Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 12. júní 2014 Það er löng hefð fyrir Vormót­ um Hraunbúa, fyrir löngu komin með stóran staf en í ár var 74. mótið haldið í Krýsuvík en þar hefur það að jafnaði verið haldið síðustu 50 ár. Skátarnir eru með svæði undir hlíðum Bæjarfells þar sem mótin eru haldin. Krýsu­ víkurmótin hafa verið landsþekkt fyrir rigningu og gulir regngallar oft verið einkennisbúningur glaðra mótsgesta. Í ár skein sólin skært og hlutverk Björgunar­ sveitar Hafnarfjarðar sem sá um sjúkra gæslu var aðallega að meðhöndla sólbruna. Fjöll voru klifin og hlaupin, skátar renndu sér niður í aparólu, sigu í klettum, elduðu yfir eldi, fóru í leiki, sungu, súrruðu og nutu þess að vera saman með öðrum skátum. Fjölskyldubúð­ irnar voru stórar að venju, gamlir skátar mættu með fjölskyldur sínar sem og foreldrar skátanna sem nutu útiverunnar og nátt­ úrunnar í kring. Allir skemmtu sér saman á varðeldi og á tónleikum með Ingó veðurguði. Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Gleraugnaverslunin þín PIPA R\TBW A • SÍA • 1333336 MJÓDDIN Álfabakka 14 Sími 587 2123 FJÖRÐUR Fjarðargötu 13-15 Sími 555 4789 SELFOSS Austurvegi 4 Sími 482 3949 Frí sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum Menningar­ og listafélag Hafn arfjarðar ehf. hefur tekið við rekstri Bæjarbíós. Kristinn Skag fjörð Sæmundsson segir að félagið hefji leik með tón leikum Björgvins Halldórssonar og hljómsveitar á föstudaginn kl. 20. „Þetta er föstudagurinn þrett­ ándi, fullt tungl og enginn veit hvað gerist,“ segir Kiddi og kímir. Þetta verður í fyrsta sinn sem Björgvin spilar í Bæjarbíói en þar mun hann flytja úrval laga af blómlegum ferli sínum. Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Björgvin að þetta verði nokkurs konar stofuskemmtun. Hann muni syngja lög sem fólk þekkir og segja frá sögunni á bakvið lögin en Björgvin hefur sungið um 800­900 lög á ferlinum. Björgvin segist fagna því að rífa eigi upp starfið í Bæjarbíói og sjálfur eigi hann góðar minningar frá myndum með Roy Rogers á æskuárum. Með Björgvini er hljómsveit; Jón Elvar á gítar, Þórir Úlfarsson á hljómborð, Friðrik Sturluson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Áhugasömum er bent á að tryggja sér miða í tíma á midi.is eða í Súfistanum. Hafnfirskar myndir og fyndni Ekki verður minna um að vera um helgina því á laugardag kl. 21 verður sýnd myndin Astró pía frá 2007 og stutt myndin Kara­ mellumyndin frá 2003 í leik­ stjórn Hafnfirðingsins Gunnars B. Guðmundssonar. Auk þess verða þeir Radíus bræður og Hafnfirðingar, Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jóns­ son með uppi stand. Miðaverð er 1.500 kr. og miðasala í Bæjarbíói. Myndir Þráins Bertelssonar Sunnudagurinn verður til eink ­ aður Þráni Bertelssyni og sýndar verða fjórar af hans klass ísku myndum. Kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni verður sýnd kl. 15, Löggulíf kl. 17, Dalalíf kl. 19 og Nýtt líf kl. 21. Aðeins kostar 500 kr. inn á hverja sýningu og 1.000 kr. inn á allar myndirnar. Miðasala er í Bæjarbíói. Framundan Þann 29. júní verða útgáfu­ tónleikar gítarleikarans og bæjar­ listamannsins Andrésar Þórs í tilefni af útgáfu hljómdisksins „Nordic Quartet“ haldnir í Bæj­ ar bíó. Tónleikarnir eru opnu nar­ tónleikar Jazzklúbbs Hafnar­ fjarðar og verður öllum Hafn­ firðingum og þeim sem vilja heim sækja Hafnarfjörð boðið ókeypis á tónleikana á meðan húsrúm leyfir. Kiddi segir að sumarið verði notað til að prófa sig áfram og kanna vilja bæjarbúa en stefnt verði að því að frá og með haustinu verði daglegir viðburðir í bíóinu. Hann segist harma það að Kvikmyndasafnið hafi horfið á braut og vonist til að það komi aftur í Bæjarbíó. Segir Kiddi að með samkomulagi við Bíó­ paradís og fleiri rétthafa kvik­ mynda verði hægt að sýna ýmsar kvikmyndir í Bæjarbíó, íslenskar sem erlendar. Björgvin Halldórsson á tónleikum Opnunarhátíð nýrra tíma í Bæjarbíói Kristinn S. Sæmundsson. Skraufþurrt Vormót Skátarnir bjuggu þá til vatnsrennibraut Skátar, ungir sér aldnir nutu útiverunnar og samverunnar á fyrsta skátamóti sumarsins - á Vormóti Hraunbúa í Krýsuvík. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.