem er gangandi hjólandi eða akandi. Göngu­ og hjólastígar, ruslatunnur sem og sópun gatna, svo ekki sé talað um söltun og snjómokstur, hefur ekki verið bæjarfélaginu til sóma og verið ábótavant í öllum hverfum bæjarins. Ný hverfi hafa þurft að búa við ókláraðar gangstéttir og fleiri frágangsmál. Mörg hverfi hafa sett á laggirnar hverfafélög sem huga að hagsmunum íbúanna, hvort sem er til að bæta aðstöðu, fjölga grænum svæðum, tryggja öryggi eða standa fyrir ákveðnum viðburðum. Hverfafélag Valla­ hverfisins er gott dæmi um hverfa félag sem barist hefur fyrir bættum aðbúnaði íbúa sinna sem og staðið fyrir skemmtilegum viðburðum. Íbúalýðræði er mikilvægt í hverju samfélagi til að hægt sé að búa til bæjarfélag þar sem unnið er út frá skoðunum, vænt­ ingum og vilja íbúanna. Taka þarf ákvarðanir sem teknar eru í sátt og samlyndi við íbúa og heyra raddir þeirra sem þekkingu hafa á sínu eigin hverfi til að ná fram betri gæðum í þjónustu fyrir heildina. Tökum saman þátt í að byggja upp bæjarfélag þar sem gaman og gott er að búa. Byggjum upp og breytum saman sem íbúar Hafnarfjarðar, þar sem hver hlekk ur í keðju samfélagsins er virtur og metinn að verðleikum. Þannig náum við sameiginlega fram hagsmunum fyrir heildina. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Golfnámskeið Keilis fyrir krakka á aldrinum 5-12 Markmið golfleikjanámskeiðanna: – eru fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5-12 ára – að fyrstu kynni af golfi eru jákvæð og það er gaman að leika golf – farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga – leiknar eru nokkrar golfholur á golfvelli – kennsla er gjarnan í formi golfleikja ýmiss konar – áhersla er á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum – iðkendur geta tekið fleiri en eitt námskeið Golfleikjaskóli Keilis er fyrir alla krakka frá aldrinum 5-12 ára. Á námskeiðunum er nemendum skipt í tvo aldurshópa, 5-8 ára og 9-12 ára. Námskeið sem í boði eru: 10.-13. júní 4 dagar (þri. - föst.) 16.-20. júní 4 dagar (mán. - föst. frídagur þri. 17. júní) 23.-27. júní 5 dagar (mán. - föst.) 30.-04. júlí 5 dagar (mán.- föst.) 07.-11. júlí 5 dagar (mán. - föst.) 14.-17. júlí 5 dagar (mán. - föst.) Hægt er að velja um námskeið frá kl. 9:00 - 11:45 eða kl. 12:30 - 15:15. Fimm daga námskeiðin kosta kr. 10.000. Fjögurra daga námskeiðin kosta kr. 8.000 Veittur er 20% systkinaafsláttur. Veittur 20% afsláttur ef sótt eru fleiri en eitt námskeið. Krakkarnir kynnast einnig leikjum og æfingum með svokölluðum SNAG búnaði, en hann hentar sérlega vel til að auðvelda iðkendum að ná betri tökum á íþróttinni og að auka skemmtanagildið. Námskeiðum lýkur með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GK. Skráning hefst 22. maí á slóðinni https://keilir.felog.is/ Ef fólk lendir í vandræðum þá eru leiðbeiningar á heimasíðu Keilis, keilir.is 22,8 milljónir kr. styrkir til skóla Þróunar- og ný sköp- unar sjóður fræðslu ráðs Tillaga sviðsstjóra að styrk­ veitingu Þróunar­ og snýsköp­ un ar sjóðs fræðsluráðs var samþykkt með þremur atkvæð­ um á fundi fræðsluráðs á mið­ vikudaginn. Fulltrúar Sjálf­ stæðis flokksins greiddu ekki atkvæði með tillögunni og sátu hjá við atkvæðagreiðslu.. Samtals var ráðstafað til grunn­ og leikskóla kr. 22.845.000,­. Þessir fengu styrki: Hraunvallaskóli: kr. 2.100.000,- Læsi - Lífið sjálft - stefnumörkun í læsi í 1.-4. bekk. Hraunvallaskóli: kr. 1.150.000 „ART - Ag gress- ion Replacement Train ing“. Hvaleyrarskóli: kr. 1.400.000,­ Læsi ­ mótun heildarstefnu. Lækjarskóli: kr. 2.770.000,- Nýbúakennsla. Lækjarskóli: kr. 610.000,- „First Lego League“. Lækjarskóli: kr. 440.000,- Enska - efling ensku kennslu, Mentorver kefni. Víðistaðaskóli: kr. 2.210.000,- Læsi til náms. Öldutúnsskóli: kr. 1.200.000 Teymisvinna 1. og 5. bekk. Arnarberg: kr. 2.190.000,- Læsishvetjandi umhverfi í eldri deildum. Álfaberg: kr. 1.600.000 Læsi - Snemm- tæk íhlutun. Brekkuhvammur: kr. 1.000.000 Læsi - Snemm- tæk íhlutun, læsisstefna Hlíðarberg: kr. 900.000 Læsi - snemmtæk íhlutun. Hörðuvellir: kr. 750.000 Stærðfræði kennsla - „Numicon“. Norðurberg: kr. 1.400.000 Læsi - snemm- tæk íhlutun Tjarnarás, Stekkjarás, Hraun­ valla leikskóli: kr. 250.000 Læsi - snemmtæk íhlutun. Víðivellir: kr. 875.000 Læsi - snemmtæk íhlutun. Hvert hverfi skiptir máli Kristín Thoroddsen

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.