Fjarðarpósturinn - 02.10.2014, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 2. október 2014
Á hverju ári þurfa starfsmenn
bæjarins að reyna að hreinsa
niðurföll til að fjarlægja mikla
polla sem myndast á götum þegar
mikið rignir. Það er undarlegt að
mestu vandamálin skuli vera í
nýjasta hverfinu, Vallahverfinu en
þar eru nokkrir staðir sem alltaf flæðir þegar miklar
rigningar eru. Eitt dæmið er framan við Ásvallalaug þar
sem vatn flæðir vel upp fyrir kantsteina á stóru svæði. Á
öðrum stað sprautast upp úr niðurfalli sem á að taka við
vatni. Alls staðar er vatni ekki veitt út í fráveitukerfi
bæjarins, heldur er það leitt í púkk. Hvergi er gert ráð
fyrir að vatnið flæði út af veginum og þar niður í púkk og
því myndast miklir pollar þar sem lægðir eru og ná sumir
þeirra langt upp á gangstéttar. Ástæðan er einnig oft
stífluð niðurföll þar sem lauf og drasl lokar ristunum.
Þessar ristar virðast vera töluvert minni en þekkist í
nágrannalöndunum og því stíflast þær auðveldlega.
Maður getur skilið þetta í eldri hverfum en með nútíma
þekkingu á svona ekki að þekkjast.
Nú standa yfir hreinsunardagar. Eru bæjarbúar hvattir
til að hreinsa lóðir sínar og nærumhverfi. Gámar hafa
verið setti upp á nokkrum stöðum í bænum og hefur
safnast þó nokkuð í þá. Það vekur hins vegar athygli að
gámarnir eru töluvert nýttir til að henda í drasli sem fólk
hefur geymt innanhúss og sleppur fólk þá við að fara með
þetta út í Sorpu en það sleppur líka í mörgum tilfellum
við að flokka ruslið því aðeins eru þrír gámar á hverjum
stað, undir timbur, málma og blandað rusl.
Fyrirtæki og húsfélög geta óskað eftir að rusl verði sótt
til þeirra svo mikið er í lagt til að gera bæinn snyrtilegri.
Þó virðist lítið fara fyrir átakinu ef frá eru taldar
auglýsingar í fyrstu viku og lítið er fjallað um átakið á
heimasíðu bæjarins.
Víða er mikið drasl, ekki síst á iðnaðarsvæðum þar sem
fyrirtæki hafa látið hjá líða að girða af sín svæði svo
draslið er oft aðgengilegt öllum og getur því líka skapast
slysahætta af því. Enn ítreka ég hér þá skoðun mína að
fyrirtæki komast of auðveldlega upp með sóðaskap og
sennilega eru reglur ekki nógu skýrar eða að þeim sé illa
framfylgt nema hvorutveggja sé. Samhliða þessu átaki
þarf að kenna bæjarbúum að fara að reglum en sjá má
hjólhýsi og kerru sem skaga með beisli út í gangstéttar
svo ekki sé talað um alla þá bíla sem fullorðið fólk, oft
foreldrar, leggur upp á gangstéttar þar sem börnin eiga að
vera öguggust. Verst er þó fordæmið sem foreldrar gefa
börnum sínum. Sjái börn foreldra sína aldrei henda rusli
á víðavangi eða leggja bílum sínum uppi á gangstéttum
eru miklu minni líkur á að þau sjálf geri slíkt þegar þau
eldast. Fyrirtækjarekendur! Sýnið dug ykkar og hreinsið
draslið áður en myndir af því rata á alla samfélagsmiðla.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Sunnudagurinn 5. október
Sunnudagaskóli kl. 11
Kvöldmessa kl. 20
Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn.
Stjórnandi Örn Arnarson.
Sjá nánar um starfið á www.frikirkja.is
og á Facebook.com/frikhafn
www.frikirkja.is
Víðistaðakirkja
Sunnudagur 5. október:
Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11
Gott samfélag fyrir unga og eldri
Molasopi á eftir.
Starfsfólk Víðistaðakirkju.
www.vidistadakirkja.is
Sunnudagurinn 5. október
Sundbarnaguðsþjónusta
í Ásvallalaug kl. 11
Allir velkomnir, bæði blautir og þurrir.
Gospelguðsþjónusta í
Haukaheimilinu kl. 20
Gestir verða hljómsveitin GIG auk þess
sem kór Ástjarnarkirkju syngur undir
stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson
Eldriborgarastarf
á miðvikudögum kl. 13:30 - 13:50
www.astjarnarkirkja.is
Það var lítt spennandi að ganga úti í rokinu og rign
ing unni á mánudagsmorgunn. Sumir brugðu á það
ráð að ganga afturábak þegar veðrið var sem verst.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
VeðurbarinnSunnudagurinn 5. októberMessa kl. 11
Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er
Guðmundur Sigurðsson.
Prestur er sr. Þórhildur Ólafs.
Sunnudagaskóli kl. 11
í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis kirkjunnar.
Leiðtogi er Anna Elísa Gunnarsdóttir.
Aðstoðarstúlka hennar er Margrét Heba.
Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs
safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.
Miðvikudagurinn 8. október
Morgunmessa kl. 8.15
Organisti er Guðmundur Sigurðsson.
Prestur er Sr. Þórhildur Ólafs
Morgunverður í Odda Strandbergs.
Fræðslukvöld kl. 20
Hljómsveit æskufólks kynnir hjálparstarf.
Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs
www.hafnarfjardarkirkja.is.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
1914 - 2014