Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2014 Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830 Allar upplýsingar um sumarsund Sundfélags Hafnarfjarðar og innritun verða á heimasíðu SH www.sh.is. styrkir barna­ og unglingastarf SH Tímabil í boði: 10.-20. júní 23. júní - 4. júlí 7.-.18. júlí 21. júlí - 1. ágúst Sumarsund fyrir hressa krakka Sumarsundskóli Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, er með námskeið í Ásvallalaug, Sundhöllinni og Lækjarskólalaug í sumar Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-10 ára og standa yfir í tvær vikur eða 8-10 skipti. Er barnið þitt að byrja í skóla í haust og er óöruggt í vatninu? Skráðu það í Sumarsund SH! Hafnarfjörður h.f.? Sveitarfélag er að mörgu leyti áþekkt fyrirtæki í dreifðri eignar­ aðild, þar sem íbúarnir eru bæði hluthafar og viðskiptavinir. Tekjur bæjarfélagins koma frá íbúum og eru notaðar til að kosta þá þjónustu sem við telj­ um auka velsæld. Hagur fyrirtækja er sömu leiðis undir því kom inn hvers virði þjón ustan er fyrir viðskipta vininn. Pólitík hefur löngum birst mér sem leiftrandi, úthugsaður og ósnert an­ legur vettvangur gáf aðs fólks, sem veit hver hinn eini sannleiki er. Þar er ræðusnilldin mælikvarði á trúverðugleikann. Orð, látbragð og plott er hluti af þessum heimi, snaggaraleg til svör og hnyttin hnútuköst. Sá sem er seinn til svara eða forðast sviðsljós hikar við að blanda sér í leikinn. Eftir nám í verkfræði, lá bein ast við hjá mér að vinna á al mennum vinnumarkaði, enda upp fyllti ég ekki ímynduð skil yrði mín til að fara í pólitík. Sem stjórnandi veit ég að besti árang urinn fæst með því að eiga góð sam skipti við fólk og rökræða mál og leiða til lykta út frá hagsmunum allra. Stjórnendur í atvinnulífinu leggja hart að sér við að efla stjórn unar­ hæfi leika sína og á síðustu ára tug­ um hefur fag mennska aukist mjög við stjórnun fyrirtækja og stofnana. Ég þekki af eigin reynslu að það er ekki grund vallar munur á því að vera stjórnandi í upp lýsinga tækni­ fyrirtæki, prent smiðju eða banka. Gilda önnur lögmál í fyrirtækj­ um en í sveitarfélögum? Er mun ur á því að afla arðs fyrir hluthafa eða efla velsæld íbúa? Vel rekin fyrirtæki með skýra framtíðarsýn setja gróða ekki endilega í for gang. Tal um pen­ inga er hins veg ar alls ráðandi í illa reknum fyrir tækjum. Það sama gildir um sveitar félög. Bæjarstjórnarfundir sem fylgj ast má með á netinu eru afar ólíkir stjórnarfundum í góðu fyrir tæki. Erfitt er að hugsa sér stjórnarmenn í vel starfhæfu fyrirtæki stunda kapp ræður og skipa sér þannig í and stæðar fylkingar. Erindi Bjartrar framtíðar inn í hafnfirska pólitík er að breyta nú ­ gildandi hefðum og skapa aukna sátt í bæjarstjórn. Við viljum að góðar hugmyndir nýtist, sama hver setur þær fram og að átök um kennisetningar flokka eða sér hags­ muni víki fyrir yfirvegaðri umræðu sem leiðir til ábyrgrar ákvarðana­ töku. Við viljum meiri gleði og bjartsýni inn í umræðuna og hætta að einblína á neikvæða hluti. Við búum í góðum bæ sem hefur alla möguleika á að verða eftirsóknar­ verðasti staður á Íslandi fyrir fjöl­ breytt fyrirtæki og allskonar fólk. Ef við sameinumst um það markmið eru okkur allir vegir færir. Höfundur er framkvæmda- stjóri. Er í 2. sæti á lista Bjartrar framtíða. Einar Birkir Einarsson Aukið sjálfstæði skóla Samkvæmt rannsóknum, m.a. einni frá Harvard háskóla – en niðurstöður hennar voru birtar í mars á þessu