Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júní 2014
Talið aftur að ósk Pírata
Píratar voru aðeins 6 atkvæð
um frá því að ná þriðja manninum
af Samfylkingunni en enduðu
með því að sitja úti í kuld anum.
Kröfð ust þeir endurtaln ingar.
Þegar talið var á ný fannst bunki
með atkvæðum til Fram sóknar
flokksins í bunka Sjálf stæðis
flokksins og einn seðill ætlaður
Framskóknar flokkn um fannst í
bunka auðra seðla. Eftir þessa
nýju talningu var Fram sóknar
flokkurinn aðeins 9 atkvæðum
frá því að koma inn manni.
Lang mest strikað yfir Rósu
Alls var 244 seðlum breytt hjá
Sjálfstæðisflokknum og var
strikað 163 sinnum yfir Rósu
Guðbjartsdóttur, oddvita flokks
ins. Unnur Lára Bryde kom næst
með 19 útstrikanir.
131 breyting var gerðar á lista
Samfylkingar og var Margrét
Gauja Magnúsdóttir oftast
strikuð út eða 75 sinnum en
Ófeigur Friðriksson kom næstur
með 26 útstrikanir.
6,1% kjósenda Sjálfstæðis
flokksins breyttu seðlum sínum
og 4,1% kjósenda flokksins
strikuðu yfir nafn Rósu
Guðbjartsdóttur oddvita. 5,7%
kjósenda Samfylkingar breyttu
seðlum sínum og 3,3% kjósenda
flokksins strikuðu yfir Margréti
Gauju sem er í öðru sæti listans.
1,8% kjósenda Bjartrar framtíðar
breyttu seðlum sínum og 1,6%
kjósenda Vinstri grænna.
Útstrikanir og breytingar voru
allt of fáar til þess að hafa áhrif.
Mistök við talningu í Hafnarfirði
Eftir kæru Pírata og endurtalningu bætti Framsókn við sig fylgi og var 9 atkvæðum frá því að ná inn manni!
Framsókn Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri græn Píratar Björt framtíð
B D S V Þ Æ Auðir Ógildir Alls Kjörsókn
Atkv. 751 4.014 2.278 1.316 754 2.143 593 77 11.926 60,6%
% 6,3% 33,7% 19,1% 11,0% 6,3% 18,0% 5,0% 0,6% 100,0% 11.256
1 751 4.014 2.278 1.316 754 2.143
2 376 2.007 1.139 658 377 1.072
3 250 1.338 759 439 251 714
4 188 1.004 570 329 189 536
5 150 803 456 263 151 429
6 125 669 380 219 126 357
7 107 573 325 188 108 306
8 94 502 285 165 94 268
9 83 446 253 146 84 238
10 75 401 228 132 75 214
11 68 365 207 120 69 195
Framsókn Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri græn Píratar Björt framtíð
Fulltrúar 0 5 3 1 0 2
Fylgi 6,7% 35,7% 20,2% 11,7% 6,7% 19,0%
Framsókn
6,7%
Sjálfstæðis-
flokkur
35,7%
Samfylking
20,2%
Vinstri græn
11,7%
Píratar
6,7%
Björt framtíð
19,0%
Hjólreiðamessa í
Hafnarfirði og Garðabæ
Efnt verður til svokallaðrar
hjólreiðamessu sunnudaginn 15.
júní nk. í Hafnarfirði og Garða
bæ. Þá verður hjólað á milli
kirknanna og áð í stutta stund á
hverjum stað þar sem sagt verður
frá viðkomandi kirkju og boðið
upp á andlega næringu. Þá verð
ur jafnframt boðið upp á líkam
lega hressingu á tveimur stöðum
á leiðinni.
Lagt verður upp kl. 10 árdegis
frá tveimur kirkjum, Ástjarnar
kirkju og Vídalínskirkju í Garða
bæ. Hóparnir munu síðan hittast
í Hafnarfjarðarkirkju og halda
sam an þaðan í aðrar kirkjur á
svæðinu samkvæmt áætlun (sjá
auglýsingu á bls. 9). Einnig geta
þeir sem vilja hjólað styttri leiðir
og komið í einstakar kirkjur eftir
því sem hentar.
Fyrsta hjólreiðamessan með
þessu sniði var í fyrra og tókst
mjög vel. Þá mættu um 40 þátt
takendur á öllum aldri til að hjóla
á milli kirknanna. Var mikil
ánægja með framtakið og ekki
síst samstarf safnaðanna í bæjar
félögunum sem birtist m.a. með
þessum hætti. Virkjanaganga í kvöld
Gengið frá Hafnarborg og saga virkjana sögð
Í kvöld kl. 20 verður sumar
ganga með leiðsögn Steinunnar
Guðnadóttur þar sem sjónum
verður beint að merkri sögu
virkjana í Hamarskotslæk. Í
Hafnarfirði var unnið frum
kvöðla starf á sviði vatnsafls
virkjunar þegar Jóhannes J.
Reykdal virkjaði Hamarskotslæk
á þremur stöðum. Hann var
þann ig fyrstur manna á Íslandi til
að nýta fallvatnið bæði til
iðnaðar árið 1903 og síðan með
stofnun fyrstu almenningsrafveitu
lands ins þegar kveikt var rafljós í
16 húsum í Hafnarfirði þann
12.desember árið 1904. Í
göngunni verður læknum fylgt
og þessi saga rakin.
Steinunn Guðnadóttir leiðir
gönguna en hún hefur stundað
meistaranám í mennta og menn
ingarstjórnun og vinnur núna að
bókarskrifum og kvikmynd um
Jóhannes J. Reykdal. Steinunn
hefur haldið sögu Hamarskots
lækjar á lofti og meðal annars
staðið fyrir árlegri hátíð sem
tileinkuð er menningarsögu
Ham ars kotslækjar.
Gengið verður frá Hafnarborg
og er reiknað með að gangan taki
um klukkustund, þátttaka er
ókeypis og allir velkomnir.
Helmingur
ók of hratt
Brot 18 ökumanna voru
mynduð í Brekkuási sl.
föstudag. Fylgst var með öku
tækjum sem var ekið um
Brekku ás í norðurátt, við
Furuás. Á einni klukkustund,
fyr ir hádegi, fóru 38 ökutæki
þessa akstursleið og því ók
næstum helmingur öku manna,
eða 47%, of hratt eða yfir
afskiptahraða. Meðalhraði
hinna brotlegu var 48 km/klst
en þarna er 30 km hámarkshraði.
Fjórir óku á 50 km hraða eða
meira en sá sem hraðast ók
mældist á 56 km hraða.
Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830
styrkir barna og unglingastarf SH
Sumarsund fyrir
hressa krakka
Nýtt námskeið fyrir 3-4 ára
með foreldrum!
Tímabil í boði:
10.-20. júní
23. júní - 4. júlí
7.-.18. júlí
21. júlí - 1. ágúst
Við erum með námskeið í
Ásvallalaug, Lækjarskólalaug
og Sundhöllinni
Ert þú 4-10 ára?
Finnst þér gaman í sundi?
Viltu verða betri í sundi?
Komdu þá á sundnámskeið
hjá SH í sumar!
Tré og runnar
...í garðinn þinn
Kaldárselsvegi • sími 555 6455