Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júní 2014 30 ára Stofnuð 1983 styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira Opið hús í Króki Bærinn Krókur á Garðaholti í Garðabæ er opinn á sunnu­ dögum í sumar frá kl. 13­17. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endur­ byggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul hús­ gögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó í Króki til ársins 1985. Í Króki er einnig her bergi sem hefur verið nýtt sem vinnu aðstaða fyrir lista­ menn á vet urna. Krókur, skammt frá bæjar- mörkum Hafnarfjarðar. Víkinga­ hátíð in hefst á morgun 300 víkingar Um 300 víkingar frá 8 löndum verða á 18. Víkingahátíðinni sem hefst við Fjörukrána á morgun föstudag. Mikið verður um að vera, tónleikar, bardagasýningar, bogfimi og axaköst að ógleymd­ um Víkingaskóla barn anna. Víkingamarkaður verður opinn þar sem finna má glæsilegt handverk í víkingstíl. Meðal tónlistarmanna á hátíðinni má nefna Pól Arni Holm og Jón Joensen úr færeysku rokksveitinni Tý sem m.a. söng Orminn langa. Þá má nefna hljómsveitina Krauka og gömlu víkingasveit Hermanns Inga. Á mánudaginn kl. 12 hefst keppnin um sterkasta fatlaða mann heims en henni lýkur með keppni kl. 19 á Víkingastræti. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: Á rn i T ry gg va so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.