ári, þá skipta gæði samskipta mestu máli til að hámarka árangur og vellíðan. Það skiptir máli að það sé gaman í vinn­ unni. Það getur aukið ánægju stjórnenda og kennara að gefa þeim meira frelsi og nýta krafta þeirra sem sjá um málin dag frá degi. Í grunnstefnu Pírata segir að Píratar telji að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum. Píratar vilja að kennurum og stjórnendum skóla sé treyst til þess að móta skólastarfið. Að miðstýra ekki um of með einni leið. Með því tryggjum við fjöl­ breyttar hugmyndir sem ættu að leiða okkur sem heild til betri lausna í skólakerfinu. Samhliða auknu sjálfstæði leik­ og grunnskóla til skólaþróunar þarf að tryggja að árangur breytinga á námi og kennslu sé metinn reglulega. Mikilvægt er að nemendur fái markvissa þjálfun í að læra út frá áhuga sínum og kenn­ arar fái svigrúm til að kenna út frá sínum hug myndum og vinnu­ brögð um. Við teljum að auka þurfi áherslu á gagn­ rýna hugsun, t.d. með heim spekikennslu. Þá mætti kenna hagnýt fög eins og forritun og fjár mála læsi, sem við teljum að nýtast muni nemendum sem þátt tak endum í samfélagi framtíðar innar. Píratar hafa ekki trú á skóla­ stefnu sem kenn arar og nem­ endur taka ekki þátt í að móta, enda á það ekki að vera hlutverk bæjarstjórnar að hafa stefnuna undir smásjá. Höfundur er aðstoðarfor- stöðu maður Miðstöðvar símenntunar í Hafnarfirði og skipar 3. sæti á lista Pírata. Finnur Gunnþórsson 32 íbúðir í almenna sölu við Skipalón Fjarðarmót byggir 96 glæsilegar íbúðir á svæðinu Um helgina verða fyrstu tvær íbúðirnar að Skipalóni 5 til sýnis fyrir áhugasama íbúðarkaup­ endur. Eru þær í fimm íbúðahæða húsi sem í eru 32 íbúðir, 2ja til 5 herbergja. Hjálmar Hafsteinsson, einn eigenda Fjarðarmóta ehf., segir að fyrirtækið sé að byggja 96 íbúðir á svæðinu en Fjarðarmót er um 40 ára gamalt byggingar­ fyrirtæki sem hefur mikla reynslu af byggingu íbúðarhúsa í Hafnarfirði. Hann segir starfs­ manna veltu hjá fyrirtækinu mjög litla og því njóti fyrirtækið þess að hafa mjög reynslumikið fólk í vinnu. Hjálmar segir byggingar­ framkvæmdir hafi gengið mjög vel. Byrjað var á undirstöðum í nóvember 2012 og reiknað er með að hægt verði að afhenda íbúðirnar í júlí nk. Bílakjallari er í húsinu fyrir hluta íbúða. Húsið er teiknað af ASK arkitektum sem hafa teiknað öll húsin við Skipalón. Þau eru mjög vönduð, með aðkomu að íbúðunum frá svalagöngum sem lokaðir eru með gleri. Aðkoma að íbúðunum er mjög rúmgóð, bæði í stigahúsi og á svalagöngum. Íbúðirnar eru rúmgóðar og full innréttaðar en hægt er að fá þær afhentar með eða án gólfefna. Þessar íbúðir hafa engar kvaðir um aldur íbúa eins og íbúðir í mörgum húsum á svæðinu og höfða því til allra aldurshópa. Rúmgóðar suður­ svalir eru á öllum íbúðum og útsýni úr íbúðunum er víða mjög glæsilegt. Húsið er einangrað að utan og klætt viðhaldslítilli klæðn ingu. Fasteignasölurnar Ás og Hraun hamar verða með íbúð­ irnar í sölu. Íbúðirnar sem verða til sýnis um helgina eru 3ja og 5 herbergja á 2. hæð. Verð íbúð­ anna í húsinu verður frá um 23 milljónum fyrir 2ja herbergja íbúð upp í um 46 milljónir kr. fyrir 5 herbergja íbúð. F.v. Hjálmar Hafsteinsson, einn eigenda Fjarðarmóta, Hilmar Bryde frá Hraunhamri og Eiríkur Svanur Sigfússon frá Ás. Útsýnið er glæsilegt úr mörgum íbúðanna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Rúmgóðar suðursvalir eru á öllum íbúðum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.