Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 12.06.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júní 2014 Fulltrúar Bjartrar Framtíðar í Hafnarfirði fóru mikinn í blaðagreinum og viðtölum fyrir kosningar um áhuga sinn á að allir flokkar kæmu að myndun bæjastjórnar að afloknum kosn­ ingum. Á netmiðli RUV er vitnað í Guðlaugu Kristjánsdóttur, sem leiðir framboð Bjartrar Framtíðar í Hafnarfirði þar sem hún segir „að ekki hafi tekist að ná öllum flokkum saman til viðræðna um myndun bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Þau hafi reynt það í þrjá sólarhringa“. Nú eru vegalengdir stuttar í Hafnarfirði og það tekur jafnvel skemur en þrjá daga að ganga hringinn í kringum bæjarfélagið og því er eðlilegt að maður spyrji sig hvernig má það vera, ef áhugi er fyrir hendi, að ekki takist að ná fulltrúum á sameiginlegan fund. Eða ristir prinsippið ekki dýpra? Betur má ef duga skal. Þar sem fulltrúar flestra ef ekki allra framboða sem fengu menn kjörna í bænum, hafa lýst sig jákvæða um þá hugmynd að skoðuð verði sú leið að allir flokkar standi saman að myndun bæjarstjórnar, mætti gera ráð fyrir að breiður hljómgrunnur væri fyrir hugmyndinni og því ætti allavega að vera hægt að koma henni á viðræðustig. Okkur undirrituðum hefur lengi verið hugleikin sú hug­ mynd að endurhugsað verði fyrir komulag myndunar bæjar­ stjórnar með það að markmiði að allir kjörnir fulltrúar deili með sér ábyrgð og völdum á lýðræðis­ legan hátt. Við eigum því erfitt með að sætta okkur við þá stað­ reynd að fulltrúar Bjartrar Fram­ tíðar og Sjálfstæðisflokks séu einir í formlegum viðræðum um myndun meirihluta. Við erum ekki viss um hver sé rétthafi valds um stjórnarmyndun eða hvort það til séu lög um það en skorum á þá sem raunverulega eru til í að skoða þessa leið alvar­ lega, að láta til sín taka. Við undirrituð bjóðum fram krafta okkar til að undirbúa og koma á fundi fulltrúa allra fram­ boða í Hafnarfirði og vörpum fram þeirri hugmynd að fyrsti fundur þess efnis verið opinn almenningi. Það er mikilvægt að breytt fyrirkomulag stjórnarmyndunar í bænum verði rætt í stærri hópi en bara meðal kjörinna fulltrúa stjórnmálaflokkanna, sérstaklega í ljósi þess almenna áhuga sem virðist vera á þessu máli. Er ekki líklegt að ríkjandi stjórnarfyrirkomulag (meirihluti/ minnihluti) sé ein af ástæðum dvínandi kosningaþátttöku? Með kveðju til allra Hafn firð­ inga. Úlfar Brynjarsson - ulfarb@gmail.com Guðrún Margrét Ólafsdóttir - gudrunmo@gmail.com Ólafur Ólafsson - olafur@libia-olafur.com húsæði í boði Sumarbústaður til leigu í Þrastarskógi. Fyrir 4 eða færri. Uppl. í s. 895 9780. Geymið auglýsinguna. húsnæði óskast Óska eftir 2-3ja herb. íbúð til leigu fyrir 1. sept. Helst nálægt Öldutúnsskóla. Reglusöm, reyklaus kona og róleg. Uppl. í s. 867 8800. Íbúð óskast til leigu / langtímaleiga! Hef aldrei reykt og virði eigur annarra. Hreint sakavott­ orð. Helgarpabbi. Uppl. 647 3700. Óska eftir að taka sumarbústað á leigu í Sléttuhlíð í 1-2 mánuði í sumar. Uppl. í síma 555 4295 eða 694 3071, Gunna. þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 ­ 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 849 6827 ­ hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Garðsláttur í einum grænum. Tek að mér garðslátt í stærri görðum. Hagstætt verð. Geri tilboð. Uppl. í s. 845 2100. bílar VW Golf til sölu. Árgerð 2000, ekinn 225 þ. km. Verð: Tilboð. Uppl. í s. 846 2728. tapað - fundið Hjólabretti fannst í miðbæ Hafnarfjarðar. Sími 565 3425 eftir kl. 20 Barnagleraugu töpuðust á Hvaleyrarholti. Uppl. í s. 663 7183, Kata. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is – líka á Facebook Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sumarnámskeið í badminton Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður uppá badminton- námskeið í júlí og ágúst fyrir byrjendur og lengra komna krakka á aldrinum 6-15 ára. