Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júní 2014 Menntunar- og hæfniskröfur: • Hjúkrunarfræðingur með reynslu af hjúkrun • Frumkvæði og metnaður í starfi • Sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á www.hrafnista.is Hjúkrunarfræðingar óskast Getum bætt við nokkrum hjúkrunarfræðingum í okkar frábæra hóp á Hrafnistu Hafnarfirði • Hjúkrunarfræðingur á næturvakt – starfshlutfall samkomulag. • Hjúkrunarfræðingar á vist og hjúkrunardeild – starfshlutfall samkomulag. HRAFNISTA HAFNARFIRÐI Umsóknir berist til: Árdísar Huldu Eiríksdóttur forstöðumanns Hrafnistu Hafnarfirði. Sími: 693 9502, netfang: ardishulda@hrafnista.is HRAFNISTA Reykjavík I Kópavogur I Reykjanesbær Takk fyrir mig! Síðasti vinnudagur bæjarstjóra á morgun Á morgun er síðasti vinnu­ dagur minn sem bæjarstjóri. Af því tilefni langar mig til að þakka öllu því fjölmarga fólki á öllum aldri sem ég hef verið svo heppin að fá að hitta, spjalla við og hlusta á í starfi mínu sem bæjarstjóri! Þetta hef ur verið ómetanleg reynsla og frábær tími sem ég hefði alls ekki viljað missa af. Ég vil líka nota tækifærið og þakka öllu mínu frá­ bæra samstarfsfólki hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir samstarfið og stuðning­ inn! Þið hafið verið frá­ bær. Það er dýrmæt reynsla og mik­ ill heiður að vera bæjarstjóri í Hafnarfirði og mikil ábyrgð – ekki síst að vera fyrsta konan sem tekur þetta starf að sér! Það á auðvitað ekki að vera fréttnæmt að kona sé bæjarstjóri, en á með­ an það hefur ekki gerst áður í yfir 100 ára sögu sveitarfélags þá er það fréttnæmt og það skiptir máli fyrir stráka og stelpur að sjá að bæði konur og karlar geti gegnt hvaða störfum sem er. Aðstæðurnar í pólitíkinni í dag og síðustu misseri hafa verið afar krefjandi, en ég hef líka sagt að ef við sem stjórnmálamenn stönd um okkur við þær aðstæður sem verið hafa á líðandi kjör­ tíma bili þá getum við ráðið við nánast hvaða aðstæður sem er. Mér hefur ekki síður fund ist spennandi að vera í pólitík þegar tek ist er á við erfiðleika og af leið­ ingar af efna hags hrun­ inu haustið 2008 heldur en þegar allt átti að heita að léki í lyndi í góðær ­ inu. Verkefnin hafa ver ið krefjandi og erfið – en jafnframt afar skemmti leg og lær­ dóms rík. Ég held að ég sé ekk ert eins­ dæmi – en fyrstu vikurnar í meiri­ hluta og fyrstu vikurnar sem bæjarstjóri einkenndust oft af fiðrildum í maga, vægum kvíða ­ hnút og örari hjartslætti vegna þeirra gríðarlegu viðfangs efna sem biðu mín og aðstæðna sem ég var að stíga inn í og þekkti ekki. Smám saman fækk aði fiðr­ ildunum, kvíðahnútunum og hjart sláttartruflununum. Þúsund þakkir fyrir mig! Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Við hlökkum til samstarfsins Eftir sveitarstjórnarkosn ing­ arn ar sem fram fóru þann 31. maí sl. hafa fulltrúar allra flokka rætt saman um verkefnin fram­ undan og mögulegt samstarf á vettvangi bæjar stjórn ar. Meðal þess sem hefur verið rætt er sú hugmynd að mynda meirihluta með þátt töku fulltrúa allra flokka, líkt og Björt fram tíð lagði áherslu á í sinni kosningabaráttu, sem og aðrar mögu legar leiðir til að auka samstarf og samstöðu í bæjarstjórninni eins og Samfylkingin hefur frá upphafi talað fyrir. Við sem skipum hóp aðal­ og varabæjar fulltrúa Samfylking­ arinnar tókum því strax jákvætt í hug myndir um „öðvuvísi“ nálg­ un við myndun nýs meiri hluta í bæjarstjórn og töld um þær tvímælalaust eiga skilið efnislega umræðu og skoð un. Í samtölum okkar við fulltrúa hinna flokk­ anna bentum við meðal annars á að með virkara íbúalýðræði, t.d. beinum raf rænum kosningum um stærri mál, væri mögulega hægt að skapa nýtt landslag í stjórn málunum og fá flokkana til auk inn ar samvinnu. Sáum við einnig fyrir okkur að hægt væri að skapa þeim framboðum sem hlutu stuðning ríflega 13% kjós­ enda, en fengu ekki fulltrúa í bæjarstjórn, einhverja aðkomu að undirbúningi stefnumótunar svo þeirra tillögur og hugmyndir kæmust líka að. Töldum við ástæðu til að láta á það reyna hvort flokkarnir fjórir gætu mótað sameiginlega fram­ tíðarsýn, um hvert við viljum stefna sem samfélag, og fela um leið bæjarbúum aukna aðkomu að mikilvægum ákvörðunum. Því miður reyndist ekki grund völlur fyrir frekari umræðu um þessar tillögur hjá öllum flokk um. Takk fyrir stuðninginn Við í Samfylkingunni í Hafnarfirði munum nýta næstu fjögur ár vel, eiga virk samskipti við bæjarbúa og standa vörð um Hafnarfjörð sem fjölbreytt og gott samfélag. Við munum alltaf vera reiðubúin að hlusta og leggja okkar af mörkum til að vekja áhuga á lýð ræðislegri þátttöku í mótun samfélagsins. Um leið og við þökk um bæjarbúum fyrir stuðninginn í kosn ingunum þá vilj um við óska nýjum meirihluta í bæjar stjórn gæfu og vel farn aðar í sínum störf um. Við munum leggja áherslu á að vera málefnaleg í okk ar störfum, leita nýrra leiða til að auka þátttöku bæjarbúa í ákvörðunum og stuðla að upp­ byggi legri um ræðu og auknu trausti bæjarbúa gagn vart kjör­ inni bæjar stjórn. Við hlökkum til sam starfsins og vinnunnar fram­ und an í þjónustu við bæjarbúa alla. Gunnar Axel Axelsson bæjar- fulltrúi, Margrét Gauja Magn- ús dóttir bæjarfulltrúi, Adda María Jóhannsdóttir bæjar- fulltrúi, Ófeigur Frið riks son varabæjar fulltrúi, Eyrún Ósk Jónsdóttir vara bæjarfulltrúi og Friðþjófur Helgi Karlsson varabæjar fulltrúi F.v.: Friðþjófur Helgi, Margrét Gauja, Gunnar Axel, Ófeigur, Adda María og Eyrún Ósk. Hvar auglýsir þú? vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.