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu og því fá allir að njóta sín. Námskeiðin fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Skráning og nánari upplýsingar á badmintonfelag.is. 57 nemendur af 9 námsbraut­ um brautskráðust frá Iðn­ skólanum í Hafnarfirði 24. maí sl. í Hafnar fjarðarkirkju. Kór starfsfólks skól ans ­ Saung­ fjelagið Ársæll ­ flutti tvö lög við mikla hrifningu viðstaddra og Bjartmar Ingi Sigurðsson, nem­ andi í pípu lögnum söng einsöng. Sveinn Jóhannsson, aðstoðar­ skólameistari flutti annál skólans en þar kom m.a fram að miklar breytingar eru framundan í starfs liði skólans. Til dæmis mun aðstoðarskólameistarinn söðla um og hverfa til kennslu næsta haust. Mennta­ og menn­ ingarmálaráðuneytið hefur ósk að eftir starfskröftum Ársæls Guðmundssonar skólameistara næsta skólaár í sérverkefni á vegum ráðuneytisins og fer hann því í ársleyfi. Ekki er búið að ráða staðgengil hans en það mun skýrast á næstu dögum. Mikilvægt að læra af mistökum Ávörp fluttu Jóhanna Axels­ dóttir fyrir hönd skólanefndar og Aðalheiður Alfreðsdóttir fyrir hönd útskriftarnemenda. Góður rómur var gerður að ávörpum þeirra en óhætt er að segja að Jón Viðar Matthíasson, slökkvi liðs­ stjóri Höfuðborgarsvæðisins hafi slegið í gegn þegar hann ávarpaði salinn með gestaávarpi sínu. Hann hvatti nemendur til að læra af mistökunum og undirstrikaði að allir geri mistök. Hann hefði gert mistök nýlega þegar hann tók ákvörðun um að láta draga logandi skip inn í Hafnar fjarðar­ höfn með afleiðingum sem allir þekkja. Hann mætti vissulega litlum skilningi til að byrja með, sér staklega hjá bæjarráði Hafn­ arfjarðar. Jón Viðar notaði svo tækifærið, staddur í guðshúsi í Hafnarfirði til að biðjast fyrir­ gefn ingar á þessum. Jón Viðar brýndi fyrir nemendum að ganga í verkin af heilum hug og gangast við mistökum, læra af þeim og stefna ætíð að því að gera betur. Hann bað svo nemendur að rísa úr sætum og þakka ættingjum og vinum, kennurum og skóla­ stjórnendum fyrir að skapa þau tækifæri sem hefði komið þeim að þessum mikilvæga tímapunkti í lífinu ­ að brautskrást. Framtíðarsýn er öllum nauðsyn Ársæll Guðmundsson, skóla­ meistari kvaddi nemendur með hvatningarorðum og brýndi fyrir þeim að nota alla þá þekkingu og leikni sem þeir hefðu öðlast í nám inu sér og þjóð sinni til heilla. Hann undirstrikaði mikil vægi þess að vera heiðarlegur og eiga sér hugsjónir og framtíðar sýn. Viðurkenning fyrir góðan námsárangur Við brautskráninguna voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur en Þórhildur Lofts dóttir hlaut þrjár viður kenn­ ingar þ.e. fyrir bestan al hliða námsárangur, bestan árangur í faggreinum tréiðna og fyrir hæstu einkunn iðngreina. Þór­ hildur brautskráðist af hús gagna­ smíðabraut. 57 nemendur brautskráðust frá Iðnskólanum Skólameistari fer í ársleyfi og aðstoðarskólameistari hverfur til kennslu Comissura Bráðfyndið trúðsverk frá Spáni fyrir fullorðna Föstudaginn 13. júní kl. 20.00 Miðapantanir 565 5900 midi.is Sáttastjórn í Hafnarfjörð Hvað varð um prinsipp Bjartrar Framtíðar? Ósátt við umhirðu Guðlaugur hringdi og sagði að sér fyndist bærinn illa snyrtur. Fíflar fegju að vaxa óheft og gras væri seint og illa slegið. Sagði hann mikilvægt að halda gróðri vel við, þetta væri nú andlit bæjarins. Greinilegt að það bíður nýrrar bæjarstjórnar að auka um ­ hirðu á gróðri í bænum. Ólöf hafði samband og vildi vekja athygli á „blómabeðum“ í Blikaási og Lóuási. Allt í illgresi og ekki nokkur leið að taka það í burtu því að það eru rósarunnar allt í kringum illgresið. „Það er svo sóðalegt að sjá þetta og til að bæta gráu ofan á svart þá fjúka frjóin í garðana þarna í kring“.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.